Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður líklega aflétt í janúar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2020 23:36 Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður líklega aflétt í janúar. EPA-EFE/STEPHEN BRASHEAR Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður aflétt í janúar. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum bundu í síðustu viku endi á 20 mánaða langt flugbann vélanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. Yfirmaður Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins, EASA, sagði í dag að stofnunin teldi vélarnar orðnar öruggar til flugs eftir að ráðist var í breytingar á hönnun vélarinnar. Tvær vélar af 737 Max gerð hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu árin 2018 og 2019 og dóu 346 í slysunum. Í kjölfarið vöknuðu upp spurningar um öryggi vélanna og voru þær settar í flugbann á meðan gerðar voru grundvallabreytingar á hönnun þeirra. EASA hefur þegar hafið undirbúning á tillögu um að enda flugbannið og verður tillagan gerð opinber í næstu viku. Þá tekur við mánaðarbið, þar sem hægt verður að gera athugasemdir við tillöguna. Þegar því ferli er lokið og búið er að vinna úr athugasemdunum verður tekin ákvörðun um hvort létta eigi flugbanninu og gert er ráð fyrir að sú ákvörðun verði gerð í janúar. Óljóst er hve langan tíma það mun taka fyrir flugvélarnar að komast aftur í notkun í Evrópu en flugmenn munu þurfa að fá þjálfun og flugfélög tíma til þess að uppfæra hugbúnað vélanna og tryggja að þær uppfylli staðla EASA. Áætlað er að notkun vélanna hefjist þann 29. desember í Bandaríkjunum en þá verða liðnar tæpar sex vikur frá því að eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum birtu tilskipun um að flugbanninu væri létt. Aðildarríki EASA eru öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins auk EFTA ríkjanna: Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss. Þá fellur Bretland einnig undir EASA en því mun ljúka 31. desember, þegar Bretland segir skilið við Evrópusambandið. Fréttin hefur verið uppfærð. Boeing Fréttir af flugi Evrópusambandið Tengdar fréttir Senda teymi til að sækja MAX-vélarnar úr eyðimörkinni Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur sent teymi flugvirkja í eyðimörkina við Victorville í Kaliforníu þar sem flugfélagið geymir 34 af Boeing 737 MAX-flugvélum sínum. 19. nóvember 2020 15:48 MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær. 19. nóvember 2020 07:33 Norwegian leitar til dómstóla til að bjarga félaginu frá gjaldþroti Flugfélagið Norwegian Air hefur leitað til dómstóla á Írlandi vegna mikilla skulda. Um er að ræða viðleitni til að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins á tímum kórónuveirufaraldursins. 18. nóvember 2020 16:53 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður aflétt í janúar. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum bundu í síðustu viku endi á 20 mánaða langt flugbann vélanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. Yfirmaður Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins, EASA, sagði í dag að stofnunin teldi vélarnar orðnar öruggar til flugs eftir að ráðist var í breytingar á hönnun vélarinnar. Tvær vélar af 737 Max gerð hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu árin 2018 og 2019 og dóu 346 í slysunum. Í kjölfarið vöknuðu upp spurningar um öryggi vélanna og voru þær settar í flugbann á meðan gerðar voru grundvallabreytingar á hönnun þeirra. EASA hefur þegar hafið undirbúning á tillögu um að enda flugbannið og verður tillagan gerð opinber í næstu viku. Þá tekur við mánaðarbið, þar sem hægt verður að gera athugasemdir við tillöguna. Þegar því ferli er lokið og búið er að vinna úr athugasemdunum verður tekin ákvörðun um hvort létta eigi flugbanninu og gert er ráð fyrir að sú ákvörðun verði gerð í janúar. Óljóst er hve langan tíma það mun taka fyrir flugvélarnar að komast aftur í notkun í Evrópu en flugmenn munu þurfa að fá þjálfun og flugfélög tíma til þess að uppfæra hugbúnað vélanna og tryggja að þær uppfylli staðla EASA. Áætlað er að notkun vélanna hefjist þann 29. desember í Bandaríkjunum en þá verða liðnar tæpar sex vikur frá því að eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum birtu tilskipun um að flugbanninu væri létt. Aðildarríki EASA eru öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins auk EFTA ríkjanna: Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss. Þá fellur Bretland einnig undir EASA en því mun ljúka 31. desember, þegar Bretland segir skilið við Evrópusambandið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Boeing Fréttir af flugi Evrópusambandið Tengdar fréttir Senda teymi til að sækja MAX-vélarnar úr eyðimörkinni Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur sent teymi flugvirkja í eyðimörkina við Victorville í Kaliforníu þar sem flugfélagið geymir 34 af Boeing 737 MAX-flugvélum sínum. 19. nóvember 2020 15:48 MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær. 19. nóvember 2020 07:33 Norwegian leitar til dómstóla til að bjarga félaginu frá gjaldþroti Flugfélagið Norwegian Air hefur leitað til dómstóla á Írlandi vegna mikilla skulda. Um er að ræða viðleitni til að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins á tímum kórónuveirufaraldursins. 18. nóvember 2020 16:53 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Senda teymi til að sækja MAX-vélarnar úr eyðimörkinni Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur sent teymi flugvirkja í eyðimörkina við Victorville í Kaliforníu þar sem flugfélagið geymir 34 af Boeing 737 MAX-flugvélum sínum. 19. nóvember 2020 15:48
MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær. 19. nóvember 2020 07:33
Norwegian leitar til dómstóla til að bjarga félaginu frá gjaldþroti Flugfélagið Norwegian Air hefur leitað til dómstóla á Írlandi vegna mikilla skulda. Um er að ræða viðleitni til að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins á tímum kórónuveirufaraldursins. 18. nóvember 2020 16:53