Vinna við valdaskiptin fær formlega grænt ljós Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2020 00:06 Joe Biden er væntanlega ánægður með að valdaskiptin geti hafist. Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum getur nú formlega hafist eftir að forsvarsmaður GSA, alríkisstofnunar sem heldur utan um framkvæmd valdaskipta í Bandaríkjunum skrifaði undir bréf þess efnis. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, viðurkennir enn ekki ósigur en hefur fyrirskipað starfsliði sínu og embættismönnum að aðstoða við valdaskiptin. CNN greinir frá og birtir bréf frá Emily Murphy, forsvarsmanni stofnunarinnar, til Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Yfirleitt er undirskrift bréfsins sem heimilar það að starfsmenn hins verðandi forseta geti hafið vinnu við valdaskiptin formsatriði, en Murphy hafði hingað til neitað að skrifa undir bréfið. #Breaking: GSA’s Emily Murphy signs off and says the transition can begin, per @KristenhCNN pic.twitter.com/S6YKKQBrQR— Manu Raju (@mkraju) November 23, 2020 Þetta þýðir að embættismenn og starfsmenn stofnana Bandaríkjanna geta nú tekið við starfsmönnum valdaskiptateymis Bidens til þess að undirbúa valdaskiptin, auk þess sem að teymi Bidens fær fjármagn frá ríkinu til þess að vinna vinnu sínu. Fregnir af því að Murphy hafði skrifað undir bréfið bárust skömmu eftir að kjörstjórn í Michigan-ríki Bandaríkjanna gaf það endanlega út að Biden hafði haft sigur í ríkinu, sem minnkar enn þær litlu vonir sem Trump forseti hefur um að hægt verði að snúa við úrslitum kosninganna. Trump hefur hingað til neitað að viðurkenna ósigur í kosningunum. Í tveimur tístum í kvöld hrósar Trump Murphy fyrir að hafa skrifað undir umrætt bréf og segist hann hafa fyrirskipað starfsmönnum stofnunar hennar, sem og eigin starfsliði, að gera það sem þarf til þess að undirbúa samskipti við valdaskiptateymi Bidens. Hann virðist þó enn hafa trú á því að hann muni hafa betur í forsetakosningunum, þegar uppi er staðið, þrátt fyrir að litlar sem engar líkur séu á því að málsóknir hans muni gera það að verkum að úrslitunum verði snúið við. ...fight, and I believe we will prevail! Nevertheless, in the best interest of our Country, I am recommending that Emily and her team do what needs to be done with regard to initial protocols, and have told my team to do the same.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 23, 2020 I want to thank Emily Murphy at GSA for her steadfast dedication and loyalty to our Country. She has been harassed, threatened, and abused – and I do not want to see this happen to her, her family, or employees of GSA. Our case STRONGLY continues, we will keep up the good...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 23, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Staðfesta sigur Bidens í Michigan Kjörstjórn Michigan-ríkis í Bandaríkjunum hefur nú staðfest sigur demókratans Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. 23. nóvember 2020 22:38 Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn. 23. nóvember 2020 21:49 Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum getur nú formlega hafist eftir að forsvarsmaður GSA, alríkisstofnunar sem heldur utan um framkvæmd valdaskipta í Bandaríkjunum skrifaði undir bréf þess efnis. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, viðurkennir enn ekki ósigur en hefur fyrirskipað starfsliði sínu og embættismönnum að aðstoða við valdaskiptin. CNN greinir frá og birtir bréf frá Emily Murphy, forsvarsmanni stofnunarinnar, til Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Yfirleitt er undirskrift bréfsins sem heimilar það að starfsmenn hins verðandi forseta geti hafið vinnu við valdaskiptin formsatriði, en Murphy hafði hingað til neitað að skrifa undir bréfið. #Breaking: GSA’s Emily Murphy signs off and says the transition can begin, per @KristenhCNN pic.twitter.com/S6YKKQBrQR— Manu Raju (@mkraju) November 23, 2020 Þetta þýðir að embættismenn og starfsmenn stofnana Bandaríkjanna geta nú tekið við starfsmönnum valdaskiptateymis Bidens til þess að undirbúa valdaskiptin, auk þess sem að teymi Bidens fær fjármagn frá ríkinu til þess að vinna vinnu sínu. Fregnir af því að Murphy hafði skrifað undir bréfið bárust skömmu eftir að kjörstjórn í Michigan-ríki Bandaríkjanna gaf það endanlega út að Biden hafði haft sigur í ríkinu, sem minnkar enn þær litlu vonir sem Trump forseti hefur um að hægt verði að snúa við úrslitum kosninganna. Trump hefur hingað til neitað að viðurkenna ósigur í kosningunum. Í tveimur tístum í kvöld hrósar Trump Murphy fyrir að hafa skrifað undir umrætt bréf og segist hann hafa fyrirskipað starfsmönnum stofnunar hennar, sem og eigin starfsliði, að gera það sem þarf til þess að undirbúa samskipti við valdaskiptateymi Bidens. Hann virðist þó enn hafa trú á því að hann muni hafa betur í forsetakosningunum, þegar uppi er staðið, þrátt fyrir að litlar sem engar líkur séu á því að málsóknir hans muni gera það að verkum að úrslitunum verði snúið við. ...fight, and I believe we will prevail! Nevertheless, in the best interest of our Country, I am recommending that Emily and her team do what needs to be done with regard to initial protocols, and have told my team to do the same.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 23, 2020 I want to thank Emily Murphy at GSA for her steadfast dedication and loyalty to our Country. She has been harassed, threatened, and abused – and I do not want to see this happen to her, her family, or employees of GSA. Our case STRONGLY continues, we will keep up the good...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 23, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Staðfesta sigur Bidens í Michigan Kjörstjórn Michigan-ríkis í Bandaríkjunum hefur nú staðfest sigur demókratans Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. 23. nóvember 2020 22:38 Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn. 23. nóvember 2020 21:49 Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Staðfesta sigur Bidens í Michigan Kjörstjórn Michigan-ríkis í Bandaríkjunum hefur nú staðfest sigur demókratans Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. 23. nóvember 2020 22:38
Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn. 23. nóvember 2020 21:49
Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47
Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50