Erlent

Sænski prinsinn og Sofía prinsessa með Co­vid-19

Atli Ísleifsson skrifar
Sofia prinsessa og Karl Filippus gengu í hjónaband árið 2015.
Sofia prinsessa og Karl Filippus gengu í hjónaband árið 2015. Getty

Sænski prinsinn Karl Filippus og Sofía prinsessa, eiginkona hans, hafa greinst með Covid-19.

Sænski prinsinn Karl Filippus og Sofía prinsessa, eiginkona hans, hafa greinst með Covid-19.

Frá þessu segir í tilkynningu frá sænsku konungshöllinni. Þar segir að smitrakning sé hafin og að prinsinn og prinsessan séu bæði með væg flensueinkenni en að þeim líði eftir atvikum vel.

Karl Gústaf konungur, Silvía drottning, Viktoría krónprinsessa og Daníel prins munu öll gangast undir skimun til að athuga hvort að þau hafi einnig smitast af veirunni. 

Upplýsingafulltrúi konungsfjölskyldunnar segir að fjölskyldan hafi öll komið saman síðastliðinn föstudag, í útför Walther Sommerlath, bróður Silvíu drottningar.

Hinn 41 árs gamli prins, Karl Filippus, er annað barn konungs og drottningar. Sofía er 35 ára, en þau gengu í hjónaband árið 2015 og eiga saman tvo syni, Alexander og Gabríel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×