Til skoðunar að aflétta ferðatakmörkunum á Evrópu í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2020 12:26 Alþjóðaflug hefur dregist saman um 70% í Bandaríkjunum í kórónuveirufaraldrinum. Ríkisstjórnin íhugar að aflétta ferðatakmörkunum á Evrópu til að létta undir með flugfélögum. Vísir/EPA Bandaríkjastjórn íhugar nú að afnema ferðatakmarkanir á fólk sem hefur dvalið í 28 Evrópulöndum og Brasilíu vegna kórónuveirufaraldursins. Ferðabanninu var komið á um miðjan mars en lýðheilsusérfræðingar stjórnarinnar og alríkisstofnanir eru sagðar styðja að aflétta því. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Bandaríkjastjórnar og bandarískra flugfélaga Donald Trump, fráfarandi forseti, hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort að takmörkununum verði aflétt og að ekki sé ljóst hvenær úr því gæti orðið. Takmarkanirnar hafa þýtt að fólk sem hefur dvalið í Evrópuríkjunum og Brasilíu fjórtán daga fyrir ætlaða heimsókn hafa ekki fengið að koma til Bandaríkjanna. Bandarískir borgarar hafa þó verið undanþegnir reglunum. Ríkisstjórn Trump er sögð telja að takmarkanirnar hafi ekki lengur sérstaka þýðingu þar sem flest önnur ríki heims sæti ekki sömu takmörkunum. Hægt verði að aðstoða nauðstödd flugfélög með því að opna á ferðir frá Evrópu aftur. Tíðni kórónuveirusmita er enn há víða í Evrópu. Því er ekki sagt öruggt að Trump samþykkti af aflétta takmörkununum. Þá gæti það flækt stöðuna að ólíklegt er að Evrópuríkin leyfðu Bandaríkjunum á móti að koma þangað strax. Nærri því öll Evrópuríki banna flestum Bandaríkjamönnum að koma þangað. Faraldurinn geisar víða stjórnlaust í Bandaríkjunum sem er með flest smit og dauðsföll af öllum ríkjum heims. Ýmsar undanþágur hafa verið veittar á takmörkununum á ferðalög frá Evrópu. Þannig hefur utanríkisráðuneytið veitt undanþágur í nafni þjóðaröryggis fyrir ferðalög sem tengjast mannúðarstarfi, lýðheilsu og þjóðaröryggismálum. Eins hafa sumir viðskiptamenn, fjárfestar, fræðimenn, námsmenn og fréttamenn fengið undanþágur til að ferðast til Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira
Bandaríkjastjórn íhugar nú að afnema ferðatakmarkanir á fólk sem hefur dvalið í 28 Evrópulöndum og Brasilíu vegna kórónuveirufaraldursins. Ferðabanninu var komið á um miðjan mars en lýðheilsusérfræðingar stjórnarinnar og alríkisstofnanir eru sagðar styðja að aflétta því. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Bandaríkjastjórnar og bandarískra flugfélaga Donald Trump, fráfarandi forseti, hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort að takmörkununum verði aflétt og að ekki sé ljóst hvenær úr því gæti orðið. Takmarkanirnar hafa þýtt að fólk sem hefur dvalið í Evrópuríkjunum og Brasilíu fjórtán daga fyrir ætlaða heimsókn hafa ekki fengið að koma til Bandaríkjanna. Bandarískir borgarar hafa þó verið undanþegnir reglunum. Ríkisstjórn Trump er sögð telja að takmarkanirnar hafi ekki lengur sérstaka þýðingu þar sem flest önnur ríki heims sæti ekki sömu takmörkunum. Hægt verði að aðstoða nauðstödd flugfélög með því að opna á ferðir frá Evrópu aftur. Tíðni kórónuveirusmita er enn há víða í Evrópu. Því er ekki sagt öruggt að Trump samþykkti af aflétta takmörkununum. Þá gæti það flækt stöðuna að ólíklegt er að Evrópuríkin leyfðu Bandaríkjunum á móti að koma þangað strax. Nærri því öll Evrópuríki banna flestum Bandaríkjamönnum að koma þangað. Faraldurinn geisar víða stjórnlaust í Bandaríkjunum sem er með flest smit og dauðsföll af öllum ríkjum heims. Ýmsar undanþágur hafa verið veittar á takmörkununum á ferðalög frá Evrópu. Þannig hefur utanríkisráðuneytið veitt undanþágur í nafni þjóðaröryggis fyrir ferðalög sem tengjast mannúðarstarfi, lýðheilsu og þjóðaröryggismálum. Eins hafa sumir viðskiptamenn, fjárfestar, fræðimenn, námsmenn og fréttamenn fengið undanþágur til að ferðast til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira