Eins og hópurinn sjái hlutina ekki í „raunhæfu ljósi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 14:01 Sigríður Á. Andersen og Brynjar Níelsson þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru á meðal aðstandenda vefsíðunnar Kófið.is. Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir eru ósammála skoðunum hópsins. Samsett Sóttvarnalæknir og landlæknir segjast algjörlega ósammála þeim viðhorfum sem aðstandendur vefsíðunnar Kófið.is lýstu í yfirlýsingu sem birt var á vefsíðunni í gær. Á meðal aðstandenda síðunnar eru tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem báðir hafa gagnrýnt stefnu stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. Sóttvarnalæknir segir að hópurinn virðist ekki sjá hlutina í „raunhæfu ljósi“ og benti honum á að líta inn á sjúkrahúsin. Tilkynnt var í gær að vefsíðan hefði verið sett á laggirnar, hvar finna má yfirlýsingu undir fyrirsögninni „Út úr kófinu!“ Í yfirlýsingunni segir að tilraunir til að ráða niðurlögum faraldursins á Íslandi hafi þegar skapað „ástand sem valdið getur ómældu tjóni á lífi, heilsu og afkomu fólks og gæti varað árum saman.“ Hingað til hafi aðgerðirnar sem stjórnvöld hafa beitt gefið til kynna að „nánast eina markmið stjórnvalda sé að hægja á útbreiðslu eins tiltekins sjúkdóms.“ Allt annað víki fyrir þessu markmiði. Hópurinn telur að ef haldið verði áfram á sömu braut verði „skaði aðgerða mun meiri en skaði af völdum COVID-19.“ Jón Ívar Einarsson er prófessor við læknadeild Harvard-háskóla. Hann hefur lýst því yfir síðustu mánuði að aðgerðir stjórnvalda, til dæmis hér á landi, við faraldrinum vegi of mikið að frelsi fólks.Facebook Undir yfirlýsinguna rita tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Á. Andersen og Brynjar Níelsson, sem bæði hafa verið gagnrýnin á stefnu stjórnvalda hingað til. Nú síðast í gær sagði Sigríður í viðtali við Mbl að það liggi fyrir að faraldurinn sé „ekki drepsótt“. Aðrir sem skrifa undir yfirlýsinguna eru til dæmis Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard, og Veronika Steinunn Magnúsdóttir, blaðamaður hjá Morgunblaðinu og formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hafi tekið margt annað inn í myndina Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir voru innt eftir viðbrögðum við yfirlýsingu hópsins á upplýsingafundi almannavarna í gær. Hvorugt þeirra kvaðst hafa lesið yfirlýsinguna en þau lýstu sig bæði ósammála viðhorfunum sem þar koma fram. „En ég mótmæli þessu,“ sagði Alma. „Við höfum auðvitað tekið mjög margt annað inn í myndina. Og nú höfum við auðvitað lært af fyrstu bylgju og haldið mjög mörgu gangandi núna eins og eiginlega allri heilbrigðisþjónustu í þriðju bylgju.“ Þá sagði hún að þau sem eru í forsvari fyrir viðbrögð við faraldrinum hafi „hugsað sig í gegnum sviðsmyndir“ á borð við þær sem kynntar voru í yfirlýsingu Barrington-hópsins svokallaða. Yfirlýsingin þykir umdeild en er af sama meiði og sú sem hópurinn „Út úr kófinu!“ birti í gær. „Og við höfum lýst því í blaðagrein hvernig við sjáum það. Við teljum að það sé skynsamlegt að halda faraldrinum niðri. Það hafi best áhrif á heilsu, lýðheilsu og efnahag. Við teljum að það sé skynsamlegt núna að bíða eftir bóluefni, halda það út og að það sé leiðin okkar áfram.“ Í fullum rétti til að viðra skoðanir sínar Þórólfur sagðist einnig ósammála hópnum og kvaðst hafa fylgst með skoðunum þeirra sem að honum standa. Það væri hans mat að hópurinn væri ef til vill ekki í nógu góðri tengingu við raunveruleikann. „Og ég lýsi því bara yfir að ég er algjörlega ósammála þeim. Mér finnst að einstaklingar séu ekki endilega að sjá hlutina í raunhæfu ljósi. Ég held að þessir einstaklingar ættu að fara inn í heilbrigðiskerfið, inn á sjúkrahúsin, þar sem þessir Covid-sjúklingar hafa legið og ættu bara að skoða það hvað aðrar þjóðir eru að gera,“ sagði Þórólfur. „Það eru aðrar þjóðir í kringum okkur sem eru í miklu verri málum, með miklu harðari aðgerðir, og ég á bágt með að trúa því að það hafi allir svona rangt fyrir sér. En þetta er bara skoðun þeirra og ekkert við því að segja. Þau hafa fullt leyfi til þess að halda henni fram.“ Viðbrögð Ölmu og Þórólfs á fundinum má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Bjóða „sérfræðingum“ að stíga fram nafnlaust Áðurnefndur hópur segist einnig í yfirlýsingu sinni hafa orðið vör við „mikla tregðu til opinnar umræðu um aðferðarfræði sóttvarna vegna COVID-19.“ Það hafi reyndar verið „alþjóðlegt vandamál.“ Annað af tveimur meginmarkmiðum hópsins er þannig að koma á fót „opnum vettvangi til upplýsingaöflunar og skoðanaskipta.“ Á þessum vettvangi verði kallað eftir viðhorfum sérfræðinga og almennings og sérstaklega er tekið fram að þeim fyrrnefndu verði boðið að stíga fram nafnlaust. „Til að auðvelda sérfræðingum að stíga fram án þess að eiga það á hættu að verða fyrir aðkasti innan sinnar starfsstéttar verður þeim gert kleift að leggja skoðun sína fram nafnlaust.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira
Sóttvarnalæknir og landlæknir segjast algjörlega ósammála þeim viðhorfum sem aðstandendur vefsíðunnar Kófið.is lýstu í yfirlýsingu sem birt var á vefsíðunni í gær. Á meðal aðstandenda síðunnar eru tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem báðir hafa gagnrýnt stefnu stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. Sóttvarnalæknir segir að hópurinn virðist ekki sjá hlutina í „raunhæfu ljósi“ og benti honum á að líta inn á sjúkrahúsin. Tilkynnt var í gær að vefsíðan hefði verið sett á laggirnar, hvar finna má yfirlýsingu undir fyrirsögninni „Út úr kófinu!“ Í yfirlýsingunni segir að tilraunir til að ráða niðurlögum faraldursins á Íslandi hafi þegar skapað „ástand sem valdið getur ómældu tjóni á lífi, heilsu og afkomu fólks og gæti varað árum saman.“ Hingað til hafi aðgerðirnar sem stjórnvöld hafa beitt gefið til kynna að „nánast eina markmið stjórnvalda sé að hægja á útbreiðslu eins tiltekins sjúkdóms.“ Allt annað víki fyrir þessu markmiði. Hópurinn telur að ef haldið verði áfram á sömu braut verði „skaði aðgerða mun meiri en skaði af völdum COVID-19.“ Jón Ívar Einarsson er prófessor við læknadeild Harvard-háskóla. Hann hefur lýst því yfir síðustu mánuði að aðgerðir stjórnvalda, til dæmis hér á landi, við faraldrinum vegi of mikið að frelsi fólks.Facebook Undir yfirlýsinguna rita tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Á. Andersen og Brynjar Níelsson, sem bæði hafa verið gagnrýnin á stefnu stjórnvalda hingað til. Nú síðast í gær sagði Sigríður í viðtali við Mbl að það liggi fyrir að faraldurinn sé „ekki drepsótt“. Aðrir sem skrifa undir yfirlýsinguna eru til dæmis Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard, og Veronika Steinunn Magnúsdóttir, blaðamaður hjá Morgunblaðinu og formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hafi tekið margt annað inn í myndina Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir voru innt eftir viðbrögðum við yfirlýsingu hópsins á upplýsingafundi almannavarna í gær. Hvorugt þeirra kvaðst hafa lesið yfirlýsinguna en þau lýstu sig bæði ósammála viðhorfunum sem þar koma fram. „En ég mótmæli þessu,“ sagði Alma. „Við höfum auðvitað tekið mjög margt annað inn í myndina. Og nú höfum við auðvitað lært af fyrstu bylgju og haldið mjög mörgu gangandi núna eins og eiginlega allri heilbrigðisþjónustu í þriðju bylgju.“ Þá sagði hún að þau sem eru í forsvari fyrir viðbrögð við faraldrinum hafi „hugsað sig í gegnum sviðsmyndir“ á borð við þær sem kynntar voru í yfirlýsingu Barrington-hópsins svokallaða. Yfirlýsingin þykir umdeild en er af sama meiði og sú sem hópurinn „Út úr kófinu!“ birti í gær. „Og við höfum lýst því í blaðagrein hvernig við sjáum það. Við teljum að það sé skynsamlegt að halda faraldrinum niðri. Það hafi best áhrif á heilsu, lýðheilsu og efnahag. Við teljum að það sé skynsamlegt núna að bíða eftir bóluefni, halda það út og að það sé leiðin okkar áfram.“ Í fullum rétti til að viðra skoðanir sínar Þórólfur sagðist einnig ósammála hópnum og kvaðst hafa fylgst með skoðunum þeirra sem að honum standa. Það væri hans mat að hópurinn væri ef til vill ekki í nógu góðri tengingu við raunveruleikann. „Og ég lýsi því bara yfir að ég er algjörlega ósammála þeim. Mér finnst að einstaklingar séu ekki endilega að sjá hlutina í raunhæfu ljósi. Ég held að þessir einstaklingar ættu að fara inn í heilbrigðiskerfið, inn á sjúkrahúsin, þar sem þessir Covid-sjúklingar hafa legið og ættu bara að skoða það hvað aðrar þjóðir eru að gera,“ sagði Þórólfur. „Það eru aðrar þjóðir í kringum okkur sem eru í miklu verri málum, með miklu harðari aðgerðir, og ég á bágt með að trúa því að það hafi allir svona rangt fyrir sér. En þetta er bara skoðun þeirra og ekkert við því að segja. Þau hafa fullt leyfi til þess að halda henni fram.“ Viðbrögð Ölmu og Þórólfs á fundinum má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Bjóða „sérfræðingum“ að stíga fram nafnlaust Áðurnefndur hópur segist einnig í yfirlýsingu sinni hafa orðið vör við „mikla tregðu til opinnar umræðu um aðferðarfræði sóttvarna vegna COVID-19.“ Það hafi reyndar verið „alþjóðlegt vandamál.“ Annað af tveimur meginmarkmiðum hópsins er þannig að koma á fót „opnum vettvangi til upplýsingaöflunar og skoðanaskipta.“ Á þessum vettvangi verði kallað eftir viðhorfum sérfræðinga og almennings og sérstaklega er tekið fram að þeim fyrrnefndu verði boðið að stíga fram nafnlaust. „Til að auðvelda sérfræðingum að stíga fram án þess að eiga það á hættu að verða fyrir aðkasti innan sinnar starfsstéttar verður þeim gert kleift að leggja skoðun sína fram nafnlaust.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira