Segir endurfjármögnun „besta tímakaup sem fólk getur haft yfir ævina“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. nóvember 2020 12:01 Páll Pálsson fasteignasali segir að fólk eltist við afsláttardaga verslana en gefi sér ekki nægan tíma til að endurskoða lánamálin. Vísir/Vilhelm „Sjálfur hef ég endurfjármagnað þrisvar sinnum á síðustu 18 mánuðum en ég mæli með að fólk skoði sín mál á eins til þriggja ára fresti eða jafnvel oftar,“ segir fasteignasalinn Páll Pálsson. Hann ráðleggur fólki að fylgjast með fréttum um vaxtabreytingar bera saman lánið sem það er með við lánið sem það gæti fengið. „Sem dæmi hafa orðið fjórar eða fimm vaxtalækkanir á undanförnum misserum,“ útskýrir Páll. „Fasteignalán eru líklega dýrasta þjónusta sem við flest okkar kaupum yfir ævi okkar og getur munað gríðarlegum fjármunum að leitast eftir best kjörum á lánamarkaði hverju sinni. Þegar fólk reiknar upp lánin sín og hvað það er að greiða mikið til baka yfir lánstímann sér það fljótt að breyta láninu getur sparað stórar fjárhæðir og líklega besta tímakaup sem fólk getur haft yfir ævina.“ Fasteignalán eru líklega dýrasta þjónusta sem fólk kaupir um ævina, segir Páll Pálsson fasteignasali.Vísir/Vilhelm Bylting í endurfjármögnun Þegar kemur að endurfjármögnun, segir Páll að það sé mikilvægt að leita ráða. „Ég segi fólki að leita ráða á þrjá mismunandi staði. Fjármálastofnun, til fagaðila eins og fasteignasala og svo ættingja sem hefur reynslu á þessu sviði og meta svo sjálfir hver besti og hagkvæmasti kosturinn er fyrir hvern og einn.“ Nefnir hann vefina Aurbjorg.is og Herborg.is sem geri samanburð á þeim lánum sem eru í boði á markaðinum hverju sinni. „Eftir að vextir fóru að lækka svona mikið og kostnaður við lántöku og uppgreiðslu lána fór einnig lækkandi þá hefur orðið mikil bylting í þeim fjölda sem hafa verið að endurfjármagna. Hvað margir eða hversu mörg heimili hafa endurfjármagnað er ekki vitað. Þeir sem hafa ekki endurfjármagnað á síðustu sex til tólf mánuðum ættu klárlega að skoða sín mál því tapið gæti verið töluvert á að gera það ekki.“ En hvað ber að hafa í huga? „Ég segi alltaf að það er þrennt sem gott er að hafa í huga. Hversu mikið ertu að greiða til baka yfir lánstímann? Til dæmis er 30 milljóna verðtryggt lán til 40 ára um það bil 100 til 110 milljónir til baka í endurgreiðslu og mikilvægt að hafa það eins lágt og hægt er. Svo þarf að bera saman vexti. Það þriðja er að skoða hversu mikið af afborguninni er að fara niður af höfuðstólnum.“ Mikilvægt að skoða málin reglulega Að Páls mati eru að stærstu mistökin sem fólk geri sé í raun að gefa lánamálum sínum ekki alvarlega skoðun varðandi endurfjármögnun. „Fólk er oft tilbúið að hlaupa á eftir 20 til 25 prósent afslætti á Taxfree, Black Friday eða Cyber Monday fyrirbærum, sem er smá sparnaður við hlið þess að skoða lánamálin sín reglulega.“ Hann segir að helstu ókostirnir við endurfjármögnun séu að fólki finnist almennt leiðinlegt að standa í þessu. „Fólk veit ekki oft hvert á að leita, við hvern á að tala. Hvaða lán á að velja, hvernig lán á fólk að velja það er að segja verðtryggt eða óverðtryggt og svo framvegis. Þetta virkar oft mjög flókið og leiðinlegt og á til með að fresta þessari vinnu vegna þessa. En lífið er jú stundum þannig að maður þarf að taka á sig verkefni sem eru mis skemmtileg til að ná árangri.“ Hús og heimili Húsnæðismál Tengdar fréttir Landsbankinn lækkar vexti Landsbankinn hefur ákveðið að lækka vexti til einstaklinga og fyrirtækja frá og með 1. desember næstkomandi. Ákvörðunin er tekin eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í síðustu viku. 25. nóvember 2020 17:21 Ekki hægt að ætlast til að kaupendur hafi þekkingu til að meta ástand eigna Fasteignasali segir að hér á landi ætti að taka upp þá hefð að láta fagmenn skoða fasteignir áður en þær eru seldar. Hann segir lögin ófullkomin og dómafordæmin mörg galin. Ástandsskoðun sé bæði seljendum og kaupendum í hag og dragi úr deilumálum. 17. október 2020 08:01 Allt sem þú þarft að vita áður en þú kaupir fasteign „Markaðurinn virðist vera nokkuð kaupendavænn þar sem framboðið er ágætt, vextir á fasteignalánum eru sögulega lágir og verð virðist á uppleið,“ segir Páll Pálsson fasteignasali, aðspurður um stöðuna á fasteignamarkaðinum núna. 22. september 2020 15:31 Algengustu mistökin að ganga ekki nógu langt fyrir myndatöku og sölu fasteignarinnar Fasteignamarkaðurinn er nú farinn að hreyfast á ný eftir rólegar vikur. Lífið fékk fasteignasalann Pál Pálsson til að gefa lesendum í söluhugleiðingum nokkur góð ráð. Það er greinilega ýmislegt hægt að gera til að auka líkur á sölu eignar og auka verðmæti hennar. 5. júní 2020 09:00 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Sjá meira
„Sem dæmi hafa orðið fjórar eða fimm vaxtalækkanir á undanförnum misserum,“ útskýrir Páll. „Fasteignalán eru líklega dýrasta þjónusta sem við flest okkar kaupum yfir ævi okkar og getur munað gríðarlegum fjármunum að leitast eftir best kjörum á lánamarkaði hverju sinni. Þegar fólk reiknar upp lánin sín og hvað það er að greiða mikið til baka yfir lánstímann sér það fljótt að breyta láninu getur sparað stórar fjárhæðir og líklega besta tímakaup sem fólk getur haft yfir ævina.“ Fasteignalán eru líklega dýrasta þjónusta sem fólk kaupir um ævina, segir Páll Pálsson fasteignasali.Vísir/Vilhelm Bylting í endurfjármögnun Þegar kemur að endurfjármögnun, segir Páll að það sé mikilvægt að leita ráða. „Ég segi fólki að leita ráða á þrjá mismunandi staði. Fjármálastofnun, til fagaðila eins og fasteignasala og svo ættingja sem hefur reynslu á þessu sviði og meta svo sjálfir hver besti og hagkvæmasti kosturinn er fyrir hvern og einn.“ Nefnir hann vefina Aurbjorg.is og Herborg.is sem geri samanburð á þeim lánum sem eru í boði á markaðinum hverju sinni. „Eftir að vextir fóru að lækka svona mikið og kostnaður við lántöku og uppgreiðslu lána fór einnig lækkandi þá hefur orðið mikil bylting í þeim fjölda sem hafa verið að endurfjármagna. Hvað margir eða hversu mörg heimili hafa endurfjármagnað er ekki vitað. Þeir sem hafa ekki endurfjármagnað á síðustu sex til tólf mánuðum ættu klárlega að skoða sín mál því tapið gæti verið töluvert á að gera það ekki.“ En hvað ber að hafa í huga? „Ég segi alltaf að það er þrennt sem gott er að hafa í huga. Hversu mikið ertu að greiða til baka yfir lánstímann? Til dæmis er 30 milljóna verðtryggt lán til 40 ára um það bil 100 til 110 milljónir til baka í endurgreiðslu og mikilvægt að hafa það eins lágt og hægt er. Svo þarf að bera saman vexti. Það þriðja er að skoða hversu mikið af afborguninni er að fara niður af höfuðstólnum.“ Mikilvægt að skoða málin reglulega Að Páls mati eru að stærstu mistökin sem fólk geri sé í raun að gefa lánamálum sínum ekki alvarlega skoðun varðandi endurfjármögnun. „Fólk er oft tilbúið að hlaupa á eftir 20 til 25 prósent afslætti á Taxfree, Black Friday eða Cyber Monday fyrirbærum, sem er smá sparnaður við hlið þess að skoða lánamálin sín reglulega.“ Hann segir að helstu ókostirnir við endurfjármögnun séu að fólki finnist almennt leiðinlegt að standa í þessu. „Fólk veit ekki oft hvert á að leita, við hvern á að tala. Hvaða lán á að velja, hvernig lán á fólk að velja það er að segja verðtryggt eða óverðtryggt og svo framvegis. Þetta virkar oft mjög flókið og leiðinlegt og á til með að fresta þessari vinnu vegna þessa. En lífið er jú stundum þannig að maður þarf að taka á sig verkefni sem eru mis skemmtileg til að ná árangri.“
Hús og heimili Húsnæðismál Tengdar fréttir Landsbankinn lækkar vexti Landsbankinn hefur ákveðið að lækka vexti til einstaklinga og fyrirtækja frá og með 1. desember næstkomandi. Ákvörðunin er tekin eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í síðustu viku. 25. nóvember 2020 17:21 Ekki hægt að ætlast til að kaupendur hafi þekkingu til að meta ástand eigna Fasteignasali segir að hér á landi ætti að taka upp þá hefð að láta fagmenn skoða fasteignir áður en þær eru seldar. Hann segir lögin ófullkomin og dómafordæmin mörg galin. Ástandsskoðun sé bæði seljendum og kaupendum í hag og dragi úr deilumálum. 17. október 2020 08:01 Allt sem þú þarft að vita áður en þú kaupir fasteign „Markaðurinn virðist vera nokkuð kaupendavænn þar sem framboðið er ágætt, vextir á fasteignalánum eru sögulega lágir og verð virðist á uppleið,“ segir Páll Pálsson fasteignasali, aðspurður um stöðuna á fasteignamarkaðinum núna. 22. september 2020 15:31 Algengustu mistökin að ganga ekki nógu langt fyrir myndatöku og sölu fasteignarinnar Fasteignamarkaðurinn er nú farinn að hreyfast á ný eftir rólegar vikur. Lífið fékk fasteignasalann Pál Pálsson til að gefa lesendum í söluhugleiðingum nokkur góð ráð. Það er greinilega ýmislegt hægt að gera til að auka líkur á sölu eignar og auka verðmæti hennar. 5. júní 2020 09:00 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Sjá meira
Landsbankinn lækkar vexti Landsbankinn hefur ákveðið að lækka vexti til einstaklinga og fyrirtækja frá og með 1. desember næstkomandi. Ákvörðunin er tekin eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í síðustu viku. 25. nóvember 2020 17:21
Ekki hægt að ætlast til að kaupendur hafi þekkingu til að meta ástand eigna Fasteignasali segir að hér á landi ætti að taka upp þá hefð að láta fagmenn skoða fasteignir áður en þær eru seldar. Hann segir lögin ófullkomin og dómafordæmin mörg galin. Ástandsskoðun sé bæði seljendum og kaupendum í hag og dragi úr deilumálum. 17. október 2020 08:01
Allt sem þú þarft að vita áður en þú kaupir fasteign „Markaðurinn virðist vera nokkuð kaupendavænn þar sem framboðið er ágætt, vextir á fasteignalánum eru sögulega lágir og verð virðist á uppleið,“ segir Páll Pálsson fasteignasali, aðspurður um stöðuna á fasteignamarkaðinum núna. 22. september 2020 15:31
Algengustu mistökin að ganga ekki nógu langt fyrir myndatöku og sölu fasteignarinnar Fasteignamarkaðurinn er nú farinn að hreyfast á ný eftir rólegar vikur. Lífið fékk fasteignasalann Pál Pálsson til að gefa lesendum í söluhugleiðingum nokkur góð ráð. Það er greinilega ýmislegt hægt að gera til að auka líkur á sölu eignar og auka verðmæti hennar. 5. júní 2020 09:00
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið