Kári varar við væntanlegum tilslökunum Víðis og Þórólfs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2020 22:47 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er hugsi yfir yfirvofandi afléttingum. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir ekki langt í að hægt verði að fara í frekari afléttingar á aðgerðum hér á landi. Núverandi aðgerðir gilda til 1. desember. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill ekki sjá neinar breytingar hér á landi fyrir jólin. Tíu manna samkomubann er í landinu. Fjölmargir grunnskólar ná ekki að halda úti fullri starfsemi sökum fjarlægðartakmarkana og hólfum í skólum. Íþróttastarfsemi fullorðinna liggur niðri, sundlaugar eru lokaðar og líkamsræktarstöðvar sömuleiðis. Staðan hvað skást á Íslandi Ísland er með fæst kórónuveirusmit á hverja 100.000 íbúa af öllum þeim ríkjum sem evrópska sóttvarnastofnunin (EDC) heldur úti tölfræði um. Fyrir hverja hundrað þúsund íbúa eru kórónuveirusmit síðustu tveggja vikna alls 57,7 hér á landi. Fyrir vikið velta margir fyrir sér hvenær hægt verði að létta á aðgerðum hér á landi. Víðir, Þórólfur og Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi í fyrstu bylgju faraldursins. Kári Stefánsson var gestur á einum slíkum.Vísir/Vilhelm „Ef að þróunin heldur svona áfram þá held ég að við getum verið að horfa fram á einhverjar tilslakanir núna í byrjun desember, hins vegar ef við förum að fá eitthvað bakslag þá held ég að það muni taka lengri tíma,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu í gær. Vonandi hægt að rýmka Hann leggur þó mikla áherslu á að fólk hugi áfram að sóttvörnum og forðist hópamyndanir á borð við veislur og stór boð um aðventuna. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn talaði á svipuðum nótum í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. „Það eru hugmyndir um að slaka á einhverju. Vonandi ef þetta heldur svona áfram verður hægt að rýmka ýmislegt sem gerir það að verkum að við getum haldið jólin í skárra formi en við héldum fyrir tveimur vikum síðan,“ sagði Víðir. Víðir Reynisson vonar að meira rými verði fyrir fólk að gleðjast saman um jólin en þessar síðustu helgar.Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar minnir á að ekki sé langt síðan nýgengi hér á landi var hið sama og í Bandaríkjunum og ástandið mun alvarlegra. Vill ekki fara í afléttingar Í samtali við Mbl.is segir Kári eðlilegt að fólk verði pirrað, til dæmis þegar fleiri huga að jólainnkaupum og raðirnar lengist. „Ég tel hins vegar að við eigum að halda þessu svona eins og þetta er núna í nokkrar vikur enn. Þá verður afhending bóluefnis vonandi í augsýn og ekki eins mikil áhætta að fara í afléttingar.“ Andres Magnússon hjá samtökum verslunar og þjónustu hefur áhyggjur af næstu vikum hvað verslun varðar.Vísir/Baldur Hrafnkell Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, lýsir yfir áhyggjum af löngum biðröðum í verslunum handan við hornið. Eða því að fólk einfaldlega vilji ekki bíða í biðröðum. Að óbreyttu stefni í óefni í desember „Það er þó einmitt það sem við höfum helst áhyggjur af í sambandi við þessar komandi vikur - þetta er náttúrulega langmikilvægasti tíminn hjá langflestum verslunarfyrirtækjum - að ef sóttvarnayfirvöld slaka ekki á þessum fjöldatakmörkunum sem eru við lýði núna, þá hika ég ekki við að segja að það stefnir í óefni í desember,“ segir Andrés. Þó nefnir hann að stórir alþjóðlegir kaupdagar – dagur einhleypra, svartur föstudagur og rafrænn mánudagur – séu allir í nóvember sem þýði að sífellt stærri hluti jólaverslunarinnar hefjist fyrr. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir ekki langt í að hægt verði að fara í frekari afléttingar á aðgerðum hér á landi. Núverandi aðgerðir gilda til 1. desember. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill ekki sjá neinar breytingar hér á landi fyrir jólin. Tíu manna samkomubann er í landinu. Fjölmargir grunnskólar ná ekki að halda úti fullri starfsemi sökum fjarlægðartakmarkana og hólfum í skólum. Íþróttastarfsemi fullorðinna liggur niðri, sundlaugar eru lokaðar og líkamsræktarstöðvar sömuleiðis. Staðan hvað skást á Íslandi Ísland er með fæst kórónuveirusmit á hverja 100.000 íbúa af öllum þeim ríkjum sem evrópska sóttvarnastofnunin (EDC) heldur úti tölfræði um. Fyrir hverja hundrað þúsund íbúa eru kórónuveirusmit síðustu tveggja vikna alls 57,7 hér á landi. Fyrir vikið velta margir fyrir sér hvenær hægt verði að létta á aðgerðum hér á landi. Víðir, Þórólfur og Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi í fyrstu bylgju faraldursins. Kári Stefánsson var gestur á einum slíkum.Vísir/Vilhelm „Ef að þróunin heldur svona áfram þá held ég að við getum verið að horfa fram á einhverjar tilslakanir núna í byrjun desember, hins vegar ef við förum að fá eitthvað bakslag þá held ég að það muni taka lengri tíma,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu í gær. Vonandi hægt að rýmka Hann leggur þó mikla áherslu á að fólk hugi áfram að sóttvörnum og forðist hópamyndanir á borð við veislur og stór boð um aðventuna. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn talaði á svipuðum nótum í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. „Það eru hugmyndir um að slaka á einhverju. Vonandi ef þetta heldur svona áfram verður hægt að rýmka ýmislegt sem gerir það að verkum að við getum haldið jólin í skárra formi en við héldum fyrir tveimur vikum síðan,“ sagði Víðir. Víðir Reynisson vonar að meira rými verði fyrir fólk að gleðjast saman um jólin en þessar síðustu helgar.Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar minnir á að ekki sé langt síðan nýgengi hér á landi var hið sama og í Bandaríkjunum og ástandið mun alvarlegra. Vill ekki fara í afléttingar Í samtali við Mbl.is segir Kári eðlilegt að fólk verði pirrað, til dæmis þegar fleiri huga að jólainnkaupum og raðirnar lengist. „Ég tel hins vegar að við eigum að halda þessu svona eins og þetta er núna í nokkrar vikur enn. Þá verður afhending bóluefnis vonandi í augsýn og ekki eins mikil áhætta að fara í afléttingar.“ Andres Magnússon hjá samtökum verslunar og þjónustu hefur áhyggjur af næstu vikum hvað verslun varðar.Vísir/Baldur Hrafnkell Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, lýsir yfir áhyggjum af löngum biðröðum í verslunum handan við hornið. Eða því að fólk einfaldlega vilji ekki bíða í biðröðum. Að óbreyttu stefni í óefni í desember „Það er þó einmitt það sem við höfum helst áhyggjur af í sambandi við þessar komandi vikur - þetta er náttúrulega langmikilvægasti tíminn hjá langflestum verslunarfyrirtækjum - að ef sóttvarnayfirvöld slaka ekki á þessum fjöldatakmörkunum sem eru við lýði núna, þá hika ég ekki við að segja að það stefnir í óefni í desember,“ segir Andrés. Þó nefnir hann að stórir alþjóðlegir kaupdagar – dagur einhleypra, svartur föstudagur og rafrænn mánudagur – séu allir í nóvember sem þýði að sífellt stærri hluti jólaverslunarinnar hefjist fyrr.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira