Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2020 23:31 Búið er að tilkynna tilslakanir á sóttvörnum yfir blájólin í Bretlandi. Getty/Dan Kitwood Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman með því að mynda svokallaða jólakúlu, eða sóttvarnarbúbblu. Vísindamenn hafa varað við því að ráðstafanirnar muni óumflýjanlega leiða til fjölgunar á smitum. Hinar nýju reglur gilda í Bretlandi frá 23. desember til 27. desember og fela það í sér að meðlimir þriggja heimila mega koma saman yfir blájólin til þess að fagna jólunum, halda veislur og þar fram eftir götunum. Þeir sem mynda slíka sóttvarnarbubblu eða jólakúlu (e. christmas bubble) líkt og það er orðað í tilkynningu frá forsætisráðuneyti Bretlands verða þó að halda sig innan þessarar kúlu. We know people want to be with friends and family over Christmas🎄Between 23 and 27 December, you can form an exclusive ‘Christmas bubble’ of up to three households 🎁 This applies across the UK.More information ⬇️https://t.co/NA6QvUx2tn pic.twitter.com/NoJ4HLydec— UK Prime Minister (@10DowningStreet) November 24, 2020 Þannig er þeim sem mynda slíka jólakúlu ekki heimilt að heimsækja veitingastaði eða knæpur eða bæta fleirum við þær á seinni stigum. Ekki þarf að fylgja reglum um fjarlægðartakmarkanir í kúlunum, og mega þeir sem þær mynda til að mynda faðma hvert annað, að því fram kemur í frétt Guardian. Á vef BBC segir að ferðatakmörkunum sem eru nú í gildi verði einnig aflétt umrætt tímabil um allt Bretland. Íbúum Skotlands, Englands, Wales og Norður-Írlands verður þannig heimilt að ferðast að vild um Bretland svo að fjölskyldur geti komið saman yfir jólin. Leiðtogar Englands, Skotlands, Wales og Norður-Írlands komu sér saman um reglurnar sem gilda um jólin og hvetja þeir landsmenn til þess að huga engu að síður vel að sóttvörnum, þótt slakað verði á sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin. All four UK nations have agreed that from the 23rd to the 27th of December, you will be able to form a Christmas bubble of no more than three households. https://t.co/5qLRcLBP8W pic.twitter.com/boonZD27Q8— Boris Johnson (@BorisJohnson) November 24, 2020 Þann 28. desember taka sömu reglur og hafa verið í gildi aftur gildi, með þeirri undantekningu að aflétting ferðatakmarkana gildir frá 22. desember til 28. desember fyrir þá sem búsettir eru í Norður-Írlandi. Vísindamenn segja að smitum muni fjölga Í frétt Guardian segir að vísindamenn hafi í einhverjum tilvikum varað við því að slaka á sóttvarnarráðstöfunum yfir jólin og er þar meðal annars vitnað í sérfræðing á vegum vísindaráðgjafanefndar bresku ríkisstjórnarinnar sem látið hefur hafa eftir sér að ráðstafnir á borð við þessar geti falið það í sér að fjölskyldur og vinir geti átt „gleðileg jól en svo komi jarðarfarir í janúar og febrúar.“ Grímur eru áberandi í Bretlandi.Getty/Andrew Milligan Haft er eftir Paul Hunter, prófessor í læknavísindum við East Anglia háskólann að það geti litið þannig út að tilslakanir yfir jólin geti verið það sem muni koma landsmönnum yfir erfiðasta hjallann, andlega séð, en engu að síður sé verulega hætta á því að smitum fari fjölgandi. 55 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19 í Bretlandi frá því í mars, 1,5 milljón manns hafa smitast frá því að faraldurinn hófst í vor. Seinni bylgja faraldursins virðist vera í rénun í Bretlandi en þar náðu dagleg smit hámarki þann 12. nóvember þegar 33 þúsund smit greindust. Í gær greindust 15 þúsund smit. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman með því að mynda svokallaða jólakúlu, eða sóttvarnarbúbblu. Vísindamenn hafa varað við því að ráðstafanirnar muni óumflýjanlega leiða til fjölgunar á smitum. Hinar nýju reglur gilda í Bretlandi frá 23. desember til 27. desember og fela það í sér að meðlimir þriggja heimila mega koma saman yfir blájólin til þess að fagna jólunum, halda veislur og þar fram eftir götunum. Þeir sem mynda slíka sóttvarnarbubblu eða jólakúlu (e. christmas bubble) líkt og það er orðað í tilkynningu frá forsætisráðuneyti Bretlands verða þó að halda sig innan þessarar kúlu. We know people want to be with friends and family over Christmas🎄Between 23 and 27 December, you can form an exclusive ‘Christmas bubble’ of up to three households 🎁 This applies across the UK.More information ⬇️https://t.co/NA6QvUx2tn pic.twitter.com/NoJ4HLydec— UK Prime Minister (@10DowningStreet) November 24, 2020 Þannig er þeim sem mynda slíka jólakúlu ekki heimilt að heimsækja veitingastaði eða knæpur eða bæta fleirum við þær á seinni stigum. Ekki þarf að fylgja reglum um fjarlægðartakmarkanir í kúlunum, og mega þeir sem þær mynda til að mynda faðma hvert annað, að því fram kemur í frétt Guardian. Á vef BBC segir að ferðatakmörkunum sem eru nú í gildi verði einnig aflétt umrætt tímabil um allt Bretland. Íbúum Skotlands, Englands, Wales og Norður-Írlands verður þannig heimilt að ferðast að vild um Bretland svo að fjölskyldur geti komið saman yfir jólin. Leiðtogar Englands, Skotlands, Wales og Norður-Írlands komu sér saman um reglurnar sem gilda um jólin og hvetja þeir landsmenn til þess að huga engu að síður vel að sóttvörnum, þótt slakað verði á sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin. All four UK nations have agreed that from the 23rd to the 27th of December, you will be able to form a Christmas bubble of no more than three households. https://t.co/5qLRcLBP8W pic.twitter.com/boonZD27Q8— Boris Johnson (@BorisJohnson) November 24, 2020 Þann 28. desember taka sömu reglur og hafa verið í gildi aftur gildi, með þeirri undantekningu að aflétting ferðatakmarkana gildir frá 22. desember til 28. desember fyrir þá sem búsettir eru í Norður-Írlandi. Vísindamenn segja að smitum muni fjölga Í frétt Guardian segir að vísindamenn hafi í einhverjum tilvikum varað við því að slaka á sóttvarnarráðstöfunum yfir jólin og er þar meðal annars vitnað í sérfræðing á vegum vísindaráðgjafanefndar bresku ríkisstjórnarinnar sem látið hefur hafa eftir sér að ráðstafnir á borð við þessar geti falið það í sér að fjölskyldur og vinir geti átt „gleðileg jól en svo komi jarðarfarir í janúar og febrúar.“ Grímur eru áberandi í Bretlandi.Getty/Andrew Milligan Haft er eftir Paul Hunter, prófessor í læknavísindum við East Anglia háskólann að það geti litið þannig út að tilslakanir yfir jólin geti verið það sem muni koma landsmönnum yfir erfiðasta hjallann, andlega séð, en engu að síður sé verulega hætta á því að smitum fari fjölgandi. 55 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19 í Bretlandi frá því í mars, 1,5 milljón manns hafa smitast frá því að faraldurinn hófst í vor. Seinni bylgja faraldursins virðist vera í rénun í Bretlandi en þar náðu dagleg smit hámarki þann 12. nóvember þegar 33 þúsund smit greindust. Í gær greindust 15 þúsund smit.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira