Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 08:57 Þessi mynd er tekin í vonskuveðri sem gekk yfir landið um miðjan desember í fyrra. Vísir/Vilhelm Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. Fá verkefni bárust björgunarsveitum á landinu í vonskuveðri sem gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Eitthvað var um fok og einn bíll í vandræðum en verkefnin voru innan við tíu talsins. Í dag er áfram varað við vondu veðri á stærstum hluta landsins. Hríðarveður er í vændum og gular og appelsíngular viðvaranir taka gildi fyrir hádegi og eftir hádegi. Veðrið verður einna verst við Faxaflóa og Breiðafjörð þar sem appelsínugular viðvaranir gilda. Davíð segir björgunarsveitarfólk vel undirbúið fyrir daginn. „Björgunarsveitarfólk víða um landið er mjög meðvitað um veðrið og klárt að bregðast við ef kallið kemur. En við ítrekum það við fólk þótt að þessi nótt hafi gengið vel að fólk fylgist áfram vel með upplýsingum um færð og veður og hinkri með ferðalög á meðan veðrið gengur yfir,“ segir Davíð. Engin björgunarþyrla er tiltæk hjá Landhelgisgæslunni vegna verkfalls flugvirkja en þyrlur Gæslunnar gegna mikilvægu hlutverki í almannavarnakerfi þjóðarinnar. Aðspurður hvaða áhrif þetta hafi á störf og undirbúning Landsbjargar, til dæmis í dag þegar búist er við miklu óveðri, segir Davíð að undirbúningur björgunarsveitanna nú hafi verið á hefðbundinn hátt. „Ég held að það sjái það allir að þetta er alvarleg staða, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga. Við undirbúum okkur í raun og veru á hefðbundinn hátt. Björgunarsveitarfólk er vel þjálfað og vel tækjum búið. Þökk sé stuðningi samfélagsins þá eru björgunarsveitir til taks allt árið um kring, allan sólarhringinn úti um allt land,“ segir Davíð og bætir við að Landsbjörg og Gæslan hafi alltaf átt í mjög góðu samstarfi. „Svo við kjósum auðvitað að þetta leysist fljótt þannig að við getum haldið áfram þessu góða samstarfi.“ Veður Björgunarsveitir Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Fá verkefni bárust björgunarsveitum á landinu í vonskuveðri sem gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Eitthvað var um fok og einn bíll í vandræðum en verkefnin voru innan við tíu talsins. Í dag er áfram varað við vondu veðri á stærstum hluta landsins. Hríðarveður er í vændum og gular og appelsíngular viðvaranir taka gildi fyrir hádegi og eftir hádegi. Veðrið verður einna verst við Faxaflóa og Breiðafjörð þar sem appelsínugular viðvaranir gilda. Davíð segir björgunarsveitarfólk vel undirbúið fyrir daginn. „Björgunarsveitarfólk víða um landið er mjög meðvitað um veðrið og klárt að bregðast við ef kallið kemur. En við ítrekum það við fólk þótt að þessi nótt hafi gengið vel að fólk fylgist áfram vel með upplýsingum um færð og veður og hinkri með ferðalög á meðan veðrið gengur yfir,“ segir Davíð. Engin björgunarþyrla er tiltæk hjá Landhelgisgæslunni vegna verkfalls flugvirkja en þyrlur Gæslunnar gegna mikilvægu hlutverki í almannavarnakerfi þjóðarinnar. Aðspurður hvaða áhrif þetta hafi á störf og undirbúning Landsbjargar, til dæmis í dag þegar búist er við miklu óveðri, segir Davíð að undirbúningur björgunarsveitanna nú hafi verið á hefðbundinn hátt. „Ég held að það sjái það allir að þetta er alvarleg staða, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga. Við undirbúum okkur í raun og veru á hefðbundinn hátt. Björgunarsveitarfólk er vel þjálfað og vel tækjum búið. Þökk sé stuðningi samfélagsins þá eru björgunarsveitir til taks allt árið um kring, allan sólarhringinn úti um allt land,“ segir Davíð og bætir við að Landsbjörg og Gæslan hafi alltaf átt í mjög góðu samstarfi. „Svo við kjósum auðvitað að þetta leysist fljótt þannig að við getum haldið áfram þessu góða samstarfi.“
Veður Björgunarsveitir Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira