Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 21:09 Önnur bylgja kórónuveirufaraldursins geisar nú yfir Evrópu. Yfirmaður Evrópudeildar WHO segir næstu sex mánuði verða erfiða fyrir álfuna. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. Hans Kluger, yfirmaður Evrópudeildar WHO, greindi frá því í dag að meira en 29 þúsund hafi látist af völdum Covid-19 í álfunni undanfarna viku. „Það þýðir að einn deyi á hverjum sautján sekúndum,“ sagði hann á blaðamannafundi í dag. Hann greindi hins vegar frá því að tilfellum hafi fækkað eftir því sem samkomu- og sóttvarnatakmarkanir hafa verið hertar. Sú bylgja faraldursins sem nú geisar á meginlandi Evrópu er jafnan sögð önnur bylgja hans. Tilfellum fór að fjölga töluvert í októbermánuði og hafa flest Evrópuríki gripið til harðra aðgerða í von um að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Hingað til hafa 15.738.179 Evrópubúar greinst með veiruna og 354.145 látist vegna hennar. Eingöngu Bandaríkin hafa orðið verr fyrir barðinu á veirunni samkvæmt tölulegum upplýsingum frá WHO. Lang flest kórónuveirutilfelli og -dauðsföll má rekja til Bretlands, Rússlands, Frakklands, Spánar, Ítalíu og Þýskalands. Lang flestir hafa látist í Bretlandi af öllum Evrópuríkjunum en flestir hafa greinst í Frakklandi. Að sögn Kluger má rekja 28 prósent allra tilfella á heimsvísu til Evrópu og 26 prósent dauðsfalla. Þá lýsti hann yfir sérstökum áhyggjum yfir ástandinu í Sviss og Frakklandi. Í báðum ríkjunum eru um 95 prósent gjörgæslurýma í notkun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á von á metingi þegar bóluefnið kemur til Íslands Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin. 19. nóvember 2020 12:16 250 þúsund manns látist vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Rúmlega ellefu og hálf milljón Bandaríkjamanna hefur smitast af kórónuveirunni og eru Bandaríkin það ríki heims þar sem flestir hafa smitast og flestir látið lífið. 19. nóvember 2020 06:52 Áhyggjufullur vegna stöðu Covid-19 í Rússlandi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. S 18. nóvember 2020 17:58 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. Hans Kluger, yfirmaður Evrópudeildar WHO, greindi frá því í dag að meira en 29 þúsund hafi látist af völdum Covid-19 í álfunni undanfarna viku. „Það þýðir að einn deyi á hverjum sautján sekúndum,“ sagði hann á blaðamannafundi í dag. Hann greindi hins vegar frá því að tilfellum hafi fækkað eftir því sem samkomu- og sóttvarnatakmarkanir hafa verið hertar. Sú bylgja faraldursins sem nú geisar á meginlandi Evrópu er jafnan sögð önnur bylgja hans. Tilfellum fór að fjölga töluvert í októbermánuði og hafa flest Evrópuríki gripið til harðra aðgerða í von um að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Hingað til hafa 15.738.179 Evrópubúar greinst með veiruna og 354.145 látist vegna hennar. Eingöngu Bandaríkin hafa orðið verr fyrir barðinu á veirunni samkvæmt tölulegum upplýsingum frá WHO. Lang flest kórónuveirutilfelli og -dauðsföll má rekja til Bretlands, Rússlands, Frakklands, Spánar, Ítalíu og Þýskalands. Lang flestir hafa látist í Bretlandi af öllum Evrópuríkjunum en flestir hafa greinst í Frakklandi. Að sögn Kluger má rekja 28 prósent allra tilfella á heimsvísu til Evrópu og 26 prósent dauðsfalla. Þá lýsti hann yfir sérstökum áhyggjum yfir ástandinu í Sviss og Frakklandi. Í báðum ríkjunum eru um 95 prósent gjörgæslurýma í notkun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á von á metingi þegar bóluefnið kemur til Íslands Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin. 19. nóvember 2020 12:16 250 þúsund manns látist vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Rúmlega ellefu og hálf milljón Bandaríkjamanna hefur smitast af kórónuveirunni og eru Bandaríkin það ríki heims þar sem flestir hafa smitast og flestir látið lífið. 19. nóvember 2020 06:52 Áhyggjufullur vegna stöðu Covid-19 í Rússlandi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. S 18. nóvember 2020 17:58 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Á von á metingi þegar bóluefnið kemur til Íslands Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin. 19. nóvember 2020 12:16
250 þúsund manns látist vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Rúmlega ellefu og hálf milljón Bandaríkjamanna hefur smitast af kórónuveirunni og eru Bandaríkin það ríki heims þar sem flestir hafa smitast og flestir látið lífið. 19. nóvember 2020 06:52
Áhyggjufullur vegna stöðu Covid-19 í Rússlandi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. S 18. nóvember 2020 17:58