Maður í Berlín í haldi grunaður um morð og mannát Atli Ísleifsson skrifar 20. nóvember 2020 14:26 Beinin fundist í almenningsgarði í hverfinu Buch í norðurhluta Berlínar. AP Lögregla í Berlín í Þýskalandi hefur handtekið mann sem grunaður er um morð og mannát eftir að bein úr fórnarlambinu fundust í almenningsgarði í norðurhluta borgarinnar. BBC greinir frá því að tæknimenn lögreglu segi beinin vera líkamsleifar 44 ára karlmanns sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum. Leitarhundar lögreglu leiddu lögreglu að íbúð hins grunaða, en hann er sagður vera 41 árs stærðfræðikennari. Það voru vegfarendur sem voru á ferð í garðinum, sem er að finna í hverfinu Buch, sem bentu lögreglu á beinin þann 8. nóvember síðastliðinn. Talsmaður lögreglu segir í samtali við þýska blaðið BZ að ekkert kjöt hafi verið eftir á beinunum og að ýmislegt fleira bendi til þess að fórnarlambið, sem hefur gengið undir nafninu Stefan T í þýskum fjölmiðlum, hafi verið fórnarlamb mannætu. Hinn grunaði – kallaður Stefan R – hafði að sögn lögreglu sótt ákveðin spjallsvæði á netinu sem hafi styrkt grunsemdir lögreglu. Fórnarlambið var rafmagnsfræðingur og hafði yfirgefið íbúð sína skömmu fyrir miðnætti að kvöldi 5. september. Samleigjendur hans létu svo lýsa eftir honum skömmu síðar. Þýskir fjölmiðlar hafa líkt málinu við mál mannætunnar Armin Meiwes sen hlaut lífstíðardóm árið 2006. Hann hafði komist í kynni við fórnarlamb sitt á lokuðum spjallsvæðum fyrir fólk sem hefur áhuga á mannáti. Meiwes festi morðið á filmu og kom fram í ákæru að hinn 44 ára Meiwes hafði drepið 43 ára fórnarlamb sitt til að svala kynferðislegum löngunum sínum. Þýskaland Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Sjá meira
Lögregla í Berlín í Þýskalandi hefur handtekið mann sem grunaður er um morð og mannát eftir að bein úr fórnarlambinu fundust í almenningsgarði í norðurhluta borgarinnar. BBC greinir frá því að tæknimenn lögreglu segi beinin vera líkamsleifar 44 ára karlmanns sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum. Leitarhundar lögreglu leiddu lögreglu að íbúð hins grunaða, en hann er sagður vera 41 árs stærðfræðikennari. Það voru vegfarendur sem voru á ferð í garðinum, sem er að finna í hverfinu Buch, sem bentu lögreglu á beinin þann 8. nóvember síðastliðinn. Talsmaður lögreglu segir í samtali við þýska blaðið BZ að ekkert kjöt hafi verið eftir á beinunum og að ýmislegt fleira bendi til þess að fórnarlambið, sem hefur gengið undir nafninu Stefan T í þýskum fjölmiðlum, hafi verið fórnarlamb mannætu. Hinn grunaði – kallaður Stefan R – hafði að sögn lögreglu sótt ákveðin spjallsvæði á netinu sem hafi styrkt grunsemdir lögreglu. Fórnarlambið var rafmagnsfræðingur og hafði yfirgefið íbúð sína skömmu fyrir miðnætti að kvöldi 5. september. Samleigjendur hans létu svo lýsa eftir honum skömmu síðar. Þýskir fjölmiðlar hafa líkt málinu við mál mannætunnar Armin Meiwes sen hlaut lífstíðardóm árið 2006. Hann hafði komist í kynni við fórnarlamb sitt á lokuðum spjallsvæðum fyrir fólk sem hefur áhuga á mannáti. Meiwes festi morðið á filmu og kom fram í ákæru að hinn 44 ára Meiwes hafði drepið 43 ára fórnarlamb sitt til að svala kynferðislegum löngunum sínum.
Þýskaland Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Sjá meira