Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2020 12:03 Angus Campbell, æðsti herforingi ástralska hersins. Hann sagði frá því á dögunum að vísbendingar væru um einhverskonar hefð þar sem nýir sérsveitarmenn voru látnir skjóta óvopnaða fanga til bana í Afganistan. EPA/MICK TASIKAS Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. Minnst tíu sérsveitarhermenn í Ástralíu hafa fengið reisupassann vegna mögulegra stríðsglæpa ástralskra hermanna í Afganistan og rannsóknar sem snýr að þeim. Þeir eru taldir hafa komið að eða orðið vitni af morðum annarra hermanna en eru ekki meðal þeirra 19 hermanna sem búið er að leggja til að verði rannsakaðir af Alríkislögreglu Ástralíu og mögulega ákærðir. Samkvæmt heimildum ABC News í Ástralíu tilheyra allir mennirnir tíu Special Air Service deildum hers Ástralíu og kemur til greina að grípa til aðgerða gegn fleiri hermönnum. Skýrsla um misferli sérsveitarmanna í stríðinu í Afganistan var nýverið gefin út og kom þar fram að trúverðugar vísbendingar hefðu fundist fyrir stríðsglæpum ástralskra hermanna þar í landi. Alls fundust vísbendingar um að 39 óvopnaðir fangar og borgarar hefðu verið myrtir af 19 hermönnum. Skýrsluna má lesa hér. Nýir hermenn voru meðal annars látnir skjóta fanga til bana og varð það einhvers konar hefð í sérsveitunum. Yfirmenn þeirra sögðu þeim að taka menn af lífi. Sjá einnig: Ástralskir hermenn drápu almenna borgara í Afganistan Hermennirnir tíu hafa tvær vikur til að bregðast við brottvísunum sínum og þar á meðal geta þeir krafist frests. Varnarmálaráðuneyti Ástralíu segist ekki ætla að opinbera um hvaða hermenn sé að ræða og segir að það sé mikilvægt að fylgja réttum ferlum í þessu máli. Að öðru leyti ætlar ráðuneytið ekki að tjá sig, samkvæmt frétt ABC News. Einn sérfræðingur sem rætt var við segir mikilvægt að breytingar verði gerðar á „eitraðri“ menningu SAS-sveitanna. Þegar Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hélt blaðamannafund í aðdraganda útgáfu skýrslunnar fyrr í mánuðinum hét hann því að skipa óháða nefnd sem ætti að vakta viðbrögð hersins við þessum vendingum. Linda Reynolds, varnarmálaráðherra, sagði í síðustu viku að henni hefði verið líkamlega illt við að lesa skýrsluna. Fyrr á þessu ári var sérsveitarmanni vikið úr hernum eftir að myndband af honum taka óvopnaða almennan borgara af lífi var birt í fréttum í Ástralíu. Myndbandið var frá 2012 og rannsakendur hersins höfðu áður komist að því að maðurinn hefði verið skotinn í sjálfsvörn. Ástralía Afganistan Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Minnst tíu sérsveitarhermenn í Ástralíu hafa fengið reisupassann vegna mögulegra stríðsglæpa ástralskra hermanna í Afganistan og rannsóknar sem snýr að þeim. Þeir eru taldir hafa komið að eða orðið vitni af morðum annarra hermanna en eru ekki meðal þeirra 19 hermanna sem búið er að leggja til að verði rannsakaðir af Alríkislögreglu Ástralíu og mögulega ákærðir. Samkvæmt heimildum ABC News í Ástralíu tilheyra allir mennirnir tíu Special Air Service deildum hers Ástralíu og kemur til greina að grípa til aðgerða gegn fleiri hermönnum. Skýrsla um misferli sérsveitarmanna í stríðinu í Afganistan var nýverið gefin út og kom þar fram að trúverðugar vísbendingar hefðu fundist fyrir stríðsglæpum ástralskra hermanna þar í landi. Alls fundust vísbendingar um að 39 óvopnaðir fangar og borgarar hefðu verið myrtir af 19 hermönnum. Skýrsluna má lesa hér. Nýir hermenn voru meðal annars látnir skjóta fanga til bana og varð það einhvers konar hefð í sérsveitunum. Yfirmenn þeirra sögðu þeim að taka menn af lífi. Sjá einnig: Ástralskir hermenn drápu almenna borgara í Afganistan Hermennirnir tíu hafa tvær vikur til að bregðast við brottvísunum sínum og þar á meðal geta þeir krafist frests. Varnarmálaráðuneyti Ástralíu segist ekki ætla að opinbera um hvaða hermenn sé að ræða og segir að það sé mikilvægt að fylgja réttum ferlum í þessu máli. Að öðru leyti ætlar ráðuneytið ekki að tjá sig, samkvæmt frétt ABC News. Einn sérfræðingur sem rætt var við segir mikilvægt að breytingar verði gerðar á „eitraðri“ menningu SAS-sveitanna. Þegar Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hélt blaðamannafund í aðdraganda útgáfu skýrslunnar fyrr í mánuðinum hét hann því að skipa óháða nefnd sem ætti að vakta viðbrögð hersins við þessum vendingum. Linda Reynolds, varnarmálaráðherra, sagði í síðustu viku að henni hefði verið líkamlega illt við að lesa skýrsluna. Fyrr á þessu ári var sérsveitarmanni vikið úr hernum eftir að myndband af honum taka óvopnaða almennan borgara af lífi var birt í fréttum í Ástralíu. Myndbandið var frá 2012 og rannsakendur hersins höfðu áður komist að því að maðurinn hefði verið skotinn í sjálfsvörn.
Ástralía Afganistan Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira