Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2020 12:03 Angus Campbell, æðsti herforingi ástralska hersins. Hann sagði frá því á dögunum að vísbendingar væru um einhverskonar hefð þar sem nýir sérsveitarmenn voru látnir skjóta óvopnaða fanga til bana í Afganistan. EPA/MICK TASIKAS Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. Minnst tíu sérsveitarhermenn í Ástralíu hafa fengið reisupassann vegna mögulegra stríðsglæpa ástralskra hermanna í Afganistan og rannsóknar sem snýr að þeim. Þeir eru taldir hafa komið að eða orðið vitni af morðum annarra hermanna en eru ekki meðal þeirra 19 hermanna sem búið er að leggja til að verði rannsakaðir af Alríkislögreglu Ástralíu og mögulega ákærðir. Samkvæmt heimildum ABC News í Ástralíu tilheyra allir mennirnir tíu Special Air Service deildum hers Ástralíu og kemur til greina að grípa til aðgerða gegn fleiri hermönnum. Skýrsla um misferli sérsveitarmanna í stríðinu í Afganistan var nýverið gefin út og kom þar fram að trúverðugar vísbendingar hefðu fundist fyrir stríðsglæpum ástralskra hermanna þar í landi. Alls fundust vísbendingar um að 39 óvopnaðir fangar og borgarar hefðu verið myrtir af 19 hermönnum. Skýrsluna má lesa hér. Nýir hermenn voru meðal annars látnir skjóta fanga til bana og varð það einhvers konar hefð í sérsveitunum. Yfirmenn þeirra sögðu þeim að taka menn af lífi. Sjá einnig: Ástralskir hermenn drápu almenna borgara í Afganistan Hermennirnir tíu hafa tvær vikur til að bregðast við brottvísunum sínum og þar á meðal geta þeir krafist frests. Varnarmálaráðuneyti Ástralíu segist ekki ætla að opinbera um hvaða hermenn sé að ræða og segir að það sé mikilvægt að fylgja réttum ferlum í þessu máli. Að öðru leyti ætlar ráðuneytið ekki að tjá sig, samkvæmt frétt ABC News. Einn sérfræðingur sem rætt var við segir mikilvægt að breytingar verði gerðar á „eitraðri“ menningu SAS-sveitanna. Þegar Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hélt blaðamannafund í aðdraganda útgáfu skýrslunnar fyrr í mánuðinum hét hann því að skipa óháða nefnd sem ætti að vakta viðbrögð hersins við þessum vendingum. Linda Reynolds, varnarmálaráðherra, sagði í síðustu viku að henni hefði verið líkamlega illt við að lesa skýrsluna. Fyrr á þessu ári var sérsveitarmanni vikið úr hernum eftir að myndband af honum taka óvopnaða almennan borgara af lífi var birt í fréttum í Ástralíu. Myndbandið var frá 2012 og rannsakendur hersins höfðu áður komist að því að maðurinn hefði verið skotinn í sjálfsvörn. Ástralía Afganistan Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Minnst tíu sérsveitarhermenn í Ástralíu hafa fengið reisupassann vegna mögulegra stríðsglæpa ástralskra hermanna í Afganistan og rannsóknar sem snýr að þeim. Þeir eru taldir hafa komið að eða orðið vitni af morðum annarra hermanna en eru ekki meðal þeirra 19 hermanna sem búið er að leggja til að verði rannsakaðir af Alríkislögreglu Ástralíu og mögulega ákærðir. Samkvæmt heimildum ABC News í Ástralíu tilheyra allir mennirnir tíu Special Air Service deildum hers Ástralíu og kemur til greina að grípa til aðgerða gegn fleiri hermönnum. Skýrsla um misferli sérsveitarmanna í stríðinu í Afganistan var nýverið gefin út og kom þar fram að trúverðugar vísbendingar hefðu fundist fyrir stríðsglæpum ástralskra hermanna þar í landi. Alls fundust vísbendingar um að 39 óvopnaðir fangar og borgarar hefðu verið myrtir af 19 hermönnum. Skýrsluna má lesa hér. Nýir hermenn voru meðal annars látnir skjóta fanga til bana og varð það einhvers konar hefð í sérsveitunum. Yfirmenn þeirra sögðu þeim að taka menn af lífi. Sjá einnig: Ástralskir hermenn drápu almenna borgara í Afganistan Hermennirnir tíu hafa tvær vikur til að bregðast við brottvísunum sínum og þar á meðal geta þeir krafist frests. Varnarmálaráðuneyti Ástralíu segist ekki ætla að opinbera um hvaða hermenn sé að ræða og segir að það sé mikilvægt að fylgja réttum ferlum í þessu máli. Að öðru leyti ætlar ráðuneytið ekki að tjá sig, samkvæmt frétt ABC News. Einn sérfræðingur sem rætt var við segir mikilvægt að breytingar verði gerðar á „eitraðri“ menningu SAS-sveitanna. Þegar Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hélt blaðamannafund í aðdraganda útgáfu skýrslunnar fyrr í mánuðinum hét hann því að skipa óháða nefnd sem ætti að vakta viðbrögð hersins við þessum vendingum. Linda Reynolds, varnarmálaráðherra, sagði í síðustu viku að henni hefði verið líkamlega illt við að lesa skýrsluna. Fyrr á þessu ári var sérsveitarmanni vikið úr hernum eftir að myndband af honum taka óvopnaða almennan borgara af lífi var birt í fréttum í Ástralíu. Myndbandið var frá 2012 og rannsakendur hersins höfðu áður komist að því að maðurinn hefði verið skotinn í sjálfsvörn.
Ástralía Afganistan Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira