Ísland styður verkefni UNESCO um frjálsa fjölmiðlun í þróunarríkjum Heimsljós 23. nóvember 2020 10:43 UNMISS/ Georgio Livio Ísland hefur gerst aðili að alþjóðaverkefni Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, um frjálsa fjölmiðlun í þróunarríkjum, IPDC (e. International Programme for the Development of Communication). Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra segir að um mikilvægt framlag sé að ræða sem nýtist í baráttunni við kórónuveiruna. Samningur um fjögurra ára framlag Íslands til verkefnisins var undirritaður í París í síðustu viku, en framlag þessa árs nýtist í stuðning við fjölmiðlauppbyggingu í Afríku sem viðbragð við kórónuveirufaraldrinum. Unnur Orradóttir-Ramette, sendiherra Íslands í París, undirritaði samninginn ásamt Jean-Yves Le Saux, framkvæmdastjóra skrifstofu stefnumótunar hjá UNESCO. Jean-Yves Le Saux og Unnur Orradóttir-Ramette, sendiherra Íslands í París „Stuðningur Íslands við þetta mikilvæga verkefni um frjálsa fjölmiðlun í þróunarríkjum kemur á tíma þegar fjölmiðlar víða um heim eiga undir högg að sækja. Framlagið samræmist vel áherslum Íslands á sviði mannréttinda og er liður í viðbrögðum Íslands við kórónuveirufaraldrinum í þróunarríkjum," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, í tilefni undirritunarinnar. „Með öflugum fjölmiðlum er hægt að koma mikilvægum upplýsingum um einstaklingsbundnar sóttvarnir á framfæri og veita aðgang að fréttum og áreiðanlegum upplýsingum um þróun faraldursins. Slíkar aðgerðir eru mikilvægar til að hamla útbreiðslu veirunnar á viðkvæmum svæðum.“ Stuðningurinn er í samræmi við markmið þróunarsamvinnustefnu um uppbyggingu félagslegra innviða og sterkari innviði samfélaga. IPDC veitir fjölmiðlaverkefnum í þróunarríkjum stuðning, vinnur að fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði, hjálpar til við uppbyggingu staðbundinna útvarps- og sjónvarpsstöðva, ásamt því að styðja við nútímavæðingu fjölmiðla. Fjörutíu ár eru frá því að verkefnið var sett á laggirnar og hefur IPDC nú unnið að yfir tvö þúsund verkefnum í 140 þróunarríkjum. Það er jafnframt eini fjölþjóðlegi vettvangurinn innan Sameinuðu þjóðanna þar sem stutt er við uppbyggingu fjölmiðla í þróunarríkjum. Sem sérstofnun Sameinuðu þjóðanna er það meðal verkefna UNESCO að efla alþjóðlega samvinnu á sviði fjölmiðlafrelsis. Íslensk stjórnvöld styðja nú þegar við verkefni stofnunarinnar sem stuðlar að því að tryggja öryggi blaðamanna, í samræmi við rammasamning við stofnunina sem undirritaður var á síðasta ári. Þá er Ísland aðili að Fjölmiðlafrelsisbandalaginu (Media Freedom Coalition), samtökum 37 ríkja sem hafa að markmiði að auka fjölmiðlafrelsi um allan heim. Ráðherrafundur þess var haldinn fyrr í vikunni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Fjölmiðlar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent
Ísland hefur gerst aðili að alþjóðaverkefni Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, um frjálsa fjölmiðlun í þróunarríkjum, IPDC (e. International Programme for the Development of Communication). Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra segir að um mikilvægt framlag sé að ræða sem nýtist í baráttunni við kórónuveiruna. Samningur um fjögurra ára framlag Íslands til verkefnisins var undirritaður í París í síðustu viku, en framlag þessa árs nýtist í stuðning við fjölmiðlauppbyggingu í Afríku sem viðbragð við kórónuveirufaraldrinum. Unnur Orradóttir-Ramette, sendiherra Íslands í París, undirritaði samninginn ásamt Jean-Yves Le Saux, framkvæmdastjóra skrifstofu stefnumótunar hjá UNESCO. Jean-Yves Le Saux og Unnur Orradóttir-Ramette, sendiherra Íslands í París „Stuðningur Íslands við þetta mikilvæga verkefni um frjálsa fjölmiðlun í þróunarríkjum kemur á tíma þegar fjölmiðlar víða um heim eiga undir högg að sækja. Framlagið samræmist vel áherslum Íslands á sviði mannréttinda og er liður í viðbrögðum Íslands við kórónuveirufaraldrinum í þróunarríkjum," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, í tilefni undirritunarinnar. „Með öflugum fjölmiðlum er hægt að koma mikilvægum upplýsingum um einstaklingsbundnar sóttvarnir á framfæri og veita aðgang að fréttum og áreiðanlegum upplýsingum um þróun faraldursins. Slíkar aðgerðir eru mikilvægar til að hamla útbreiðslu veirunnar á viðkvæmum svæðum.“ Stuðningurinn er í samræmi við markmið þróunarsamvinnustefnu um uppbyggingu félagslegra innviða og sterkari innviði samfélaga. IPDC veitir fjölmiðlaverkefnum í þróunarríkjum stuðning, vinnur að fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði, hjálpar til við uppbyggingu staðbundinna útvarps- og sjónvarpsstöðva, ásamt því að styðja við nútímavæðingu fjölmiðla. Fjörutíu ár eru frá því að verkefnið var sett á laggirnar og hefur IPDC nú unnið að yfir tvö þúsund verkefnum í 140 þróunarríkjum. Það er jafnframt eini fjölþjóðlegi vettvangurinn innan Sameinuðu þjóðanna þar sem stutt er við uppbyggingu fjölmiðla í þróunarríkjum. Sem sérstofnun Sameinuðu þjóðanna er það meðal verkefna UNESCO að efla alþjóðlega samvinnu á sviði fjölmiðlafrelsis. Íslensk stjórnvöld styðja nú þegar við verkefni stofnunarinnar sem stuðlar að því að tryggja öryggi blaðamanna, í samræmi við rammasamning við stofnunina sem undirritaður var á síðasta ári. Þá er Ísland aðili að Fjölmiðlafrelsisbandalaginu (Media Freedom Coalition), samtökum 37 ríkja sem hafa að markmiði að auka fjölmiðlafrelsi um allan heim. Ráðherrafundur þess var haldinn fyrr í vikunni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Fjölmiðlar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent