Innlent

Eldingar fylgja élja­hryðjunum

Sylvía Hall skrifar
Nokkuð kröftug þruma var á höfuðborgarsvæðinu á tólfta tímanum í kvöld. 
Nokkuð kröftug þruma var á höfuðborgarsvæðinu á tólfta tímanum í kvöld.  Vísir/Getty

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu urðu margir hverjir varir við eldingu og þrumu á tólfta tímanum í kvöld.

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu urðu margir hverjir varir við eldingu og þrumu á tólfta tímanum í kvöld. Vonskuveður er víða um land og mælast nokkrar eldingar á vesturhelmingi landsins.

Í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að búast megi við suðvestan stormi eða roki með dimmum éljum fram að miðnætti. Það sé viðbúið að mögulega fylgi eldingar með sumum éljahryðjunum.

Þá verður allhvöss eða hvöss suðvestanátt á morgun og áfram él, en búist er við því að það lægi snemma á laugardag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×