Íhuga að kalla hermenn heim frá Sómalíu Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2020 14:22 Bandarískur hermaður stendur vörð að nóttu til í Sómalíu. AP/Christopher Ruano Bandaríkjamenn íhuga að kalla alla rúmlega 700 hermenn sína frá Sómalíu. Sérfræðingar óttast að mikil óreiða gæti fylgt slíkri ákvörðun. Ráðamenn í Bandaríkjunum íhuga nú að kalla nokkur hundruð hermenn ríkisins í Sómalíu heim. Sérfræðingar óttast að nú sé ekki rétti tíminn til þess þar sem Sómalía muni mögulega ganga í gegnum flókna tíma á næstu vikum og mánuðum þar sem kosningabarátta fyrir bæði þing- og forsetakosningar er að hefjast. Þá féll útsendari leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, og fyrrverandi sérsveitarmaður í átökum við vígamenn í Sómalíu á dögunum. New York Times segir óljóst hvort útsendarinn hafi fallið í árás á vígamenn eða í árás vígamanna. Rúmlega 700 bandarískir hermenn eru í Sómalíu og þar taka þeir þátt í aðgerðum gegn vígahópum og hryðjuverkasamtökum og þjálfa heimamenn. Innan veggja varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna er verið að skoða að kalla þá heim áður en Donald Trump lætur af embætti forseta þann 20. janúar. Afríkubandalagið er sömuleiðis byrjað að kalla einhverja af um 19 þúsund hermönnum sínum frá Sómalíu en sérfræðingar efast verulega um að Sómalar hafi burði til að halda einir aftur af öllum þeim sem ógna friði og öryggi í landinu. Auk stríðsherra eru vígamenn al-Shabab, sem tengist al-Qaeda, og Íslamska ríkisins með viðveru í Sómalíu. ISIS-liðar eru taldir tiltölulega fáir en Sameinuðu þjóðirnar áætla, samkvæmt AP fréttaveitunni, að um fimm til tíu þúsund vígamenn tilheyri al-Shabab, sem hafa framið ýmis ódæði á undanförnum árum. Talið er að vígamenn al-Shabab í Sómalíu séu á bilinu fimm til tíu þúsund.AP/Abdi Warsameh Ekki sammála um ógn al-Shabab Sérfræðingar eru ekki einróma um hættuna sem stafar af al-Shabab. Einhverjir telja að samtökin muni aldrei teygja anga sína út fyrir austurhluta Afríku en aðrir óttast að sé ekki staðið í hárinu á þeim gætu þeir orðið álíka umsvifamiklir og Íslamska ríkið og al-Qaeda. New York Times segir frá því að meðlimir samtakanna hafi verið handteknir í Filippseyjum, þar sem þeir voru að læra flug, og vitað sé að einhverjir þeirra hafi reynt að koma höndum yfir flugskeyti sem hönnuð eru til að skjóta niður flugvélar. Aukini umsvif samtakanna hafa leitt til samhliða aukningar umsvifa Bandaríkjanna á svæðinu. Meðal annars felast mikil fjölgun drónaárása í þeirri aukningu. Verði bandarískir hermenn kallaði frá Sómalíu myndi þeim árásum þó ekki vera hætt þar sem þær eru gerðar frá herstöðvum Bandaríkjanna í Kenýa og Djíbútí. Hermenn yrðu ekki kallaðir þaðan samkvæmt þeim vangaveltum sem eru uppi vestanhafs um þessar mundir. Segja brotthvarf koma niður á öryggi Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja að brottför Bandaríkjamanna frá Sómalíu myndi koma verulega niður á öryggi þar. Meðal annars er vísað til þess að öryggissveitir landsins hafi batnað til muna á undanförnum árum en þó sé mikil vinna eftir þar. AP vísar þar að auki í skýrslu frá varnarmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að áætlun Bandaríkjanna um að gera öryggissveitir Sómalíu sjálfbærar á næsta ári, sé töluvert á eftir áætlun. Sveitirnar séu ekki tilbúnar og geti ekki staðið í hárinu á vígamönnum al-Shabab. Jafnvel með aðstoð Afríkubandalagsins. Bandaríkin Sómalía Tengdar fréttir Ellefu manns féllu í árás í Mogadishu Sómalískir hermenn bundu í gærkvöldi enda á umsátur í Mogadishu þar sem vígamenn höfðu tekið stjórn á hóteli. 17. ágúst 2020 08:18 Ráðist á bandaríska herstöð í Kenía Einn bandarískur hermaður og tveir borgaralegir starfsmenn létust í árás á herstöð í Kenía. Tveir til viðbótar særðust í árásinni. 5. janúar 2020 23:15 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Ráðamenn í Bandaríkjunum íhuga nú að kalla nokkur hundruð hermenn ríkisins í Sómalíu heim. Sérfræðingar óttast að nú sé ekki rétti tíminn til þess þar sem Sómalía muni mögulega ganga í gegnum flókna tíma á næstu vikum og mánuðum þar sem kosningabarátta fyrir bæði þing- og forsetakosningar er að hefjast. Þá féll útsendari leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, og fyrrverandi sérsveitarmaður í átökum við vígamenn í Sómalíu á dögunum. New York Times segir óljóst hvort útsendarinn hafi fallið í árás á vígamenn eða í árás vígamanna. Rúmlega 700 bandarískir hermenn eru í Sómalíu og þar taka þeir þátt í aðgerðum gegn vígahópum og hryðjuverkasamtökum og þjálfa heimamenn. Innan veggja varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna er verið að skoða að kalla þá heim áður en Donald Trump lætur af embætti forseta þann 20. janúar. Afríkubandalagið er sömuleiðis byrjað að kalla einhverja af um 19 þúsund hermönnum sínum frá Sómalíu en sérfræðingar efast verulega um að Sómalar hafi burði til að halda einir aftur af öllum þeim sem ógna friði og öryggi í landinu. Auk stríðsherra eru vígamenn al-Shabab, sem tengist al-Qaeda, og Íslamska ríkisins með viðveru í Sómalíu. ISIS-liðar eru taldir tiltölulega fáir en Sameinuðu þjóðirnar áætla, samkvæmt AP fréttaveitunni, að um fimm til tíu þúsund vígamenn tilheyri al-Shabab, sem hafa framið ýmis ódæði á undanförnum árum. Talið er að vígamenn al-Shabab í Sómalíu séu á bilinu fimm til tíu þúsund.AP/Abdi Warsameh Ekki sammála um ógn al-Shabab Sérfræðingar eru ekki einróma um hættuna sem stafar af al-Shabab. Einhverjir telja að samtökin muni aldrei teygja anga sína út fyrir austurhluta Afríku en aðrir óttast að sé ekki staðið í hárinu á þeim gætu þeir orðið álíka umsvifamiklir og Íslamska ríkið og al-Qaeda. New York Times segir frá því að meðlimir samtakanna hafi verið handteknir í Filippseyjum, þar sem þeir voru að læra flug, og vitað sé að einhverjir þeirra hafi reynt að koma höndum yfir flugskeyti sem hönnuð eru til að skjóta niður flugvélar. Aukini umsvif samtakanna hafa leitt til samhliða aukningar umsvifa Bandaríkjanna á svæðinu. Meðal annars felast mikil fjölgun drónaárása í þeirri aukningu. Verði bandarískir hermenn kallaði frá Sómalíu myndi þeim árásum þó ekki vera hætt þar sem þær eru gerðar frá herstöðvum Bandaríkjanna í Kenýa og Djíbútí. Hermenn yrðu ekki kallaðir þaðan samkvæmt þeim vangaveltum sem eru uppi vestanhafs um þessar mundir. Segja brotthvarf koma niður á öryggi Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja að brottför Bandaríkjamanna frá Sómalíu myndi koma verulega niður á öryggi þar. Meðal annars er vísað til þess að öryggissveitir landsins hafi batnað til muna á undanförnum árum en þó sé mikil vinna eftir þar. AP vísar þar að auki í skýrslu frá varnarmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að áætlun Bandaríkjanna um að gera öryggissveitir Sómalíu sjálfbærar á næsta ári, sé töluvert á eftir áætlun. Sveitirnar séu ekki tilbúnar og geti ekki staðið í hárinu á vígamönnum al-Shabab. Jafnvel með aðstoð Afríkubandalagsins.
Bandaríkin Sómalía Tengdar fréttir Ellefu manns féllu í árás í Mogadishu Sómalískir hermenn bundu í gærkvöldi enda á umsátur í Mogadishu þar sem vígamenn höfðu tekið stjórn á hóteli. 17. ágúst 2020 08:18 Ráðist á bandaríska herstöð í Kenía Einn bandarískur hermaður og tveir borgaralegir starfsmenn létust í árás á herstöð í Kenía. Tveir til viðbótar særðust í árásinni. 5. janúar 2020 23:15 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Ellefu manns féllu í árás í Mogadishu Sómalískir hermenn bundu í gærkvöldi enda á umsátur í Mogadishu þar sem vígamenn höfðu tekið stjórn á hóteli. 17. ágúst 2020 08:18
Ráðist á bandaríska herstöð í Kenía Einn bandarískur hermaður og tveir borgaralegir starfsmenn létust í árás á herstöð í Kenía. Tveir til viðbótar særðust í árásinni. 5. janúar 2020 23:15