Fer úr Hvíta húsinu ef kjörmennirnir kjósa Biden Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2020 06:27 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagt að hann muni fara úr Hvíta húsinu fari það svo að kjörmennirnir kjósi Joe Biden. Getty/Erin Schaff - Pool Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann muni fara úr Hvíta húsinu ef kjörmennirnir kjósa Joe Biden, verðandi forseta, í kosningu sem fram fer þann 14. desember. Biden á að taka við embættinu 20. janúar. Trump hefur neitað að viðurkenna ósigur í kosningunum sem fram fóru þann 3. nóvember og sagði við fréttamenn í gærkvöldi að það yrði erfitt að játa sig sigraðan. Bandaríska kosningakerfið er þannig að í raun kjósa landsmenn sér kjörmenn í hverju ríki og það eru þeir sem á endanum velja forsetann. Til að ná kjöri þarf forseti að tryggja sér 270 kjörmenn en þeir eru alls 538. Biden hefur tryggt sér 306 kjörmenn og Trump 232. Trump ræddi við fréttamenn úr Hvíta húsinu í gær. Hann var spurður að því hvort hann myndi fara úr Hvíta húsinu ef hann tapaði í kosningunni hjá kjörmönnunum. „Auðvitað mun ég gera það, auðvitað mun ég gera það og þú veist það,“ svaraði Trump. Hann bætti síðar við að ef kjörmennirnir myndu kjósa Biden þá væru það mistök af þeirra hálfu. Þá gaf hann til kynna að hann myndi aldrei formlega viðurkenna ósigur. „Það verður mjög erfitt að viðurkenna ósigur því við vitum að það var víðtækt kosningasvindl,“ sagði Trump. Líkt og undanfarnar vikur var ásökunin um kosningasvindl sett fram án nokkurra sannana og hefur enginn rökstuddur grunaður vaknað um slíkt svindl í neinu ríki Bandaríkjanna í kjölfar kosninganna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Trump hefur neitað að viðurkenna ósigur í kosningunum sem fram fóru þann 3. nóvember og sagði við fréttamenn í gærkvöldi að það yrði erfitt að játa sig sigraðan. Bandaríska kosningakerfið er þannig að í raun kjósa landsmenn sér kjörmenn í hverju ríki og það eru þeir sem á endanum velja forsetann. Til að ná kjöri þarf forseti að tryggja sér 270 kjörmenn en þeir eru alls 538. Biden hefur tryggt sér 306 kjörmenn og Trump 232. Trump ræddi við fréttamenn úr Hvíta húsinu í gær. Hann var spurður að því hvort hann myndi fara úr Hvíta húsinu ef hann tapaði í kosningunni hjá kjörmönnunum. „Auðvitað mun ég gera það, auðvitað mun ég gera það og þú veist það,“ svaraði Trump. Hann bætti síðar við að ef kjörmennirnir myndu kjósa Biden þá væru það mistök af þeirra hálfu. Þá gaf hann til kynna að hann myndi aldrei formlega viðurkenna ósigur. „Það verður mjög erfitt að viðurkenna ósigur því við vitum að það var víðtækt kosningasvindl,“ sagði Trump. Líkt og undanfarnar vikur var ásökunin um kosningasvindl sett fram án nokkurra sannana og hefur enginn rökstuddur grunaður vaknað um slíkt svindl í neinu ríki Bandaríkjanna í kjölfar kosninganna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent