Lífið

Innlit á heimili Elfman og Fonda sem er komið á sölu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hjónin á frumsýningu Inglorious Basterds í Los Angeles á sínum tíma. 
Hjónin á frumsýningu Inglorious Basterds í Los Angeles á sínum tíma.  Vísir/getty/Frank Trapper

Á YouTube-rásinni Architectural Digest má reglulega finna myndbönd þar sem þekkt fólk leyfir áhorfendum að kíkja í heimsókn og sjá heimili þeirra.

Á dögunum fengu hjónin Danny Elfman og Bridget Fonda útsendara AD í heimsókn og fengu áhorfendur í kjölfarið að sjá inn á heimili þeirra í Los Angeles.

Elfman er þekktur tónlistarmaður í Bandaríkjunum og víðar og hefur meðal annars samið tónlist fyrir yfir hundrað kvikmyndir en hann er 67 ára. Árið 2003 giftu þau Elfman og leikkonan Bridget Fonda sig og búa þau saman í þessu fallega húsi.

Húsið er nú til sölu á 14,6 milljónir dollara eða því sem samsvarar tæplega tvo milljarða íslenskra króna. Hjónin hafa sett um fjögur hundruð milljónir í að endurgera húsið. Áður fyrr var húsið í raun skipt upp í tvær íbúðir en í dag er um ræða glæsilegt einbýli.

Hér að neðan má sjá inn á heimili Elfman og Fonda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.