Innlent

Draga úr tak­mörkun á skóla­starfi í tón­listar­skólum

Atli Ísleifsson skrifar
Reglugerðin hefur verið send Stjórnartíðindum. Hún tekur gildi við birtingu og gildir til og með 1. desember.
Reglugerðin hefur verið send Stjórnartíðindum. Hún tekur gildi við birtingu og gildir til og með 1. desember. Stjórnarráðið

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að draga úr takmörkun á skólastarfi í tónlistarskólum þannig að svigrúm til tónlistarkennslu verði aukið. 

Í tilkynningu á stjórnarráðsvefnum segir að tónlistarskólum verði heimilt að sinna einstaklingskennslu en halda skuli tveggja metra reglu milli starfsfólks og nemenda. 

„Hámarksfjöldi verður sambærilegur og í grunnskólum; 25 hjá eldri nemendunum, þ.e. í 8.–10. bekk en 50 hjá yngri nemendum. Tveggja metra reglan gildir um nemendur í 8.–10. bekk en ef víkja þarf frá henni skulu notaðar andlitsgrímur.

Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma í tónlistarskóla nema brýna nauðsyn beri til. Aðrir en starfsmenn sem koma í tónlistarskóla, svo sem vegna vöruflutninga, skulu bera andlitsgrímur.

Ráðstafanir skulu gerðar til að þrífa og sótthreinsa byggingar og búnað eftir hvern dag og milli einstaklinga og hópa í sama rými.

Reglugerðin hefur verið send Stjórnartíðindum. Hún tekur gildi við birtingu og gildir til og með 1. desember,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×