Fær ekki skaðabætur eftir að hafa farið í hjartastopp við handtöku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 17:34 Hæstiréttur mat það svo að Ívar Örn hafi ekki fært sannanir fyrir því að orsök hjartastoppsins sem hann fór í við handtöku hafi verið handtakan sjálf. Vísir/Vilhelm Ívar Örn Ívarsson, sem krafðist þess að íslenska ríkið yrði gert skaðabótaskýlt vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir við handtöku árið 2010, tapaði máli sínu í Hæstarétti í dag. Ívar Örn hafði við handtökuna farið í hjartastopp og hlaut við það dreifðan heilaskaða. Málið hefur áður verið tekið fyrir í héraðsdómi og Landsrétti og var það mat beggja dómstóla að Ívari hafi ekki tekist að færa sönnun fyrir orsakatengslum milli handtökunnar og líkamstjónsins sem hann varð fyrir og var það mat Hæstaréttar að það stæðist. Fjórar matsgerðir sérfræðinga lágu fyrir í málinu um orsakir þess að hjarta Ívars hætti að slá. Að þeirra mati var það ástand Ívars fyrir handtökuna sem var frumorsök þess að hjarta hans stöðvaðist og að viðbrögð hans við handtökunni hafi átt þátt í eða aukið líkurnar á hjartastoppinu. Matsmenn voru hins vegar ekki sammála um hvort og hversu líklegt hefði verið að hjarta Ívars hefði stöðvast þó til handtökunnar hefði ekki komið. Ívar Örn sagði sögu sína í DV árið 2013. Töldu matsmennirnir líklegustu skýringuna á hjartastoppi Ívars sturlunar- eða geðrofsástandið sem hann virtist hafa verið í auk lífshættulegrar brenglunar á sýrustigi blóðs og gríðarlegri hækkun á vöðvaensímum. Það mætti rekja til ofneyslu á orkugeli eða orkudrykkjum í aðdraganda handtökunnar. Var handjárnaður og benslaður á fótum við handtökuna Málið má rekja aftur til 11. maí 2010 þegar neyðarlínu barst tilkynning þegar klukkan var að ganga 12 um blóðugan mann sveiflandi golfkylfu. Sjúkrabíll var í kjölfarið sendur á vettvang og var lögreglu gert viðvart. Nokkrum mínútum síðar barst annað símtal til neyðarlínu þar sem tilkynnt var að maðurinn, Ívar Örn, hafði hlaupið í átt að kirkju í hverfinu. Þegar lögregla mætti á vettvang hafði Ívar hlaupið að kjallaraíbúð í nágrenninu og þegar lögregla ræddi við húsráðanda greindi hann frá því að Ívar hafi barið á dyr og virst útataður í blóði. Húsráðandinn taldi að hann hafi lent í slysi og bauð Ívari að fara í sturtu. Ívar hafi tekið boðinu en í sturtunni hafi hann öskrað og látið undarlega. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að þegar lögregla fór inn í baðherbergið hitti hún Ívar fyrir í sturtunni þar sem hann öskraði og lét einkennilega, barði í veggi og kúgaðist. Reynt hafi verið að ræða við hann en hann veitti lögreglu enga athygli. Lögreglumenn hafi því þurft að fara inn í sturtuna, skrúfa fyrir vatnið og þegar reynt var að ræða aftur við Ívar hafi hann orðið mjög æstur og hann var færður í handjárn. Þá kemur fram í dómnum að talið hafi verið nauðsynlegt að bensla fætur hans þar sem hann hafi ítrekað sparkað til lögreglu. Rétt eftir að sjúkrabíll kom á vettvang barst tilkynning frá lögreglu um að Ívar væri hættur að anda og að enginn hjartsláttur fyndist hjá honum. Ívar var í kjölfarið fluttur á bráðamóttöku. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Ívar Örn Ívarsson, sem krafðist þess að íslenska ríkið yrði gert skaðabótaskýlt vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir við handtöku árið 2010, tapaði máli sínu í Hæstarétti í dag. Ívar Örn hafði við handtökuna farið í hjartastopp og hlaut við það dreifðan heilaskaða. Málið hefur áður verið tekið fyrir í héraðsdómi og Landsrétti og var það mat beggja dómstóla að Ívari hafi ekki tekist að færa sönnun fyrir orsakatengslum milli handtökunnar og líkamstjónsins sem hann varð fyrir og var það mat Hæstaréttar að það stæðist. Fjórar matsgerðir sérfræðinga lágu fyrir í málinu um orsakir þess að hjarta Ívars hætti að slá. Að þeirra mati var það ástand Ívars fyrir handtökuna sem var frumorsök þess að hjarta hans stöðvaðist og að viðbrögð hans við handtökunni hafi átt þátt í eða aukið líkurnar á hjartastoppinu. Matsmenn voru hins vegar ekki sammála um hvort og hversu líklegt hefði verið að hjarta Ívars hefði stöðvast þó til handtökunnar hefði ekki komið. Ívar Örn sagði sögu sína í DV árið 2013. Töldu matsmennirnir líklegustu skýringuna á hjartastoppi Ívars sturlunar- eða geðrofsástandið sem hann virtist hafa verið í auk lífshættulegrar brenglunar á sýrustigi blóðs og gríðarlegri hækkun á vöðvaensímum. Það mætti rekja til ofneyslu á orkugeli eða orkudrykkjum í aðdraganda handtökunnar. Var handjárnaður og benslaður á fótum við handtökuna Málið má rekja aftur til 11. maí 2010 þegar neyðarlínu barst tilkynning þegar klukkan var að ganga 12 um blóðugan mann sveiflandi golfkylfu. Sjúkrabíll var í kjölfarið sendur á vettvang og var lögreglu gert viðvart. Nokkrum mínútum síðar barst annað símtal til neyðarlínu þar sem tilkynnt var að maðurinn, Ívar Örn, hafði hlaupið í átt að kirkju í hverfinu. Þegar lögregla mætti á vettvang hafði Ívar hlaupið að kjallaraíbúð í nágrenninu og þegar lögregla ræddi við húsráðanda greindi hann frá því að Ívar hafi barið á dyr og virst útataður í blóði. Húsráðandinn taldi að hann hafi lent í slysi og bauð Ívari að fara í sturtu. Ívar hafi tekið boðinu en í sturtunni hafi hann öskrað og látið undarlega. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að þegar lögregla fór inn í baðherbergið hitti hún Ívar fyrir í sturtunni þar sem hann öskraði og lét einkennilega, barði í veggi og kúgaðist. Reynt hafi verið að ræða við hann en hann veitti lögreglu enga athygli. Lögreglumenn hafi því þurft að fara inn í sturtuna, skrúfa fyrir vatnið og þegar reynt var að ræða aftur við Ívar hafi hann orðið mjög æstur og hann var færður í handjárn. Þá kemur fram í dómnum að talið hafi verið nauðsynlegt að bensla fætur hans þar sem hann hafi ítrekað sparkað til lögreglu. Rétt eftir að sjúkrabíll kom á vettvang barst tilkynning frá lögreglu um að Ívar væri hættur að anda og að enginn hjartsláttur fyndist hjá honum. Ívar var í kjölfarið fluttur á bráðamóttöku.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira