Hvað er „Út úr kófinu”? Aðstandendur hópsins Út úr kófinu skrifar 26. nóvember 2020 08:30 Út úr kófinu er hópur fólks úr ýmsum stéttum samfélagsins sem á það sameiginlegt að vilja opna umræðuna um COVID-19. Við erum sannarlega ekki sammála um allar áherslur en það eru þó ákveðin atriði sem við erum sammála um og viljum leggja áherslu á. Bóluefni hjálpar, en leysir það málið strax? Frammi fyrir ábendingum okkar kunna sumir að spyrja hvort vandinn sé ekki leystur með tilkomu bóluefnis. Það er vissulega mjög ánægjulegt að áhrifarík bóluefni séu að koma fram og almenn bólusetning getið þannig orðið til þess að flýta endalokum faraldursins. Fram hjá því verður þó ekki litið að taka mun talsverðan tíma að bólusetja nægilega marga til að ná slíku hjarðónæmi, en bjartsýnar spár segja að það náist etv. í sumar. Það eru því margir mánuðir eftir þar sem er hætta á fleiri Landakotsslysum, með áframhaldandi lokunum skóla og lokun landsins. Vegna þessa er enn mikilvægt að mismunandi viðhorf séu reifuð þar sem um er að ræða nýja tegund veiru og enn stendur yfir leit að bestu leiðum til bjargar. Þekkingin er í stöðugri þróun Opinber stefna vegna COVID-19 hlýtur að verða að grundvallast á bestu vísindum og jafnframt að samræmast gildismati samfélagsins. Ein ástæðan fyrir því að COVID-19 hefur valdið miklum skakkaföllum í löndum Evrópu og Bandaríkjanna eru hin sterku gildi einstaklingsfrelsis í þessu löndum. Íbúar Vesturlanda meta frelsi einstaklingsins mjög mikils, enda hafa miklar fórnir verið færðar í gegnum aldirnar til að ná þeim réttindum. Bestu vísindarök eru mjög mikilvæg en vísindamenn vita að þegar um er að ræða nýjan sjúkdóm þá þróast vitneskjan oft hratt. Það hefur sannarlega gerst með COVID-19. Dánartíðni var stórlega ofmetin í upphafi faraldursins, WHO og sóttvarnaryfirvöld hérlendis töldu grímur ekki hjálplegar upphaflega, en skipti svo um skoðun. Upphaflega var talið að einkennalausir smituðu ekki frá sér, síðan var það talið algengt en nú er komin stór rannsókn sem birtist í Nature communications þar sem engin smit komu fram hjá 1147 einstaklingum sem voru í nánum samskiptum við smitaða en einkennalausa einstaklinga. Vísindi eru því sannarlega mikilvæg en við verðum að taka nýjustu upplýsingum með fyrirvara því þekkingin þróast hratt. Hverjar eru okkar áherslur? Helstu áherslur hópsins eru m.a. eftirfarandi: Grunn- og framhaldsskólar eiga að vera opnir. Börn og ungmenni eiga á hættu að skaðast einna mest á aðgerðum gegn COVID-19 því þær valda bæði skammtímaáhrifum eins og einangrun, þunglyndi og hættu á að flosna upp úr námi en líka langtímaáhrifum þar sem hin mikla skuldasöfnun ríkisins mun leggjast af þunga á herðar þessara kynslóða. Líkurnar á að börn aldrinum 5-9 ára deyi af COVID-19 eru 0.001% (1 af hundrað þúsund) og ungmenni yngri en 30 ára hafa áhættu upp á 0.01% (1 af tíu þúsund). Flestir af þeim sem hafa látist í þessum hópum hafa verið með undirliggjandi sjúkdóma og því er hættan hjá hraustum einstaklingum enn lægri. Þessi hópur samfélagsins er um 40% íbúa landsins. Huga þarf að áhættu við gjöf nýs bóluefnis hjá þessum hópi þar sem ekki er fullkomlega ljóst hvort einhverjar aukaverkanir koma fram þegar hin nýju bóluefni verða gefin í stórum stíl. Börn voru ekki höfð með í þeim rannsóknum á bóluefnum gegn COVID-19 sem nú eru að koma fram. Þessir hópar eiga því að mæta afgangi þar til hugsanlegar aukaverkanir bóluefna hafa komið betur í ljós. Vernda þarf þá allra viðkvæmustu miklu betur. Hópslysið á Landakoti þar sem 13 einstaklingar létust og dánarhlutfall þeirra sem smituðust var 15% sýnir hversu alvarlegt það er þegar ekki er nægilega vel staðið að verndun viðkvæmasta hópsins. Við bentum nýlega á það sem betur má fara í þessum málaflokki hér. Verndun viðkvæmra hópa í samfélaginu er vissulega vandkvæðum bundin en þó er vel hægt að finna lausnir á því, sjá t.d. hér. Hins vegar virðist besta vernd þessara hópa vera handan við hornið með tilkomu bóluefnis og þeir eiga að vera þar í forgangi. Þegar búið verður að bólusetja viðkvæma hópa og framlínustarfsmenn er nauðsynlegt að slaka verulega á samfélagslegum höftum, til að lágmarka afleiddar og skaðlegar afleiðingar þessara hafta. Losa þarf um hömlur á landamærum. Mikilvægt er að koma fram með framtíðarlausn sem fyrst svo ferðasumarið 2021 fari ekki í súginn. Við styðjum mjög vandaða vinnu starfshóps á vegum fjármálaráðuneytis sem kom fram með ítarlega skýrslu og tillögur að breyttum áherslum á landamærum sem samræmast því sem meðlimir þessa hóps hafa haldið fram, sjá hér. Íþróttir og íþróttatengd starfsemi er mikilvæg fyrir lýðheilsu og andlega heilsu ungmenna. Við styðjum áframhaldandi starfsemi þar og erum þar á sama máli og tveir læknar á Landspítala og fleiri sem hafa tjáð sig um þetta, sjá m.a. þessa tvo tengla, hér og hér. Heildaráhrifin til langs tíma eru lykilatriðið, ekki fjöldi smita COVID-19 er ekki bara læknisfræðilegt vandamál. Það spannar svið eins og hagfræði, siðfræði, lýðheilsufræði, lögfræði og margt fleira. Gildi samfélagsins koma sterkt inn í viðbrögðin gegn þessari nýju pest. Fjölmiðlaumræða og upplýsingagjöf til almennings hefur líka verið misvísandi. Annars vegar erum við með mjög skýrar tölur í rauntíma um fjölda smita, innlagna og dauðsfalla af völdum COVID-19. Þessar tölur fá mikið rými í fréttum, upplýsingafundum og viðtölum. Hins vegar eru afleiðingar aðgerða gegn COVID-19 ekki eins skýrar og koma fram á löngum tíma, sennilega nokkrum árum. Þar má nefna seinkun á nauðsynlegri læknismeðferð, sjálfsmorð, heimilisofbeldi, ofbeldi gegn börnum, aukna neyslu áfengis, atvinnuleysi, gjaldþrot, flosnun úr námi og margt fleira. Þessar afleiðingar fá ekki eins mikið rými í umfjöllun fjölmiðla og það hefur áhrif á hvernig umræðan um ástandið þróast. Við viljum lágmarka skaðann af völdum COVID-19 þegar litið er til heildarhagsmuna til langs tíma. Það er leiðarljós okkar í þessari umræðu og mikilvægt að allar raddir heyrist þar sem miklir hagsmunir eru í húfi. Byggjum á rökum, ekki hræðsluáróðri Lýðræðisleg umræða veitir nauðsynlegt aðhald gagnvart þeim sem stýra ferðinni. Á tímum eins og þeim sem við nú lifum má ekki gleyma skyldum okkar gagnvart þeim undirstöðum sem frjálslynd vestræn lýðræðisríki byggja tilvist sína á. Við þurfum meiri umræðu, ekki þöggun; meira gagnsæi, ekki leyndarhyggju; traust rök sem byggja á reynsluvísindum, ekki óttastjórnun. Arnar Þór Jónsson Ársæll Jónsson Bjarni Theódór Bjarnason Bjarni Jónsson Davíð Snær Jónsson Garðar Árni Garðarsson Geir Ágústsson Guðmundur Edgarsson Hjalti Baldursson Jón Ívar Einarsson Magnús Örn Gunnarsson Sigríður Á. Andersen Svava Liv Edgarsdóttir Úlfar Steindórsson Vilhjálmur Egilsson Þorsteinn Siglaugsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Út úr kófinu er hópur fólks úr ýmsum stéttum samfélagsins sem á það sameiginlegt að vilja opna umræðuna um COVID-19. Við erum sannarlega ekki sammála um allar áherslur en það eru þó ákveðin atriði sem við erum sammála um og viljum leggja áherslu á. Bóluefni hjálpar, en leysir það málið strax? Frammi fyrir ábendingum okkar kunna sumir að spyrja hvort vandinn sé ekki leystur með tilkomu bóluefnis. Það er vissulega mjög ánægjulegt að áhrifarík bóluefni séu að koma fram og almenn bólusetning getið þannig orðið til þess að flýta endalokum faraldursins. Fram hjá því verður þó ekki litið að taka mun talsverðan tíma að bólusetja nægilega marga til að ná slíku hjarðónæmi, en bjartsýnar spár segja að það náist etv. í sumar. Það eru því margir mánuðir eftir þar sem er hætta á fleiri Landakotsslysum, með áframhaldandi lokunum skóla og lokun landsins. Vegna þessa er enn mikilvægt að mismunandi viðhorf séu reifuð þar sem um er að ræða nýja tegund veiru og enn stendur yfir leit að bestu leiðum til bjargar. Þekkingin er í stöðugri þróun Opinber stefna vegna COVID-19 hlýtur að verða að grundvallast á bestu vísindum og jafnframt að samræmast gildismati samfélagsins. Ein ástæðan fyrir því að COVID-19 hefur valdið miklum skakkaföllum í löndum Evrópu og Bandaríkjanna eru hin sterku gildi einstaklingsfrelsis í þessu löndum. Íbúar Vesturlanda meta frelsi einstaklingsins mjög mikils, enda hafa miklar fórnir verið færðar í gegnum aldirnar til að ná þeim réttindum. Bestu vísindarök eru mjög mikilvæg en vísindamenn vita að þegar um er að ræða nýjan sjúkdóm þá þróast vitneskjan oft hratt. Það hefur sannarlega gerst með COVID-19. Dánartíðni var stórlega ofmetin í upphafi faraldursins, WHO og sóttvarnaryfirvöld hérlendis töldu grímur ekki hjálplegar upphaflega, en skipti svo um skoðun. Upphaflega var talið að einkennalausir smituðu ekki frá sér, síðan var það talið algengt en nú er komin stór rannsókn sem birtist í Nature communications þar sem engin smit komu fram hjá 1147 einstaklingum sem voru í nánum samskiptum við smitaða en einkennalausa einstaklinga. Vísindi eru því sannarlega mikilvæg en við verðum að taka nýjustu upplýsingum með fyrirvara því þekkingin þróast hratt. Hverjar eru okkar áherslur? Helstu áherslur hópsins eru m.a. eftirfarandi: Grunn- og framhaldsskólar eiga að vera opnir. Börn og ungmenni eiga á hættu að skaðast einna mest á aðgerðum gegn COVID-19 því þær valda bæði skammtímaáhrifum eins og einangrun, þunglyndi og hættu á að flosna upp úr námi en líka langtímaáhrifum þar sem hin mikla skuldasöfnun ríkisins mun leggjast af þunga á herðar þessara kynslóða. Líkurnar á að börn aldrinum 5-9 ára deyi af COVID-19 eru 0.001% (1 af hundrað þúsund) og ungmenni yngri en 30 ára hafa áhættu upp á 0.01% (1 af tíu þúsund). Flestir af þeim sem hafa látist í þessum hópum hafa verið með undirliggjandi sjúkdóma og því er hættan hjá hraustum einstaklingum enn lægri. Þessi hópur samfélagsins er um 40% íbúa landsins. Huga þarf að áhættu við gjöf nýs bóluefnis hjá þessum hópi þar sem ekki er fullkomlega ljóst hvort einhverjar aukaverkanir koma fram þegar hin nýju bóluefni verða gefin í stórum stíl. Börn voru ekki höfð með í þeim rannsóknum á bóluefnum gegn COVID-19 sem nú eru að koma fram. Þessir hópar eiga því að mæta afgangi þar til hugsanlegar aukaverkanir bóluefna hafa komið betur í ljós. Vernda þarf þá allra viðkvæmustu miklu betur. Hópslysið á Landakoti þar sem 13 einstaklingar létust og dánarhlutfall þeirra sem smituðust var 15% sýnir hversu alvarlegt það er þegar ekki er nægilega vel staðið að verndun viðkvæmasta hópsins. Við bentum nýlega á það sem betur má fara í þessum málaflokki hér. Verndun viðkvæmra hópa í samfélaginu er vissulega vandkvæðum bundin en þó er vel hægt að finna lausnir á því, sjá t.d. hér. Hins vegar virðist besta vernd þessara hópa vera handan við hornið með tilkomu bóluefnis og þeir eiga að vera þar í forgangi. Þegar búið verður að bólusetja viðkvæma hópa og framlínustarfsmenn er nauðsynlegt að slaka verulega á samfélagslegum höftum, til að lágmarka afleiddar og skaðlegar afleiðingar þessara hafta. Losa þarf um hömlur á landamærum. Mikilvægt er að koma fram með framtíðarlausn sem fyrst svo ferðasumarið 2021 fari ekki í súginn. Við styðjum mjög vandaða vinnu starfshóps á vegum fjármálaráðuneytis sem kom fram með ítarlega skýrslu og tillögur að breyttum áherslum á landamærum sem samræmast því sem meðlimir þessa hóps hafa haldið fram, sjá hér. Íþróttir og íþróttatengd starfsemi er mikilvæg fyrir lýðheilsu og andlega heilsu ungmenna. Við styðjum áframhaldandi starfsemi þar og erum þar á sama máli og tveir læknar á Landspítala og fleiri sem hafa tjáð sig um þetta, sjá m.a. þessa tvo tengla, hér og hér. Heildaráhrifin til langs tíma eru lykilatriðið, ekki fjöldi smita COVID-19 er ekki bara læknisfræðilegt vandamál. Það spannar svið eins og hagfræði, siðfræði, lýðheilsufræði, lögfræði og margt fleira. Gildi samfélagsins koma sterkt inn í viðbrögðin gegn þessari nýju pest. Fjölmiðlaumræða og upplýsingagjöf til almennings hefur líka verið misvísandi. Annars vegar erum við með mjög skýrar tölur í rauntíma um fjölda smita, innlagna og dauðsfalla af völdum COVID-19. Þessar tölur fá mikið rými í fréttum, upplýsingafundum og viðtölum. Hins vegar eru afleiðingar aðgerða gegn COVID-19 ekki eins skýrar og koma fram á löngum tíma, sennilega nokkrum árum. Þar má nefna seinkun á nauðsynlegri læknismeðferð, sjálfsmorð, heimilisofbeldi, ofbeldi gegn börnum, aukna neyslu áfengis, atvinnuleysi, gjaldþrot, flosnun úr námi og margt fleira. Þessar afleiðingar fá ekki eins mikið rými í umfjöllun fjölmiðla og það hefur áhrif á hvernig umræðan um ástandið þróast. Við viljum lágmarka skaðann af völdum COVID-19 þegar litið er til heildarhagsmuna til langs tíma. Það er leiðarljós okkar í þessari umræðu og mikilvægt að allar raddir heyrist þar sem miklir hagsmunir eru í húfi. Byggjum á rökum, ekki hræðsluáróðri Lýðræðisleg umræða veitir nauðsynlegt aðhald gagnvart þeim sem stýra ferðinni. Á tímum eins og þeim sem við nú lifum má ekki gleyma skyldum okkar gagnvart þeim undirstöðum sem frjálslynd vestræn lýðræðisríki byggja tilvist sína á. Við þurfum meiri umræðu, ekki þöggun; meira gagnsæi, ekki leyndarhyggju; traust rök sem byggja á reynsluvísindum, ekki óttastjórnun. Arnar Þór Jónsson Ársæll Jónsson Bjarni Theódór Bjarnason Bjarni Jónsson Davíð Snær Jónsson Garðar Árni Garðarsson Geir Ágústsson Guðmundur Edgarsson Hjalti Baldursson Jón Ívar Einarsson Magnús Örn Gunnarsson Sigríður Á. Andersen Svava Liv Edgarsdóttir Úlfar Steindórsson Vilhjálmur Egilsson Þorsteinn Siglaugsson
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun