Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2020 11:15 Charlotte Charles og Tim Dunn, foreldrar Harry Dunn. Getty/Jacob King Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. Til þess höfðuðu þau mál gegn utanríkisráðuneyti Bretlands og sögðu ráðuneytið hafa staðið í vegi lögreglunnar vegna dauða sonar þeirra. Hin bandaríska Anne Sacoolas er talin hafa ekið á röngum vegarhelmingi þegar hún ók á Harry Dunn, 19 ára gamlan pilt, sem var á bifhjóli í ágúst í fyrra. Dunn lét lífið í árekstrinum sem átti sér stað nærri herstöð í Northamptonshire þar sem eiginmaður Sacoolas var erindreki. Hún fór til Bandaríkjanna nokkrum vikum eftir atvikið þegar yfirvöld í Bandaríkjunum sögðu hana njóta friðhelgi erindreka. Hún var þó ákærð og kölluðu Bretar eftir því að hún yrði framseld til Bretlands en því var hafnað. Lögmaður hjónanna sagði meðal annars fyrir dómi að Sacoolas hafi ekki haft neinum opinberum skyldum að gegna í Bretlandi og því hefði hún ekki átt rétt á friðhelgi. Dómari var þó ósammála því. Samkvæmt Sky News sagði dómarinn bæði að Sacoolas hafi notið friðhelgi og að utanríkisráðuneytið hefði ekki hindrað störf lögreglu. Í sumar komust bresk og bandarísk stjórnvöld að samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði Saccolas kleift að krefjast friðhelgi. Sky hefur eftir foreldrum Harry Dunn að þau ætli ekki að láta af tilraunum sínum til að svipta Sacoolas friðhelgi. Þessi nýjasti úrskurður myndi ekki stöðva það. „Ég lofaði stráknum mínum að ég myndi ná fram réttlæti og það er nákvæmlega það sem við við munum gera. Engin mun standa í vegi okkar,“ sagði Charlotte Charles. Bretland Bandaríkin Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. Til þess höfðuðu þau mál gegn utanríkisráðuneyti Bretlands og sögðu ráðuneytið hafa staðið í vegi lögreglunnar vegna dauða sonar þeirra. Hin bandaríska Anne Sacoolas er talin hafa ekið á röngum vegarhelmingi þegar hún ók á Harry Dunn, 19 ára gamlan pilt, sem var á bifhjóli í ágúst í fyrra. Dunn lét lífið í árekstrinum sem átti sér stað nærri herstöð í Northamptonshire þar sem eiginmaður Sacoolas var erindreki. Hún fór til Bandaríkjanna nokkrum vikum eftir atvikið þegar yfirvöld í Bandaríkjunum sögðu hana njóta friðhelgi erindreka. Hún var þó ákærð og kölluðu Bretar eftir því að hún yrði framseld til Bretlands en því var hafnað. Lögmaður hjónanna sagði meðal annars fyrir dómi að Sacoolas hafi ekki haft neinum opinberum skyldum að gegna í Bretlandi og því hefði hún ekki átt rétt á friðhelgi. Dómari var þó ósammála því. Samkvæmt Sky News sagði dómarinn bæði að Sacoolas hafi notið friðhelgi og að utanríkisráðuneytið hefði ekki hindrað störf lögreglu. Í sumar komust bresk og bandarísk stjórnvöld að samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði Saccolas kleift að krefjast friðhelgi. Sky hefur eftir foreldrum Harry Dunn að þau ætli ekki að láta af tilraunum sínum til að svipta Sacoolas friðhelgi. Þessi nýjasti úrskurður myndi ekki stöðva það. „Ég lofaði stráknum mínum að ég myndi ná fram réttlæti og það er nákvæmlega það sem við við munum gera. Engin mun standa í vegi okkar,“ sagði Charlotte Charles.
Bretland Bandaríkin Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira