Seth Curry mun spila fyrir tengdapabba sinn í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2020 12:01 Seth Curry er svakaleg þriggja stiga skytta og hefur hitt úr meira en 44 prósent þriggja stiga skota sinn á NBA ferlinum. Getty/ Michael Reaves Seth Curry var skipt í gær frá Dallas Mavericks til Philadelphia 76ers í NBA deildinni í körfubolta. Bandaríski skotbakvörðurinn Seth Curry er kominn í nýtt lið eftir að Dallas Mavericks ákvað að skipta honum til Philadelphia 76ers í nótt fyrir Josh Richardson og 36. valrétt í nýliðavalinu. Seth Curry mun þar með spila fyrir tengdapabba sinn því Doc Rivers er nýtekinn við liði Philadelphia 76ers. Curry er gifur dóttur hans Callie Rivers, sem er atvinnumaður í blaki. Mavs are sending Seth Curry to the 76ers in the Richardson deal, per @ShamsCharania Seth will be playing for his father-in-law, Doc pic.twitter.com/zuVhglk1xd— Bleacher Report (@BleacherReport) November 19, 2020 Seth Curry er 30 ára og yngri bróðir Stephen Curry. Það tók Seth mun lengri tíma að fóta sig í NBA deildinni en bróður sinn og hefur Seth Curry spilað með mörgum liðum í deildinni. Seth Curry skoraði 12,4 stig í leik með Dallas Mavericks á síðasta tímabili sem var hans fyrsta af fjögurra ára samningi sem mun færa honum 32 milljón dollara. Seth Curry er ekki mikið síðri þriggja stiga skytta en bróðir sinn en hann er með 44,3 prósent þriggja stiga skotnýting á NBA-ferlinum sem er sú næstbesta á eftir Steve Kerr, núverandi þjálfara Golden State Warriors. Seth er tveimur sætum fyrir ofan eldri bróður sinn. Seth Curry er ætlað að koma með þriggja stiga ógn við hlið þeirra Joel Embiid og Ben Simmons sem eru frábærir leikmenn en skjóta ekki mikið af þriggja stiga skotum. Miðherjinn Embiid tekur þó fleiri en Simmons sem forðast það að skjóta langskotum. The 76ers are reportedly trading for Seth Curry, who has a career 3-point field goal percentage of 44.3%, 2nd-highest in NBA history, behind Steve Kerr (min. 1,000 3-pt FGA). He is 2 spots ahead of his brother, Stephen Curry, on this list. pic.twitter.com/UwqR9OIlxu— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 19, 2020 NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Seth Curry var skipt í gær frá Dallas Mavericks til Philadelphia 76ers í NBA deildinni í körfubolta. Bandaríski skotbakvörðurinn Seth Curry er kominn í nýtt lið eftir að Dallas Mavericks ákvað að skipta honum til Philadelphia 76ers í nótt fyrir Josh Richardson og 36. valrétt í nýliðavalinu. Seth Curry mun þar með spila fyrir tengdapabba sinn því Doc Rivers er nýtekinn við liði Philadelphia 76ers. Curry er gifur dóttur hans Callie Rivers, sem er atvinnumaður í blaki. Mavs are sending Seth Curry to the 76ers in the Richardson deal, per @ShamsCharania Seth will be playing for his father-in-law, Doc pic.twitter.com/zuVhglk1xd— Bleacher Report (@BleacherReport) November 19, 2020 Seth Curry er 30 ára og yngri bróðir Stephen Curry. Það tók Seth mun lengri tíma að fóta sig í NBA deildinni en bróður sinn og hefur Seth Curry spilað með mörgum liðum í deildinni. Seth Curry skoraði 12,4 stig í leik með Dallas Mavericks á síðasta tímabili sem var hans fyrsta af fjögurra ára samningi sem mun færa honum 32 milljón dollara. Seth Curry er ekki mikið síðri þriggja stiga skytta en bróðir sinn en hann er með 44,3 prósent þriggja stiga skotnýting á NBA-ferlinum sem er sú næstbesta á eftir Steve Kerr, núverandi þjálfara Golden State Warriors. Seth er tveimur sætum fyrir ofan eldri bróður sinn. Seth Curry er ætlað að koma með þriggja stiga ógn við hlið þeirra Joel Embiid og Ben Simmons sem eru frábærir leikmenn en skjóta ekki mikið af þriggja stiga skotum. Miðherjinn Embiid tekur þó fleiri en Simmons sem forðast það að skjóta langskotum. The 76ers are reportedly trading for Seth Curry, who has a career 3-point field goal percentage of 44.3%, 2nd-highest in NBA history, behind Steve Kerr (min. 1,000 3-pt FGA). He is 2 spots ahead of his brother, Stephen Curry, on this list. pic.twitter.com/UwqR9OIlxu— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 19, 2020
NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum