Fundu ekki kórónuveiru á íslenskum minkabúum Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2020 11:58 Alls eru níu minkabú starfandi á Íslandi. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Matvælastofnun hefur tekið sýni á öllum minkabúum landsins vegna kórónuveirunnar og reyndust þau öll neikvæð. Fyrirskipaðar hafa verið hertar sóttvarnir á minkabúum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun, en alls eru níu minkabú starfandi á landinu. Sýni voru send í greiningu á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum og hjá Íslenskri erfðagreiningu. Niðurstöður liggi nú fyrir og hafi þau öll verið neikvæð. „Sýnin voru tekin úr dauðum minkum sem lógað var vegna árvissrar pelsunar. Þegar pelsun lýkur á minkabúum hefur minkastofn landsins minnkað í um 15 þúsund lífdýr sem bíða fram á vorið eftir að pörun hefjist. Matvælastofnun hefur gert áætlun um reglubundnar sýnatökur í vetur á öllum minkabúum. Auk þess verða starfsmenn minkabúa skimaðir samkvæmt fyrirmælum sóttvarnalæknis. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fyrirskipað hertar sóttvarnaraðgerðir á minkabúum, samkvæmt tillögu Matvælastofnunar. Markmið aðgerðanna er að verja minka fyrir smiti með kórónaveirunni sem veldur COVID-19. Í þeim felast m.a. hertar kröfur um persónulegar sóttvarnir starfsmanna, flutningur lifandi minka verður óheimill og ónauðsynlegar heimsóknir í minkahús bannaðar. Einnig verður sýningahald með minka bannað og því verða minkarnir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík ekki til sýnis á opnunartíma garðsins,“ segir í tilkynningunni. Mikið hefur verið fjallað um kórónuveiru í mink síðustu vikurnar eftir að kórónuveira barst í minka og þaðan í mannfólk á miklum fjölda danskra minkabúa. Hefur þar verið ákveðið að lóga öllum minkum á öllum minkabúum landsins. Loðdýrarækt Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17 Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17 Unnið að skimun minka en ekkert smit greinst enn sem komið er Unnið er að því að skima alla minka á minkabúum landsins en enn hefur ekkert smit greinst. Þetta kemur fram í stöðusýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 17. nóvember 2020 17:48 Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Matvælastofnun hefur tekið sýni á öllum minkabúum landsins vegna kórónuveirunnar og reyndust þau öll neikvæð. Fyrirskipaðar hafa verið hertar sóttvarnir á minkabúum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun, en alls eru níu minkabú starfandi á landinu. Sýni voru send í greiningu á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum og hjá Íslenskri erfðagreiningu. Niðurstöður liggi nú fyrir og hafi þau öll verið neikvæð. „Sýnin voru tekin úr dauðum minkum sem lógað var vegna árvissrar pelsunar. Þegar pelsun lýkur á minkabúum hefur minkastofn landsins minnkað í um 15 þúsund lífdýr sem bíða fram á vorið eftir að pörun hefjist. Matvælastofnun hefur gert áætlun um reglubundnar sýnatökur í vetur á öllum minkabúum. Auk þess verða starfsmenn minkabúa skimaðir samkvæmt fyrirmælum sóttvarnalæknis. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fyrirskipað hertar sóttvarnaraðgerðir á minkabúum, samkvæmt tillögu Matvælastofnunar. Markmið aðgerðanna er að verja minka fyrir smiti með kórónaveirunni sem veldur COVID-19. Í þeim felast m.a. hertar kröfur um persónulegar sóttvarnir starfsmanna, flutningur lifandi minka verður óheimill og ónauðsynlegar heimsóknir í minkahús bannaðar. Einnig verður sýningahald með minka bannað og því verða minkarnir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík ekki til sýnis á opnunartíma garðsins,“ segir í tilkynningunni. Mikið hefur verið fjallað um kórónuveiru í mink síðustu vikurnar eftir að kórónuveira barst í minka og þaðan í mannfólk á miklum fjölda danskra minkabúa. Hefur þar verið ákveðið að lóga öllum minkum á öllum minkabúum landsins.
Loðdýrarækt Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17 Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17 Unnið að skimun minka en ekkert smit greinst enn sem komið er Unnið er að því að skima alla minka á minkabúum landsins en enn hefur ekkert smit greinst. Þetta kemur fram í stöðusýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 17. nóvember 2020 17:48 Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17
Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. 17. nóvember 2020 12:17
Unnið að skimun minka en ekkert smit greinst enn sem komið er Unnið er að því að skima alla minka á minkabúum landsins en enn hefur ekkert smit greinst. Þetta kemur fram í stöðusýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 17. nóvember 2020 17:48
Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00