Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar er látinn Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2020 07:51 David Dinkins var borgarstjóri New York á árunum 1990 til 1993. Getty David Dinkins, fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, er látinn, 93 ára að aldri. Dinkins var fyrsti og til þessa eini svarti maðurinn til að hafa gegnt embættinu. Dinkins var sonur rakara í New York og nam lögfræði við Howard-háskólann og Brooklyn lögfræðiskólann. Hann átti svo síðar eftir að gegna embætti borgarstjóra New York á árunum 1990 til 1993. Rudy Giuliani, sem tók við borgarstjóraembættinu af Dinkins árið 1993, minnist Dinkins á Twitter þar sem hann hafi þjónað borginni vel og að hann hafi verið virtur af öllum. I extend my deepest condolences to the family of Mayor David Dinkins, and to the many New Yorkers who loved and supported him.He gave a great deal of his life in service to our great City.That service is respected and honored by all.— Rudy W. Giuliani (@RudyGiuliani) November 24, 2020 Dinkins ólst upp í New Jersey en fluttist ungur til Harlem þar sem hann hóf pólitískan feril sinn. BBC segir að þegar hann tók við embætti og í stjórnartíð hans hafi New York glímt við fjölda vandamála, svo sem háa morð- og glæpatíðni, spennu í samskiptum kynþátta og hátt hlutfall heimilislausra og atvinnuleysis. Í stjórnartíð sinni hafi Dinkins unnið að uppbyggingu á Times-torgi, auk þess að miklum fjárhæðum var varið í að byggja upp húsnæði í fátækari hverfum borgarinnar, líkt og Harlem og Bronx. Hann sætti þó einnig talsverðri gagnrýni þar sem margir sökuðu hann um aðgerðaleysi og veika stjórn borgarinnar. Beindist mikil gagnrýni að Dinkins sökum þess hvernig hann tók á óeirðum milli svartra og gyðinga í hverfinu Crown Heights árið 1991 sem blossuðu upp eftir að ungur, svartur drengur dó eftir að hafa orðið fyrir bíl í bílalest rabbína. Andlát Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
David Dinkins, fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, er látinn, 93 ára að aldri. Dinkins var fyrsti og til þessa eini svarti maðurinn til að hafa gegnt embættinu. Dinkins var sonur rakara í New York og nam lögfræði við Howard-háskólann og Brooklyn lögfræðiskólann. Hann átti svo síðar eftir að gegna embætti borgarstjóra New York á árunum 1990 til 1993. Rudy Giuliani, sem tók við borgarstjóraembættinu af Dinkins árið 1993, minnist Dinkins á Twitter þar sem hann hafi þjónað borginni vel og að hann hafi verið virtur af öllum. I extend my deepest condolences to the family of Mayor David Dinkins, and to the many New Yorkers who loved and supported him.He gave a great deal of his life in service to our great City.That service is respected and honored by all.— Rudy W. Giuliani (@RudyGiuliani) November 24, 2020 Dinkins ólst upp í New Jersey en fluttist ungur til Harlem þar sem hann hóf pólitískan feril sinn. BBC segir að þegar hann tók við embætti og í stjórnartíð hans hafi New York glímt við fjölda vandamála, svo sem háa morð- og glæpatíðni, spennu í samskiptum kynþátta og hátt hlutfall heimilislausra og atvinnuleysis. Í stjórnartíð sinni hafi Dinkins unnið að uppbyggingu á Times-torgi, auk þess að miklum fjárhæðum var varið í að byggja upp húsnæði í fátækari hverfum borgarinnar, líkt og Harlem og Bronx. Hann sætti þó einnig talsverðri gagnrýni þar sem margir sökuðu hann um aðgerðaleysi og veika stjórn borgarinnar. Beindist mikil gagnrýni að Dinkins sökum þess hvernig hann tók á óeirðum milli svartra og gyðinga í hverfinu Crown Heights árið 1991 sem blossuðu upp eftir að ungur, svartur drengur dó eftir að hafa orðið fyrir bíl í bílalest rabbína.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira