Flóttabörnin sem ekki fá að tala Andrés Ingi Jónsson skrifar 20. nóvember 2020 16:01 Á afmælisdegi barnasáttmálans er gott að skoða hvernig við stöndum okkur að fara eftir ólíkum þáttum hans. Þau ákvæði sem reynast stundum flóknust í framkvæmd snúast um rétt barna til að tjá sig um málefni sem hafa áhrif á líf þeirra – og skyldu hinna fullorðnu til að taka mark á því sem þau hafa að segja. Allt of oft dúkka upp dæmi þar sem réttur barna til að tjá sig er ekki virtur. Undanfarið hefur þetta verið sérstaklega áberandi í málefnum barna sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Ákvörðun stjórnvalda um að vísa börnum úr landi varðar verulega hagsmuni þeirra, þannig að eðlilegt er að spyrja hvort þau fái að tjá sig. Er verið að spyrja hvernig þau sjálf meti hagsmuni sína? Stutta og sorglega svarið er: Nei. Vissulega hefur það orðið sífellt algengara á undanförnum árum að tekin séu viðtöl við börn á flótta, en árið 2019 var staðan samt sú að Útlendingastofnun tók ekki viðtal við nema 23% þeirra barna sem tengdust umsóknum um alþjóðlega vernd. Jafnvel þó að við drögum línu við 6 ára aldurinn, þegar ætla má að barn geti myndað sér nokkuð skýra skoðun og tjáð hana, þá voru ekki tekin viðtöl nema við 41% á síðasta ári. Stjórnvöld taka viðtöl við minna en helming barnanna sem til okkar leita! Þessar tölur komu fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn minni um börn og umsóknir um alþjóðlega vernd. Þar birtist líka staðreynd sem ætti að valda áhyggjum hjá þeim sem vilja standa með réttindum barna: „Foreldrar þeirra barna sem eru í fylgd hafa þó forræði á því hvort viðtal við barn eða börn þeirra fari fram enda fara þau ein með forsjá barnsins eða barnanna“. Barnasáttmálinn er ekki valkvæður. Hann segir mjög skýrt að börn eigi rétt á því að tjá sig um málefni sem hafa áhrif á líf þeirra og það er ekki í boði fyrir foreldra að afsala börnum þessum rétti sínum. Meðan þessi glufa hefur ekki verið lagfærð, þá er staðan einfaldlega sú að Ísland sinnir ekki skyldu sinni gagnvart börnum á flótta. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Andrés Ingi Jónsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Á afmælisdegi barnasáttmálans er gott að skoða hvernig við stöndum okkur að fara eftir ólíkum þáttum hans. Þau ákvæði sem reynast stundum flóknust í framkvæmd snúast um rétt barna til að tjá sig um málefni sem hafa áhrif á líf þeirra – og skyldu hinna fullorðnu til að taka mark á því sem þau hafa að segja. Allt of oft dúkka upp dæmi þar sem réttur barna til að tjá sig er ekki virtur. Undanfarið hefur þetta verið sérstaklega áberandi í málefnum barna sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Ákvörðun stjórnvalda um að vísa börnum úr landi varðar verulega hagsmuni þeirra, þannig að eðlilegt er að spyrja hvort þau fái að tjá sig. Er verið að spyrja hvernig þau sjálf meti hagsmuni sína? Stutta og sorglega svarið er: Nei. Vissulega hefur það orðið sífellt algengara á undanförnum árum að tekin séu viðtöl við börn á flótta, en árið 2019 var staðan samt sú að Útlendingastofnun tók ekki viðtal við nema 23% þeirra barna sem tengdust umsóknum um alþjóðlega vernd. Jafnvel þó að við drögum línu við 6 ára aldurinn, þegar ætla má að barn geti myndað sér nokkuð skýra skoðun og tjáð hana, þá voru ekki tekin viðtöl nema við 41% á síðasta ári. Stjórnvöld taka viðtöl við minna en helming barnanna sem til okkar leita! Þessar tölur komu fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn minni um börn og umsóknir um alþjóðlega vernd. Þar birtist líka staðreynd sem ætti að valda áhyggjum hjá þeim sem vilja standa með réttindum barna: „Foreldrar þeirra barna sem eru í fylgd hafa þó forræði á því hvort viðtal við barn eða börn þeirra fari fram enda fara þau ein með forsjá barnsins eða barnanna“. Barnasáttmálinn er ekki valkvæður. Hann segir mjög skýrt að börn eigi rétt á því að tjá sig um málefni sem hafa áhrif á líf þeirra og það er ekki í boði fyrir foreldra að afsala börnum þessum rétti sínum. Meðan þessi glufa hefur ekki verið lagfærð, þá er staðan einfaldlega sú að Ísland sinnir ekki skyldu sinni gagnvart börnum á flótta. Höfundur er alþingismaður.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun