Biden tilkynnir ráðherraefni á þriðjudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 23:30 Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna. Getty/Joe Raedle Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna mun tilkynna fyrstu ráðherrana sem sitja munu í ríkisstjórn hans á þriðjudag. Þá hefur hann hafið undirbúning á lágstemmdri athöfn þegar hann verður settur í embætti vegna kórónuveirufaraldursins. Frá því að Biden var úrskurðaður sigurvegari kosninganna sem fram fóru 3. nóvember síðastliðinn hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti kært niðurstöður kosninganna í fjölda ríkja og hefur hann beitt kjörstjóra ríkja miklum þrýstingi til að reyna að koma í veg fyrir að þeir staðfesti lokafjölda atkvæða samkvæmt frétt Reuters. Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Trumps vegna forsetakosninganna þar í gær. Framboðið fór fram á aðra endurtalningu atkvæða í Georgíu þrátt fyrir að handtalning hafi þegar staðfest að Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hafi farið með sigur af hólmi þar. Hefur valið embættismenn í Hvíta húsið Ron Klain, maðurinn sem Biden hefur valið til að gegna embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins, hvatti Trump stjórnina, og þá sérstaklega alríkisstofnunina General Services Administration, til þess að formlega viðurkenna sigur Biden. Það er nauðsynlegt til þess að ný stjórn fái fjármagn og önnur nauðsynleg tæki til stjórnarskiptanna. Ron Klain, verðandi starfsmannastjóri Hvíta hússins.Getty/Chen Mengtong Biden mun taka við embætti forseta þann 20. janúar næstkomandi. Biden hefur tilkynnt að hann hafi þegar valið sér nokkra til að gegna embættum innan Hvíta hússins og verða nýir ráðherrar tilkynntir á þriðjudag. Klain neitaði í spjallþættinum This Week á sjónvarpsstöðinni ABC að upplýsa hverjir hefðu verið valdir eða hvaða embætti væri búið að velja í. Biden tilkynnti þó á fimmtudag að hann hafi þegar valið sér fjármálaráðherra. Þeir sem hafa verið á lista Bidens fyrir embættið eru Janet Yellen, fyrrverandi seðlabankastjóri, Lael Brainard, stjórnarmaður í stjórn Seðlabankans, Sarah Bloom Raskin, fyrrverandi stjórnarmaður í stjórn Seðlabankans, og Raphael Bostic, Seðlabankastjóri í Atlanta. Þá hafa einhverjir starfsmenn Bidens gefið það til kynna að hann gæti tilkynnt val sitt til utanríkisráðherra í þessari viku og hafa Susan Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðsráðgjafi, og Antony Blinken, sem hefur lengi unnið sem opinber starfsmaður í Bandaríkjunum, verið nefnd sem mögulegir kandídatar. Hefur ekki fengið að funda með yfirmönnum stofnanna Donald Trump hefur verið óviljugur til að viðurkenna sigur Biden og hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að tryggja að stjórnarskipti fari friðsamlega og vel fram. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og hafa gagnrýnendur bent á að það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðaröryggið og baráttuna gegn Covid-19. Klain sagði í viðtalinu við This Week að Biden hafi verið neitað um öryggismálafundi sem hann á að fá aðgang að í ferlinu áður en hann tekur við embætti. Þá hafi hann hvorki fengið að skoða upplýsingar um ráðherraefni í gagnagrunni Alríkislögreglunnar, né að funda með yfirmönnum stofnanna til að kynna fyrir þeim stefnu sína, þar á meðal stefnu hans í úthlutun Covid-19 bóluefnis. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50 Dómsmáli vísað frá í Pennsylvaníu en Trump vill aðra endurtalningu í Georgíu Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, vegna forsetakosninganna þar í gær. 22. nóvember 2020 08:11 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna mun tilkynna fyrstu ráðherrana sem sitja munu í ríkisstjórn hans á þriðjudag. Þá hefur hann hafið undirbúning á lágstemmdri athöfn þegar hann verður settur í embætti vegna kórónuveirufaraldursins. Frá því að Biden var úrskurðaður sigurvegari kosninganna sem fram fóru 3. nóvember síðastliðinn hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti kært niðurstöður kosninganna í fjölda ríkja og hefur hann beitt kjörstjóra ríkja miklum þrýstingi til að reyna að koma í veg fyrir að þeir staðfesti lokafjölda atkvæða samkvæmt frétt Reuters. Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Trumps vegna forsetakosninganna þar í gær. Framboðið fór fram á aðra endurtalningu atkvæða í Georgíu þrátt fyrir að handtalning hafi þegar staðfest að Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hafi farið með sigur af hólmi þar. Hefur valið embættismenn í Hvíta húsið Ron Klain, maðurinn sem Biden hefur valið til að gegna embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins, hvatti Trump stjórnina, og þá sérstaklega alríkisstofnunina General Services Administration, til þess að formlega viðurkenna sigur Biden. Það er nauðsynlegt til þess að ný stjórn fái fjármagn og önnur nauðsynleg tæki til stjórnarskiptanna. Ron Klain, verðandi starfsmannastjóri Hvíta hússins.Getty/Chen Mengtong Biden mun taka við embætti forseta þann 20. janúar næstkomandi. Biden hefur tilkynnt að hann hafi þegar valið sér nokkra til að gegna embættum innan Hvíta hússins og verða nýir ráðherrar tilkynntir á þriðjudag. Klain neitaði í spjallþættinum This Week á sjónvarpsstöðinni ABC að upplýsa hverjir hefðu verið valdir eða hvaða embætti væri búið að velja í. Biden tilkynnti þó á fimmtudag að hann hafi þegar valið sér fjármálaráðherra. Þeir sem hafa verið á lista Bidens fyrir embættið eru Janet Yellen, fyrrverandi seðlabankastjóri, Lael Brainard, stjórnarmaður í stjórn Seðlabankans, Sarah Bloom Raskin, fyrrverandi stjórnarmaður í stjórn Seðlabankans, og Raphael Bostic, Seðlabankastjóri í Atlanta. Þá hafa einhverjir starfsmenn Bidens gefið það til kynna að hann gæti tilkynnt val sitt til utanríkisráðherra í þessari viku og hafa Susan Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðsráðgjafi, og Antony Blinken, sem hefur lengi unnið sem opinber starfsmaður í Bandaríkjunum, verið nefnd sem mögulegir kandídatar. Hefur ekki fengið að funda með yfirmönnum stofnanna Donald Trump hefur verið óviljugur til að viðurkenna sigur Biden og hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að tryggja að stjórnarskipti fari friðsamlega og vel fram. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og hafa gagnrýnendur bent á að það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðaröryggið og baráttuna gegn Covid-19. Klain sagði í viðtalinu við This Week að Biden hafi verið neitað um öryggismálafundi sem hann á að fá aðgang að í ferlinu áður en hann tekur við embætti. Þá hafi hann hvorki fengið að skoða upplýsingar um ráðherraefni í gagnagrunni Alríkislögreglunnar, né að funda með yfirmönnum stofnanna til að kynna fyrir þeim stefnu sína, þar á meðal stefnu hans í úthlutun Covid-19 bóluefnis.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50 Dómsmáli vísað frá í Pennsylvaníu en Trump vill aðra endurtalningu í Georgíu Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, vegna forsetakosninganna þar í gær. 22. nóvember 2020 08:11 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00
Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50
Dómsmáli vísað frá í Pennsylvaníu en Trump vill aðra endurtalningu í Georgíu Alríkisdómari í Pennsylvaníu vísaði frá málsókn framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, vegna forsetakosninganna þar í gær. 22. nóvember 2020 08:11