Pep Guardiola: Engin þráhyggja í gangi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2020 09:31 Það er svolítið síðan að Pep Guardiola sá þennan bikar í návígi. Getty/AMA/Corbis Knattspyrnustjóri Manchester City vill ekki meina að allt snúist nú um það hjá Manchester City að vinna loksins Meistaradeildina. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur ekki unnið Meistaradeildina í tíu ár en Manchester City hefur aldrei náð því að vinna stærstu keppni Evrópu. Guardiola var spurður út í mikilvægi Meistaradeildarinnar á blaðamannafundi fyrir leik Manchester City á móti gríska liðinu Olympiakos sem fer fram á Georgios Karaiskakis leikvanginum í kvöld. Pep Guardiola hefur verið knattspyrnustjóri Manchester City frá 1. júlí 2016 en liðið hefur aldrei komist lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. City hefur unnið ensku deildina tvisvar, enska bikarinn og enska deildabikarinn þrisvar sinnum undir stjórn Guardiola. Þegar kemur að Meistaradeildinni þá á Manuel Pellegrini enn besta árangur knattspyrnustjóra eftir að hafa farið með City liðið í undanúrslit tímabilið á undan því að Pep Guardiola var ráðinn. Guardiola var ráðinn til að komast yfir þröskuldinn og landa loksins Meistaradeildarbikarnum. Pep Guardiola says the Champions League is not an "obsession" but he has felt his side will do well in the competition since the start of the season. "I'm fully optimistic we are going to do a good season."Match preview: https://t.co/retUt5a7Pl#bbcfootball #OLYMCI #UCL pic.twitter.com/7lZQyTdsJs— BBC Sport (@BBCSport) November 25, 2020 Raunin hefur verið önnur. City hefur náð frábærum árangri á öllum sviðum nema í Meistaradeildinni. Liðið datt út í sextán liða úrslitunum á fyrsta tímabili Pep en hefur síðan verið slegið út í átta liða úrslitunum undanfarin þrjú tímabil. Pep Guardiola vann Meistaradeildina tvisvar með Barcelona en það var 2009 og 2011. Biðin er líka orðin löng hjá honum. „Við munum gera okkar besta,“ sagði Pep Guardiola sem segir að það sé ekki þráhyggja hjá honum og hans mönnum í Manchester City að vinna loksins Meistaradeildina. „Nú er mikilvægt tækifæri til að svo gott sem tryggja okkur áfram. Það er svo gott að vera meðal sextán bestu liðum Evrópu,“ sagði Guardiola. „Ég bjóst við svari frá mínum mönnum eftir síðasta Meistaradeildartímabil sem endaði á móti Lyon í Portúgal. Við vitum hvað við þurfum að gera,“ sagði Guardiola. Manchester City er í mjög fínum málum í Meistaradeildinni með þrjá sigra í fyrstu þremur leikjunum en á sama tíma í tómu tjóni í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðið situr í 13. sæti eftir tap á móti Tottenham um helgina. „Tímabilið er ungt ennþá en ég er fullur bjartsýni á það að þetta eigi eftir að verða gott tímabil fyrir okkur,“ sagði Guardiola. Leikur Olympiakos og Manchester City er einn af fjórum leikjum sem verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin frá honum hefst klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport 4. Hinir leikir kvöldsins sem verða í beinni eru Inter-Real Madrid á Stöð 2 Sport 5, leikur Bayern München og Red Bull Salzburg á Stöð 2 Sport og svo leikur Liverpool og Atalanta á Stöð 2 Sport 4 en útsending frá öllum þessum leikjum hefst klukkan 19.50. Meistaradeildarmessan mun hita upp fyrir kvöldið frá klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 og sýna mörg og dauðafæri úr öllum leikjum um leið og eitthvað gerist. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskránni á sömu stöð eftir að leikjum kvöldsins lýkur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira
Knattspyrnustjóri Manchester City vill ekki meina að allt snúist nú um það hjá Manchester City að vinna loksins Meistaradeildina. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur ekki unnið Meistaradeildina í tíu ár en Manchester City hefur aldrei náð því að vinna stærstu keppni Evrópu. Guardiola var spurður út í mikilvægi Meistaradeildarinnar á blaðamannafundi fyrir leik Manchester City á móti gríska liðinu Olympiakos sem fer fram á Georgios Karaiskakis leikvanginum í kvöld. Pep Guardiola hefur verið knattspyrnustjóri Manchester City frá 1. júlí 2016 en liðið hefur aldrei komist lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. City hefur unnið ensku deildina tvisvar, enska bikarinn og enska deildabikarinn þrisvar sinnum undir stjórn Guardiola. Þegar kemur að Meistaradeildinni þá á Manuel Pellegrini enn besta árangur knattspyrnustjóra eftir að hafa farið með City liðið í undanúrslit tímabilið á undan því að Pep Guardiola var ráðinn. Guardiola var ráðinn til að komast yfir þröskuldinn og landa loksins Meistaradeildarbikarnum. Pep Guardiola says the Champions League is not an "obsession" but he has felt his side will do well in the competition since the start of the season. "I'm fully optimistic we are going to do a good season."Match preview: https://t.co/retUt5a7Pl#bbcfootball #OLYMCI #UCL pic.twitter.com/7lZQyTdsJs— BBC Sport (@BBCSport) November 25, 2020 Raunin hefur verið önnur. City hefur náð frábærum árangri á öllum sviðum nema í Meistaradeildinni. Liðið datt út í sextán liða úrslitunum á fyrsta tímabili Pep en hefur síðan verið slegið út í átta liða úrslitunum undanfarin þrjú tímabil. Pep Guardiola vann Meistaradeildina tvisvar með Barcelona en það var 2009 og 2011. Biðin er líka orðin löng hjá honum. „Við munum gera okkar besta,“ sagði Pep Guardiola sem segir að það sé ekki þráhyggja hjá honum og hans mönnum í Manchester City að vinna loksins Meistaradeildina. „Nú er mikilvægt tækifæri til að svo gott sem tryggja okkur áfram. Það er svo gott að vera meðal sextán bestu liðum Evrópu,“ sagði Guardiola. „Ég bjóst við svari frá mínum mönnum eftir síðasta Meistaradeildartímabil sem endaði á móti Lyon í Portúgal. Við vitum hvað við þurfum að gera,“ sagði Guardiola. Manchester City er í mjög fínum málum í Meistaradeildinni með þrjá sigra í fyrstu þremur leikjunum en á sama tíma í tómu tjóni í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðið situr í 13. sæti eftir tap á móti Tottenham um helgina. „Tímabilið er ungt ennþá en ég er fullur bjartsýni á það að þetta eigi eftir að verða gott tímabil fyrir okkur,“ sagði Guardiola. Leikur Olympiakos og Manchester City er einn af fjórum leikjum sem verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin frá honum hefst klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport 4. Hinir leikir kvöldsins sem verða í beinni eru Inter-Real Madrid á Stöð 2 Sport 5, leikur Bayern München og Red Bull Salzburg á Stöð 2 Sport og svo leikur Liverpool og Atalanta á Stöð 2 Sport 4 en útsending frá öllum þessum leikjum hefst klukkan 19.50. Meistaradeildarmessan mun hita upp fyrir kvöldið frá klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 og sýna mörg og dauðafæri úr öllum leikjum um leið og eitthvað gerist. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskránni á sömu stöð eftir að leikjum kvöldsins lýkur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira