Smitstuðullinn yfir einum sem sé ávísun á aðra bylgju Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2020 14:40 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, óttast mjög jólin og ferðalögum og mannamótum sem þeim fylgja. Smitstuðullinn hér á landi er kominn upp fyrir 1,5 en allt fyrir ofan 1 er ávísun á aðra bylgju að sögn Thors Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Smitstuðull mælir hve smit dreifast hratt á milli manna. Thor segir stuðulinn hafa verið á uppleið of marga daga í röð. „Veiran er að dreifa sér of mikið. Það eru einstaklingar að fara um með veiruna og aðrir að taka við henni,“ segir Thor. Fjölgaði um 155 í sóttkví milli daga Ellefu greindust innanlands í gær, allir á höfuðborgarsvæðinu, en aðeins þrír af þeim voru í sóttkví. Fólki í sóttkví fjölgaði um 155, voru 291 í gær en 446 í dag. „Við verðum að muna að við á Íslandi erum á mjög góðum stað miðað við löndin í kring og árangurinn mjög góður, en það þýðir ekki að allt megi fara í slaka aftur. Þegar smitstuðullinn er yfir 1 má búast við bylgju aftur,“ segir Thor. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist á upplýsingafundi almannavarna í morgun hafa skilað tillögur til heilbrigðisráðherra um áframhaldandi aðgerðir. Næstu dagar muni þó ráða úrslitum um hvort hægt verði að fara í einhverjar tilslakanir. Verðum að vera vel á verði Thor segir að miðað við stöðuna sem er uppi í dag, margir að greinast utan sóttkvíar og smitstuðullinn jafnt og þétt á uppleið, sé hættulegt að slaka á. „Við verðum að vera mjög vel á verði núna.“ Jólahátíðin er fram undan og óttast Thor mjög að þróun faraldursins gæti tekið slæma stefnu með tilheyrandi ferðalögum og mannamótum. „Það sést að Bandaríkjamenn eru á nálum út af sinni þakkagjörðarhátíð og löndin í kring. Þá fer fólk að hópast mjög saman og smitin geta rokið upp. Þetta er það sem fólk veit alveg og við verðum að búast við.“ Hann segir að ráðlagt yrði að vera í almennilegum aðgerðum fram að jólum. „Og þá kemur bakslagið í janúar í staðinn. Þá sættum við okkur við að vera minna á ferðinni. Þessi hreyfanleiki fólks skapar þessa hættu.“ Thor ræddi málið einnig í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Smitstuðullinn hér á landi er kominn upp fyrir 1,5 en allt fyrir ofan 1 er ávísun á aðra bylgju að sögn Thors Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Smitstuðull mælir hve smit dreifast hratt á milli manna. Thor segir stuðulinn hafa verið á uppleið of marga daga í röð. „Veiran er að dreifa sér of mikið. Það eru einstaklingar að fara um með veiruna og aðrir að taka við henni,“ segir Thor. Fjölgaði um 155 í sóttkví milli daga Ellefu greindust innanlands í gær, allir á höfuðborgarsvæðinu, en aðeins þrír af þeim voru í sóttkví. Fólki í sóttkví fjölgaði um 155, voru 291 í gær en 446 í dag. „Við verðum að muna að við á Íslandi erum á mjög góðum stað miðað við löndin í kring og árangurinn mjög góður, en það þýðir ekki að allt megi fara í slaka aftur. Þegar smitstuðullinn er yfir 1 má búast við bylgju aftur,“ segir Thor. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist á upplýsingafundi almannavarna í morgun hafa skilað tillögur til heilbrigðisráðherra um áframhaldandi aðgerðir. Næstu dagar muni þó ráða úrslitum um hvort hægt verði að fara í einhverjar tilslakanir. Verðum að vera vel á verði Thor segir að miðað við stöðuna sem er uppi í dag, margir að greinast utan sóttkvíar og smitstuðullinn jafnt og þétt á uppleið, sé hættulegt að slaka á. „Við verðum að vera mjög vel á verði núna.“ Jólahátíðin er fram undan og óttast Thor mjög að þróun faraldursins gæti tekið slæma stefnu með tilheyrandi ferðalögum og mannamótum. „Það sést að Bandaríkjamenn eru á nálum út af sinni þakkagjörðarhátíð og löndin í kring. Þá fer fólk að hópast mjög saman og smitin geta rokið upp. Þetta er það sem fólk veit alveg og við verðum að búast við.“ Hann segir að ráðlagt yrði að vera í almennilegum aðgerðum fram að jólum. „Og þá kemur bakslagið í janúar í staðinn. Þá sættum við okkur við að vera minna á ferðinni. Þessi hreyfanleiki fólks skapar þessa hættu.“ Thor ræddi málið einnig í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira