Afleiðingar af klámáhorfi í nánum samböndum hjá ungu fólki Sigurbjörg Harðardóttir skrifar 27. nóvember 2020 08:00 Það virðist vera að klámáhorf ungmenna sé alltaf að aukast og sé að verða að talsverðu vandamáli. Rannsóknir sýna að þeim fjölgar sem horfa á klám, aldurinn færist neðar og efnið verður grófara og grófara. Rannsóknir hafa sýnt að meðalaldur íslenskra ungmenna þegar þau sjá klám í fyrsta sinn er 11,7 ár. Því má telja líklegt að þetta sé fyrsta kynlífs“fræðslan“ sem það barn er að fá. Og ef við hugsum okkur að svo sé og skoðum að hverjum flest klámefni er sniðið og hvað það sýnir, þá er því oftast beint að markhópnum gagnkynhneigðir karlmenn og myndefnið sýnir lang oftast gróft kynlíf þar sem karl hefur vald yfir konu og skilaboðin segja að allar konur vilji kynlíf, hvar og hvenær sem er og að það eigi alltaf að vera á forsendum karlmannsins. Svona skilboð til ungra og óþroskaðra barna sem eru á miklum mótunarárum geta ekki verið til góðs. Afleiðingarnar geta í raun ekki orðið aðrar en að ungmenni a viðkvæmum mótunarárum fái ranga mynd af kynlífi, mynd sem byggir á að kynlíf innihaldi alla jafna ofbeldi og valdníðslu. Reynsla ráðgjafa hjá Aflinu- samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi sýnir að þessar afleiðingar virðist eiga við rök að styðjast. Ungar konur upplifa allt of oft að hafa verið í sambandi þar sem kærastinn leit á þær sem sína eign og vildi að þær stunduðu kynlíf á hans forsendum. Þær upplifa mikið ofbeldi, niðurlægingu og kúgun. Algengt er að þær átti sig ekki á því að um ofbeldi sé að ræða fyrr en þær eru komnar út úr sambandinu. Afleiðingarnar eru oft langvarandi vandi, lágt sjálfsmat, sjálfsvirðingin lítil og sjálfsmyndin brotin því þarna er grunnurinn lagður að hugmyndum um hvernig fullorðnir einstaklingar byggja upp sambönd. Það virðist sem hugmynd margra sé að í nánu sambandi sé ekki um að ræða kynbundið ofbeldi þar sem um kærasta sé að ræða og að hann megi gera það sem hann vilji. Kærastinn er einnig ekki endilega meðvitaður um að hann sé að beita ofbeldi þar sem hann telur að það sem hann sé að gera sé eðlilegt kynlíf og það er kannski ekki svo skrýtið ef við gefum okkur að frá 12 ára aldri sé nánast eina kynlífs“fræðslan“ sem hann hefur fengið í gegnum klámáhorf. Hvað er til ráða? Við verðum að bregðast við þessum vanda með einhverjum hætti, en hvað er til ráða? Í mínum huga er vel ígrunduð kynfræðsla í grunnskólum sem byrjar snemma sem og opin umræða það sem þarf til. Í dag erum við svo heppin að ungt fólk heldur úti ýmsum instagram síðum, t.d. og Fávitar og Karlmennska þar sem ungt fólk fær tækifæri til að tala opinskátt um sambönd og kynlíf og þeim svarað af hreinskilni og virðingu. Þetta er gríðarlega mikilvægt og gott starf sem þetta flotta fólk sinnir. En við foreldrar þurfum líka að axla ábyrgð í þessum málum og mikilvægur þáttur í því er að kenna snemma virðingu fyrir öðrum, byggja snemma upp traust samband við börnin okkar og ræða við þau um sambönd og kynlíf með opnum huga þegar þau hafa þroska til. Einnig er mikilvægt að vera meðvituð um hvað börnin okkar eru að gera á netinu og taka spjallið við þau um kynlíf ef við sjáum að þau eru að horfa á klám. Þar er t.d. hægt að taka umræðuna um hvað sé eðlilegt kynlíf og hvað ekki. Verum ábyrg, hjálpum unglingunum okkar að vera meðvituð um hvað sé rétt og rangt í nánum samböndum. Við sem samfélag höfum fullt um það að segja. Höfundur er verkefnastjóri og ráðgjafi hjá Aflinu samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það virðist vera að klámáhorf ungmenna sé alltaf að aukast og sé að verða að talsverðu vandamáli. Rannsóknir sýna að þeim fjölgar sem horfa á klám, aldurinn færist neðar og efnið verður grófara og grófara. Rannsóknir hafa sýnt að meðalaldur íslenskra ungmenna þegar þau sjá klám í fyrsta sinn er 11,7 ár. Því má telja líklegt að þetta sé fyrsta kynlífs“fræðslan“ sem það barn er að fá. Og ef við hugsum okkur að svo sé og skoðum að hverjum flest klámefni er sniðið og hvað það sýnir, þá er því oftast beint að markhópnum gagnkynhneigðir karlmenn og myndefnið sýnir lang oftast gróft kynlíf þar sem karl hefur vald yfir konu og skilaboðin segja að allar konur vilji kynlíf, hvar og hvenær sem er og að það eigi alltaf að vera á forsendum karlmannsins. Svona skilboð til ungra og óþroskaðra barna sem eru á miklum mótunarárum geta ekki verið til góðs. Afleiðingarnar geta í raun ekki orðið aðrar en að ungmenni a viðkvæmum mótunarárum fái ranga mynd af kynlífi, mynd sem byggir á að kynlíf innihaldi alla jafna ofbeldi og valdníðslu. Reynsla ráðgjafa hjá Aflinu- samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi sýnir að þessar afleiðingar virðist eiga við rök að styðjast. Ungar konur upplifa allt of oft að hafa verið í sambandi þar sem kærastinn leit á þær sem sína eign og vildi að þær stunduðu kynlíf á hans forsendum. Þær upplifa mikið ofbeldi, niðurlægingu og kúgun. Algengt er að þær átti sig ekki á því að um ofbeldi sé að ræða fyrr en þær eru komnar út úr sambandinu. Afleiðingarnar eru oft langvarandi vandi, lágt sjálfsmat, sjálfsvirðingin lítil og sjálfsmyndin brotin því þarna er grunnurinn lagður að hugmyndum um hvernig fullorðnir einstaklingar byggja upp sambönd. Það virðist sem hugmynd margra sé að í nánu sambandi sé ekki um að ræða kynbundið ofbeldi þar sem um kærasta sé að ræða og að hann megi gera það sem hann vilji. Kærastinn er einnig ekki endilega meðvitaður um að hann sé að beita ofbeldi þar sem hann telur að það sem hann sé að gera sé eðlilegt kynlíf og það er kannski ekki svo skrýtið ef við gefum okkur að frá 12 ára aldri sé nánast eina kynlífs“fræðslan“ sem hann hefur fengið í gegnum klámáhorf. Hvað er til ráða? Við verðum að bregðast við þessum vanda með einhverjum hætti, en hvað er til ráða? Í mínum huga er vel ígrunduð kynfræðsla í grunnskólum sem byrjar snemma sem og opin umræða það sem þarf til. Í dag erum við svo heppin að ungt fólk heldur úti ýmsum instagram síðum, t.d. og Fávitar og Karlmennska þar sem ungt fólk fær tækifæri til að tala opinskátt um sambönd og kynlíf og þeim svarað af hreinskilni og virðingu. Þetta er gríðarlega mikilvægt og gott starf sem þetta flotta fólk sinnir. En við foreldrar þurfum líka að axla ábyrgð í þessum málum og mikilvægur þáttur í því er að kenna snemma virðingu fyrir öðrum, byggja snemma upp traust samband við börnin okkar og ræða við þau um sambönd og kynlíf með opnum huga þegar þau hafa þroska til. Einnig er mikilvægt að vera meðvituð um hvað börnin okkar eru að gera á netinu og taka spjallið við þau um kynlíf ef við sjáum að þau eru að horfa á klám. Þar er t.d. hægt að taka umræðuna um hvað sé eðlilegt kynlíf og hvað ekki. Verum ábyrg, hjálpum unglingunum okkar að vera meðvituð um hvað sé rétt og rangt í nánum samböndum. Við sem samfélag höfum fullt um það að segja. Höfundur er verkefnastjóri og ráðgjafi hjá Aflinu samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun