Spá því að veturinn gangi í garð með látum annað kvöld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2020 20:30 Það er snjókoma í kortunum. Vísir/Vilhelm „Við erum búin að setja út fullt af viðvörunum. Þær taka gildi annað kvöld. Þá höfum við spáð því að veturinn gangi í garð með látum. Það verður alvöru vetrarveður næstu daga.“ Þetta sagði Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands um veðrið næstu daga en Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir sem gilda um stóran hluta landsins annað jvöld til miðnættis á fimmtudag. Þorsteinn var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Gul viðvörun er í gildi fyrir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og norðurland vestra og Miðhálendið. „Það þýðir snjókoma já, hvassviðri og éljagangur og allur pakkinn,“ sagði Þorsteinn. Segja má að viðvararnir komi í tveimur lotum með örlitlu hléi á milli. Fyrstu viðvaranir taka gildi um klukkan 19 á morgun, miðvikudag þegar skilin ganga á land. Nýjar viðvaranir taka svo gildi á hádegi á fimmtudag, 26. nóvember, þar sem varað er við suðvestan átt, 15-25 m/s með mjög litlu skyggni í éljum og því eru akstursskilyrði varasöm. Skil kröftugrar lægðar ganga á land annað kvöld, og bera með sér það sem kalla mætti þokkalegt vetrarveður með suðaustan stormi, snjókomu eða slyddu sem spillir færð og skyggni á vegum. „Á morgun seinnipartinn fer að vaxa vindur úr suðaustri. Það er að nálgast djúp og kröpp lægð sem kemur inn á Grænlandshafið á morgun. Henni fylgir vegleg úrkoma, vegleg skil sem munu valda úrkomu. Það byrjar að snjóa um kvöldmatarleytið á morgun úti á annesjum vestanlands. Svo færist þetta veður smám saman inn á landið með vaxandi suðvestanátt. Það verður komið hvassviðri eða stormur seinna um kvöldið og snjóar á öllu svæðinu,“ sagði Þorsteinn. Hvaða svæði er þetta? „Það er alveg frá Vogunum og norður á Húnaflóa. Vesturhluti landsins. Við erum aðallega að vara við því að færð getur spillst mjög fljótt á fjallvegum. Þá erum við að tala um Þrengslin, Hellisheiðina, Snæfellsnesið, Holtavörðuheiði, Laxárdalsheiði og Vestfirðina.“ Veðrið lætur á sér kræla um kvöldmatarleyti á morgun. „Það sem gerist er að það er smám saman að hlýna á morgun með þessu hvassviðri og snjókomu þannig að snjórinn fer svona smátt og smátt yfir í slyddu og síðan rigningu á láglendi um og í kringum miðnætti. En í kjölfarið á skilunum kemur suðvestanhvellur með stífri suðvestanátt, stormi jafnvel roki og dimmum og efnismiklum éljum,“ sagði Þorsteinn. Gular viðvaranir eru í gildi.Vísir/Vilhelm Veðurhorfur á landinu Norðlæg átt, 5-13 m/s og dálítil él N- og A-lands, en annars skýjað með köflum. Hiti 0 til 5 stig. Lægir í nótt og léttir til, en kólnar talsvert. Vaxandi suðaustanátt á morgun og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert, 15-23 m/s og slydda eða snjókoma þar undir kvöld, en rigning á láglendi um miðnætti. Dálítil slydda eða rigning SA-lands, en þurrt að kalla NA-til. Hiti víða 0 til 6 stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Sunnan 13-20 m/s og talsverð rigning eða slydda í fyrstu, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 2 til 7 stig. Snýst síðan í suðvestan 15-23 m/s með éljagangi S- og V-til og kólnar í veðri. Á föstudag: Suðvestan 13-20 m/s og éljagangur, en bjartviðri NA-lands, hvassast við S- og V-ströndina. Hiti kringum frostmark. Á laugardag: Ákveðin suðvestanátt og él, en bjartviðri eystra. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en dálítil snjókoma syðst og vestast. Talsvert frost. Á mánudag: Líkur á vaxandi austanátt með slyddu eða rigningu á S-verðu landinu og hlýnandi veður. Veður Tengdar fréttir „Verður fljótt ansi snúið að ferðast á milli landshluta“ Það gæti orðið erfitt að ferðast á milli landshluta annað kvöld og á fimmtudaginn vegna veðurs, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 24. nóvember 2020 07:13 Stinningskaldi og snjókoma í kortunum Það er spáð norðaustanátt í dag, víða kalda og stinningskalda, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 23. nóvember 2020 07:21 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
„Við erum búin að setja út fullt af viðvörunum. Þær taka gildi annað kvöld. Þá höfum við spáð því að veturinn gangi í garð með látum. Það verður alvöru vetrarveður næstu daga.“ Þetta sagði Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands um veðrið næstu daga en Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir sem gilda um stóran hluta landsins annað jvöld til miðnættis á fimmtudag. Þorsteinn var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Gul viðvörun er í gildi fyrir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og norðurland vestra og Miðhálendið. „Það þýðir snjókoma já, hvassviðri og éljagangur og allur pakkinn,“ sagði Þorsteinn. Segja má að viðvararnir komi í tveimur lotum með örlitlu hléi á milli. Fyrstu viðvaranir taka gildi um klukkan 19 á morgun, miðvikudag þegar skilin ganga á land. Nýjar viðvaranir taka svo gildi á hádegi á fimmtudag, 26. nóvember, þar sem varað er við suðvestan átt, 15-25 m/s með mjög litlu skyggni í éljum og því eru akstursskilyrði varasöm. Skil kröftugrar lægðar ganga á land annað kvöld, og bera með sér það sem kalla mætti þokkalegt vetrarveður með suðaustan stormi, snjókomu eða slyddu sem spillir færð og skyggni á vegum. „Á morgun seinnipartinn fer að vaxa vindur úr suðaustri. Það er að nálgast djúp og kröpp lægð sem kemur inn á Grænlandshafið á morgun. Henni fylgir vegleg úrkoma, vegleg skil sem munu valda úrkomu. Það byrjar að snjóa um kvöldmatarleytið á morgun úti á annesjum vestanlands. Svo færist þetta veður smám saman inn á landið með vaxandi suðvestanátt. Það verður komið hvassviðri eða stormur seinna um kvöldið og snjóar á öllu svæðinu,“ sagði Þorsteinn. Hvaða svæði er þetta? „Það er alveg frá Vogunum og norður á Húnaflóa. Vesturhluti landsins. Við erum aðallega að vara við því að færð getur spillst mjög fljótt á fjallvegum. Þá erum við að tala um Þrengslin, Hellisheiðina, Snæfellsnesið, Holtavörðuheiði, Laxárdalsheiði og Vestfirðina.“ Veðrið lætur á sér kræla um kvöldmatarleyti á morgun. „Það sem gerist er að það er smám saman að hlýna á morgun með þessu hvassviðri og snjókomu þannig að snjórinn fer svona smátt og smátt yfir í slyddu og síðan rigningu á láglendi um og í kringum miðnætti. En í kjölfarið á skilunum kemur suðvestanhvellur með stífri suðvestanátt, stormi jafnvel roki og dimmum og efnismiklum éljum,“ sagði Þorsteinn. Gular viðvaranir eru í gildi.Vísir/Vilhelm Veðurhorfur á landinu Norðlæg átt, 5-13 m/s og dálítil él N- og A-lands, en annars skýjað með köflum. Hiti 0 til 5 stig. Lægir í nótt og léttir til, en kólnar talsvert. Vaxandi suðaustanátt á morgun og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert, 15-23 m/s og slydda eða snjókoma þar undir kvöld, en rigning á láglendi um miðnætti. Dálítil slydda eða rigning SA-lands, en þurrt að kalla NA-til. Hiti víða 0 til 6 stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Sunnan 13-20 m/s og talsverð rigning eða slydda í fyrstu, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 2 til 7 stig. Snýst síðan í suðvestan 15-23 m/s með éljagangi S- og V-til og kólnar í veðri. Á föstudag: Suðvestan 13-20 m/s og éljagangur, en bjartviðri NA-lands, hvassast við S- og V-ströndina. Hiti kringum frostmark. Á laugardag: Ákveðin suðvestanátt og él, en bjartviðri eystra. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en dálítil snjókoma syðst og vestast. Talsvert frost. Á mánudag: Líkur á vaxandi austanátt með slyddu eða rigningu á S-verðu landinu og hlýnandi veður.
Veður Tengdar fréttir „Verður fljótt ansi snúið að ferðast á milli landshluta“ Það gæti orðið erfitt að ferðast á milli landshluta annað kvöld og á fimmtudaginn vegna veðurs, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 24. nóvember 2020 07:13 Stinningskaldi og snjókoma í kortunum Það er spáð norðaustanátt í dag, víða kalda og stinningskalda, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 23. nóvember 2020 07:21 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
„Verður fljótt ansi snúið að ferðast á milli landshluta“ Það gæti orðið erfitt að ferðast á milli landshluta annað kvöld og á fimmtudaginn vegna veðurs, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 24. nóvember 2020 07:13
Stinningskaldi og snjókoma í kortunum Það er spáð norðaustanátt í dag, víða kalda og stinningskalda, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 23. nóvember 2020 07:21