Man Utd hefndi fyrir tapið í Istanbul Ísak Hallmundarson skrifar 24. nóvember 2020 21:55 Bruno Fernandes fór á kostum í kvöld. getty/Kate Green Manchester United vann góðan 4-1 sigur á Istanbul Basaksehir í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Bruno Fernandes kom Man Utd yfir strax á 7. mínútu með hörkuskoti fyrir utan teigi. Hann bætti svo við öðru marki á 19. mínútu eftir skelfileg mistök Mert Gunok, markmanns Basaksehir. Á 35. mínútu krækti Marcus Rashford í vítaspyrnu fyrir United. Bruno Fernandes sem vanalega tekur vítin fyrir Man Utd ákvað að leyfa Rashford að taka spyrnuna, þrátt fyrir að hafa átt möguleika á að skora þrennu sjálfur. Rashford skoraði úr vítinu af miklu öryggi og staðan var 3-0 í hálfleik. Á 75. mínútu minnkaði Deniz Turuc muninn úr aukaspyrnu, en í fyrstu virtist sem David De Gea hefði varið spyrnuna. Marklínutæknin sannaði hinsvegar að boltinn hefði farið inn fyrir línuna og staðan orðin 3-1. Það var síðan Daniel James sem innsiglaði 4-1 sigur United í uppbótartíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður, langþráð mark hjá Walesverjanum. Í sama riðli vann PSG virkilega mikilvægan sigur á RB Leipzig, þar sem Neymar skoraði eina mark leiksins fyrir PSG úr vítaspyrnu á 11. mínútu. Eftir leikina er Manchester United í efsta sæti riðilsins með níu stig, á meðan PSG er í öðru sæti með sex stig, líkt og Leipzig. Istanbul Basaksehir er neðst með þrjú stig. Meistaradeild Evrópu
Manchester United vann góðan 4-1 sigur á Istanbul Basaksehir í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Bruno Fernandes kom Man Utd yfir strax á 7. mínútu með hörkuskoti fyrir utan teigi. Hann bætti svo við öðru marki á 19. mínútu eftir skelfileg mistök Mert Gunok, markmanns Basaksehir. Á 35. mínútu krækti Marcus Rashford í vítaspyrnu fyrir United. Bruno Fernandes sem vanalega tekur vítin fyrir Man Utd ákvað að leyfa Rashford að taka spyrnuna, þrátt fyrir að hafa átt möguleika á að skora þrennu sjálfur. Rashford skoraði úr vítinu af miklu öryggi og staðan var 3-0 í hálfleik. Á 75. mínútu minnkaði Deniz Turuc muninn úr aukaspyrnu, en í fyrstu virtist sem David De Gea hefði varið spyrnuna. Marklínutæknin sannaði hinsvegar að boltinn hefði farið inn fyrir línuna og staðan orðin 3-1. Það var síðan Daniel James sem innsiglaði 4-1 sigur United í uppbótartíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður, langþráð mark hjá Walesverjanum. Í sama riðli vann PSG virkilega mikilvægan sigur á RB Leipzig, þar sem Neymar skoraði eina mark leiksins fyrir PSG úr vítaspyrnu á 11. mínútu. Eftir leikina er Manchester United í efsta sæti riðilsins með níu stig, á meðan PSG er í öðru sæti með sex stig, líkt og Leipzig. Istanbul Basaksehir er neðst með þrjú stig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti