Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. Páfi hefur aldrei áður minnst á stöðu Úígúra en í nýrri bók segist hann oft hugsa til þeirra hópa í heiminum sem séu ofsóttir í heimalöndum sínum.
Nefnir páfi síðan til sögunnar Róhingja, Yazidi þjóðflokkinn og Úígúrana í Kína. Kínverjar hafa lengi verið sakaðir um illa meðferð á Úígúrum, sem er íslamstrúar og hafa stjórnvöld komið á fót risastórum búðum sem þeir kalla endurmenntunarbúðir en gagnrýnendur stjórnvalda segja ekkert annað en risastórar fangabúðir þar sem fólk sé beitt miklu harðræði.
Þá eru einnig sögusagnir þess efnis að konur úr röðum Úígúra hafi verið þvingaðar til að gangast undir ófrjósemisaðgerðir. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins hefur nú tjáð sig um orð páfa og segir ekkert til í því Úígúrar séu ofsóttir, kínversk stjórnvöld komi jafnt fram við alla þjóðfélagsþegna sína.