„Mjög stórt og erfitt skref“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. nóvember 2020 10:30 Elín stofnaði fyrirtæki sitt Búum vel í ágúst. Hvað gerir kona þegar hún stendur frammi fyrir því sextug, að vera án atvinnu, eiga nóga orku, langa alls ekki að hætta að vinna en vera mögulega ekki fyrsti kostur þegar atvinnurekandi leitar að nýju fólki. Sindri Sindrason ræddi við Elínu Sigrúnu Jónsdóttur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hún var í þessum sporum fyrr á árinu og tók málin í eigin hendur. Hennar saga ætti að vekja von og innblástur fyrir aðra. Á sínum tíma byrjaði Elín í viðskiptafræðinni í háskóla og færði sig síðar yfir í lögfræðina. Þegar náminu í lögfræði var lokið fékk hún starf hjá Eignamiðlun hjá Sverri Kristinssyni fasteignasala og þar var hennar fyrsta verk að leysa allan ágreining sem kemur upp frá því að fólk kaupir þangað til að kemur að afsali. „Það átti ekkert mál frá okkur að fara til dómstóla. Ég tók þessu mjög alvarlega og ég fékk mjög öflugan lærdóm, þessi fyrstu ár mín. Á þeim tíma gengu fasteignakaupin þannig að fólk var að borga í heilt ár og búið að búa í níu mánuði í húsinu. Þá komu oft upp allskonar gallar til að fá smá afslátt. Þetta var frumraunin mín að leysa þessi mál og það tókst,“ segir Elín en þar leið Elínu mjög vel og fannst verkefnin krefjandi og skemmtileg en hún vildi þó meira. Hún vann um tíma hjá Lögmönnum Höfðabakka, var lögmaður Byko og leiddi svo verkefni Félagsmálaráðuneytisins um ráðgjafastofu heimilanna. Þá var hún framkvæmdarstjóri dómstólaráðs í tíu ár og síðustu sex árin var hún framkvæmdarstjóri útfarastofu kirkjugarðanna. „Síðan gekk ég í gegnum það í lok janúar að læknirinn sagði við mig að ég ætti ekki að vera mikið lengur inni í þessu húsnæði og hvatti mig eindregið til þess að hætta og það var mjög stórt og erfitt skref. Þetta var starfið sem ég virkilega fann mig vel í,“ segir Elín sem varð að hætta í starfinu vegna myglu í húsnæðinu. Hún var orðin mjög lasin og gat varla gengið hring í kringum húsið sitt án þess að vera alveg búin á því. Næstu fimm mánuðir fóru í það að byggja sig upp og ná heilsunni á ný. Þetta ætla ég ekki að gera „Ég man það næstum því upp á dag, 1. júlí þá hugsaði ég, nú bara loksins kannast ég við þessa konu. Þá fór ég að hugsa hvað ég ætlaði að gera. Á þessum tíma var ég búin að sækja um einhver tvö, þrjú störf sem ég fann að mig langaði ekkert í. Á þessum degi 1. júlí þá las ég svo merkilega grein sem jafnaldri minn skrifaði að hann væri búinn að vera atvinnulaus í 360 daga og sækja um 170 störf og hafnað 170 sinnum. Ég hugsaði með mér, nei þetta ætla ég ekki að gera. Ég setti bara á mig bakpokann og ákvað að ganga héðan úr Skerjafirðinum upp í Sundhöll og spyrja mig svona markþjálfunarlegra spurninga. Hvað get ég? Hvað kann ég? Hvar liggja hæfileikarnir og hver er ástríðan? Ég vissi þarna ekki neitt, vissi bara að ég óttaðist að fara inn á einhverja vinnustaði þar sem væri myglað húsnæði, það var mikill þröskuldur. Þegar ég var komin á göngubrautina við Hringbrautina kom svarið,“ segir Elín sem ákvað þá að stofna sitt eigið fyrirtæki, nýta sína reynslu og aðstoða eldra fólk við að selja eignir sínar og kaupa nýjar. Elín segir að fólk á ákveðnum aldri sé mögulega óöruggari í fasteignaviðskiptum en þeir sem yngri eru. „Fólk þarf ekkert að borga neitt extra gjald fyrir þjónustuna mína heldur sjá fasteignasalarnir þörfina og sjá það að þessi hópur, fólk sem er farið að eldast að það þarf aukna þjónustu,“ segir Elín en Eignamiðlun og Torg í Garðabæ hafa samið við Elínu en fyrirtæki hennar heitir í dag Búum vel. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Hús og heimili Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Hvað gerir kona þegar hún stendur frammi fyrir því sextug, að vera án atvinnu, eiga nóga orku, langa alls ekki að hætta að vinna en vera mögulega ekki fyrsti kostur þegar atvinnurekandi leitar að nýju fólki. Sindri Sindrason ræddi við Elínu Sigrúnu Jónsdóttur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hún var í þessum sporum fyrr á árinu og tók málin í eigin hendur. Hennar saga ætti að vekja von og innblástur fyrir aðra. Á sínum tíma byrjaði Elín í viðskiptafræðinni í háskóla og færði sig síðar yfir í lögfræðina. Þegar náminu í lögfræði var lokið fékk hún starf hjá Eignamiðlun hjá Sverri Kristinssyni fasteignasala og þar var hennar fyrsta verk að leysa allan ágreining sem kemur upp frá því að fólk kaupir þangað til að kemur að afsali. „Það átti ekkert mál frá okkur að fara til dómstóla. Ég tók þessu mjög alvarlega og ég fékk mjög öflugan lærdóm, þessi fyrstu ár mín. Á þeim tíma gengu fasteignakaupin þannig að fólk var að borga í heilt ár og búið að búa í níu mánuði í húsinu. Þá komu oft upp allskonar gallar til að fá smá afslátt. Þetta var frumraunin mín að leysa þessi mál og það tókst,“ segir Elín en þar leið Elínu mjög vel og fannst verkefnin krefjandi og skemmtileg en hún vildi þó meira. Hún vann um tíma hjá Lögmönnum Höfðabakka, var lögmaður Byko og leiddi svo verkefni Félagsmálaráðuneytisins um ráðgjafastofu heimilanna. Þá var hún framkvæmdarstjóri dómstólaráðs í tíu ár og síðustu sex árin var hún framkvæmdarstjóri útfarastofu kirkjugarðanna. „Síðan gekk ég í gegnum það í lok janúar að læknirinn sagði við mig að ég ætti ekki að vera mikið lengur inni í þessu húsnæði og hvatti mig eindregið til þess að hætta og það var mjög stórt og erfitt skref. Þetta var starfið sem ég virkilega fann mig vel í,“ segir Elín sem varð að hætta í starfinu vegna myglu í húsnæðinu. Hún var orðin mjög lasin og gat varla gengið hring í kringum húsið sitt án þess að vera alveg búin á því. Næstu fimm mánuðir fóru í það að byggja sig upp og ná heilsunni á ný. Þetta ætla ég ekki að gera „Ég man það næstum því upp á dag, 1. júlí þá hugsaði ég, nú bara loksins kannast ég við þessa konu. Þá fór ég að hugsa hvað ég ætlaði að gera. Á þessum tíma var ég búin að sækja um einhver tvö, þrjú störf sem ég fann að mig langaði ekkert í. Á þessum degi 1. júlí þá las ég svo merkilega grein sem jafnaldri minn skrifaði að hann væri búinn að vera atvinnulaus í 360 daga og sækja um 170 störf og hafnað 170 sinnum. Ég hugsaði með mér, nei þetta ætla ég ekki að gera. Ég setti bara á mig bakpokann og ákvað að ganga héðan úr Skerjafirðinum upp í Sundhöll og spyrja mig svona markþjálfunarlegra spurninga. Hvað get ég? Hvað kann ég? Hvar liggja hæfileikarnir og hver er ástríðan? Ég vissi þarna ekki neitt, vissi bara að ég óttaðist að fara inn á einhverja vinnustaði þar sem væri myglað húsnæði, það var mikill þröskuldur. Þegar ég var komin á göngubrautina við Hringbrautina kom svarið,“ segir Elín sem ákvað þá að stofna sitt eigið fyrirtæki, nýta sína reynslu og aðstoða eldra fólk við að selja eignir sínar og kaupa nýjar. Elín segir að fólk á ákveðnum aldri sé mögulega óöruggari í fasteignaviðskiptum en þeir sem yngri eru. „Fólk þarf ekkert að borga neitt extra gjald fyrir þjónustuna mína heldur sjá fasteignasalarnir þörfina og sjá það að þessi hópur, fólk sem er farið að eldast að það þarf aukna þjónustu,“ segir Elín en Eignamiðlun og Torg í Garðabæ hafa samið við Elínu en fyrirtæki hennar heitir í dag Búum vel. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Hús og heimili Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira