Höfum Barnasáttmálann ætíð að leiðarljósi Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 20. nóvember 2020 10:00 Dagur mannréttinda barna er í dag. Mörg þeirra réttinda barna sem við teljum vera sjálfsögð í dag hafa síður en svo verið talin sjálfsögð í gegnum tíðina. Ef litið er til baka um eina öld, til ársins 1920, var veruleiki margra íslenskra barna gjörólíkur þeim veruleika sem börn þekkja í dag. Spænska veikin hafði nýlega gengið yfir og orðið mörgum að bana. Veiran hafði mikil áhrif á samfélagið þar sem engin mótefni voru fáanleg og réðst veiran helst á fólk á miðjum aldri svo mörg börn misstu foreldra sína. Með iðnbyltingunni sem var enn í uppsveiflu fluttu sífellt fleiri foreldrar með börn sín af fjölmennum sveitabæjum yfir á mölina og atvinnuþátttaka beggja foreldra jókst. Það vakti upp vangaveltur um hvað ætti eiginlega að gera við börnin sem höfðu ekki lengur einhvern fullorðinn sér við hlið. Skóladagurinn var styttri, færri námsgreinar kenndar og almenn þekking á mismunandi styrkleikum barna var mjög takmörkuð auk þess sem rannsóknir á uppeldis- og kennsluháttum voru lítt þekktar. Það voru því eflaust ekki margir sem voru sérstaklega að einblína á réttindi barna í samfélaginu og víða jafnvel enn stuðst við tilskipunina um húsagann þar sem m.a. kom fram að hýða mætti börn í refsiskyni með vendi eða hendi. Á sama tíma í Bretlandi var barnaskólakennari að nafni Eglantyne Jebb að horfa upp á þær skelfilegu afleiðingar sem fyrri heimstyrjöldin hafði í för með sér fyrir þýsk og austurísk börn. Hún stofnaði í kjölfarið samtökin Save the Children og skrifaði fyrstu drög að því sem við þekkjum í dag sem barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem var lögfestur hér á landi árið 2013. Samþykkt var á Alþingi árið 2016 að 20. nóvember ár hvert yrði tileinkaður fræðslu um mannréttindi barna, en sá dagur er afmælisdagur Barnasáttmálans og Alþjóðadagur barna. Barnaheill – Save the Children á Íslandi sjá um framkvæmd dagsins í samstarfi við innanríkisráðuneytið og mennta- og menningamálaráðuneytið. Barnaheill senda reglulega bréf til allra skóla til að minna á þennan dag og hafa komið fram með ýmsar hugmyndir sem hægt er að nota í fræðslu um mannréttindi barna. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á að hvetja nemendur til að skrifa smásögur og/eða teikna myndir af upplifun sinni af Covid-19. Börn hafa ekki verið undanþegin því að hafa upplifað þá óvissu og röskun sem hefur fylgt þessari heilbrigðisógn sem hefur geisað um allan heim á þessu ári. Skólastjórnendur, kennarar og annað starfsfólk skóla og frístundastarfs hafa með starfi sínu í samvinnu við foreldra unnið mikið þrekvirki að sjá til þess að líf barnanna hefur náð að halda eins miklum stöðugleika og kostur er á. Hluti af því að efla þekkingu á réttindum barna er að hafa gott aðgengi að fræðsluefni um Barnasáttmálann. Í dag munu forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra opna nýjan vef um Barnasáttmálann á slóðinni barnasattmali.is. Um er að ræða samstarfsverkefni Barnaheilla, umboðsmanns barna og Unicef við Menntamálastofnun. Á vefnum er að finna fjölda verkefna sem börn geta leyst, fróðleikur um Barnasáttmálann á litríkan og skemmtilegan máta og er vefurinn einnig á ensku og pólsku auk þess sem allar greinar sáttmálans eru táknmálstúlkaðar. Þá er að finna ýmsar upplýsingar fyrir börn, foreldra og fagfólk á vefnum. Það er óhætt að fullyrða að hugað er vel að réttindum barna í íslensku samfélagi í dag en samt sem áður er mikilvægt fyrir okkur að standa vörð um þau réttindi sem hafa áunnist og vera vakandi yfir þeim áskorunum sem kunna að bíða barna og ungmenna síðar meir í síbreytilegu samfélagi. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Réttindi barna Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Dagur mannréttinda barna er í dag. Mörg þeirra réttinda barna sem við teljum vera sjálfsögð í dag hafa síður en svo verið talin sjálfsögð í gegnum tíðina. Ef litið er til baka um eina öld, til ársins 1920, var veruleiki margra íslenskra barna gjörólíkur þeim veruleika sem börn þekkja í dag. Spænska veikin hafði nýlega gengið yfir og orðið mörgum að bana. Veiran hafði mikil áhrif á samfélagið þar sem engin mótefni voru fáanleg og réðst veiran helst á fólk á miðjum aldri svo mörg börn misstu foreldra sína. Með iðnbyltingunni sem var enn í uppsveiflu fluttu sífellt fleiri foreldrar með börn sín af fjölmennum sveitabæjum yfir á mölina og atvinnuþátttaka beggja foreldra jókst. Það vakti upp vangaveltur um hvað ætti eiginlega að gera við börnin sem höfðu ekki lengur einhvern fullorðinn sér við hlið. Skóladagurinn var styttri, færri námsgreinar kenndar og almenn þekking á mismunandi styrkleikum barna var mjög takmörkuð auk þess sem rannsóknir á uppeldis- og kennsluháttum voru lítt þekktar. Það voru því eflaust ekki margir sem voru sérstaklega að einblína á réttindi barna í samfélaginu og víða jafnvel enn stuðst við tilskipunina um húsagann þar sem m.a. kom fram að hýða mætti börn í refsiskyni með vendi eða hendi. Á sama tíma í Bretlandi var barnaskólakennari að nafni Eglantyne Jebb að horfa upp á þær skelfilegu afleiðingar sem fyrri heimstyrjöldin hafði í för með sér fyrir þýsk og austurísk börn. Hún stofnaði í kjölfarið samtökin Save the Children og skrifaði fyrstu drög að því sem við þekkjum í dag sem barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem var lögfestur hér á landi árið 2013. Samþykkt var á Alþingi árið 2016 að 20. nóvember ár hvert yrði tileinkaður fræðslu um mannréttindi barna, en sá dagur er afmælisdagur Barnasáttmálans og Alþjóðadagur barna. Barnaheill – Save the Children á Íslandi sjá um framkvæmd dagsins í samstarfi við innanríkisráðuneytið og mennta- og menningamálaráðuneytið. Barnaheill senda reglulega bréf til allra skóla til að minna á þennan dag og hafa komið fram með ýmsar hugmyndir sem hægt er að nota í fræðslu um mannréttindi barna. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á að hvetja nemendur til að skrifa smásögur og/eða teikna myndir af upplifun sinni af Covid-19. Börn hafa ekki verið undanþegin því að hafa upplifað þá óvissu og röskun sem hefur fylgt þessari heilbrigðisógn sem hefur geisað um allan heim á þessu ári. Skólastjórnendur, kennarar og annað starfsfólk skóla og frístundastarfs hafa með starfi sínu í samvinnu við foreldra unnið mikið þrekvirki að sjá til þess að líf barnanna hefur náð að halda eins miklum stöðugleika og kostur er á. Hluti af því að efla þekkingu á réttindum barna er að hafa gott aðgengi að fræðsluefni um Barnasáttmálann. Í dag munu forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra opna nýjan vef um Barnasáttmálann á slóðinni barnasattmali.is. Um er að ræða samstarfsverkefni Barnaheilla, umboðsmanns barna og Unicef við Menntamálastofnun. Á vefnum er að finna fjölda verkefna sem börn geta leyst, fróðleikur um Barnasáttmálann á litríkan og skemmtilegan máta og er vefurinn einnig á ensku og pólsku auk þess sem allar greinar sáttmálans eru táknmálstúlkaðar. Þá er að finna ýmsar upplýsingar fyrir börn, foreldra og fagfólk á vefnum. Það er óhætt að fullyrða að hugað er vel að réttindum barna í íslensku samfélagi í dag en samt sem áður er mikilvægt fyrir okkur að standa vörð um þau réttindi sem hafa áunnist og vera vakandi yfir þeim áskorunum sem kunna að bíða barna og ungmenna síðar meir í síbreytilegu samfélagi. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun