Öryggi landsmanna ógnað Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Hafdís Gunnarsdóttir skrifa 27. nóvember 2020 09:01 Það er með öllu óásættanlegt að mannanna verk valdi skertu öryggi íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma og aftakaveður geisar á landinu, veðuraðstæður sem geta gert almennt sjúkraflug ómögulegt, liggur neyðarþjónusta björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar alfarið niðri. Kjaradeila flugvirkja og skipulag í kringum viðhald hefur skapað þær aðstæður að neyðaraðstoð með björgunarþyrlum er einfaldlega ekki í boði. Það mà vissulega vona það besta, að ekki komi til þess að að íbúar landsbyggðarinnar, fólk à faraldsfæti og sjófarendur þurfi ákkúrat þessa tvo sólahringa á bráðaþjónustu björgunarþyrlna að halda sem geta og hafa skipt sköpum og verið lífsspursmál. En við þessar aðstæður er einfaldlega verið að spila rússneska rúllettu með heilsu og öryggi Íslendinga. Slíkt er auðvitað með öllu óboðlegt. Bráðaþjónusta skorin niður á landsbyggðinni Á undanförnum árum hefur bráðaheilbrigðisþjónusta verið markvisst skorin niður á landsbyggðinni en á sama tíma efld í Reykjavík. Þeir einstaklingar sem þurfa sérhæfða bráðaheilbrigðisþjónustu er því vísað í auknum mæli á Landspítala háskólasjúkrahús. Þetta fyrirkomulag hefur kallað á verulega aukningu á sjúkraflugi og hafa björgunarþyrlur sinnt þeim tilfellum þegar veður hamlar för flugvéla. Aðgangur allra að heilbrigðisþjónustu Á sama tíma og veruleg aukning er á sjúkraflutningum af landsbyggðinni eru skipulagsyfirvöld höfuðborgarinnar, aftur mannanna verk, að reyna leynt og ljóst að loka Reykjavíkurflugvelli. Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er lokun flugbrauta í Vatnsmýrinni enn á áætlun og verður þeirri næstu lokað innan 13 mánaða. Reykjavíkurflugvöllur þjónar mikilvægu hlutverki sem miðstöð innanlandsflugs og með uppbyggingu nýs Landspítala háskólasjúkrahúss við Hringbraut var nauðsyn tilvistar Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri fyrir landsmenn alla fest í sessi. Væri Reykjavíkurflugvelli lokað líkt og vilji borgaryfirvalda stendur til yrði viðbragðstími sjúkraflutninga af landsbyggðinni aukinn verulega og þar með aðgengi íbúa landsbyggðarinnar og ferðalanga að sérhæfðri bráðaheilbrigðisþjónustu skert. Það væri einnig fullkomlega óboðlegt, enda er nýr Landspítali nýtt þjóðarsjúkrahús, sjúkrahús allra landsmanna en ekki bara borgarbúa. Brýn nauðsyn sérhæfðrar sjúkraþyrlu Öryggisleysið sem við búum við þessa daga sýnir okkur svo um munar hversu mikilvægt það er að öryggi íbúa sé ávallt í fyrirrúmi. Það sýnir okkur að við þurfum að læra af reynslunni og koma í veg fyrir að sambærilegar aðstæður komi upp aftur. Því þarf að tryggja sérútbúna sjúkraþyrlu með staðarvakt á Suðurlandi. Slík þyrla hefði margvíslega kosti i för með sér. Bráðaviðbragð fyrir íbúa og ferðafólk á Suðurlandi væri mun öruggara og hraðara og það myndi draga úr álagi á sjúkravélinni sem sinnir öllu sjúkraflugi á landinu frá Akureyri og þannig stytta viðbragðstíma vegna sjúkraflutninga annarra landshluta. Tryggja þarf fjármögnun sjúkraþyrlunnar Í desember á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin tillögu heilbrigðisráðherra sem felur í sér undirbúning tilraunaverkefnis um notkun sérhæfðrar sjúkraþyrlu til að styrkja sjúkraflutninga í landinu en lítið hefur heyrst af verkefninu síðan. Afar mikilvægt er að fjármögnun sjúkraþyrluverkefnisins verði tryggð og það komi til framkvæmda sem allra fyrst. Staðan í dag minnir okkur jafnframt á mikilvægi staðsetningar Reykjavíkurflugvallar, því áður en við vitum af munu svipaðar aðstæður blasa við okkur varðandi sjúkraflugið. Ríkisvaldið þarf með afgerandi hætti að tryggja að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni fari ekkert, amk. þar til annar sambærilegur eða betri kostur finnst því ef fram heldur sem horfir mun Reykjavíkurborg loka flugvellinum í Vatnsmýri. Samkvæmt lögum eiga allir landsmenn að eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Við skorum á stjórnvöld að bregðast við og tryggja þann lögbundna rétt landsmanna kirfilega svo þessi staða komi aldrei upp aftur. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Hafdís Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landhelgisgæslan Byggðamál Reykjavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það er með öllu óásættanlegt að mannanna verk valdi skertu öryggi íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma og aftakaveður geisar á landinu, veðuraðstæður sem geta gert almennt sjúkraflug ómögulegt, liggur neyðarþjónusta björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar alfarið niðri. Kjaradeila flugvirkja og skipulag í kringum viðhald hefur skapað þær aðstæður að neyðaraðstoð með björgunarþyrlum er einfaldlega ekki í boði. Það mà vissulega vona það besta, að ekki komi til þess að að íbúar landsbyggðarinnar, fólk à faraldsfæti og sjófarendur þurfi ákkúrat þessa tvo sólahringa á bráðaþjónustu björgunarþyrlna að halda sem geta og hafa skipt sköpum og verið lífsspursmál. En við þessar aðstæður er einfaldlega verið að spila rússneska rúllettu með heilsu og öryggi Íslendinga. Slíkt er auðvitað með öllu óboðlegt. Bráðaþjónusta skorin niður á landsbyggðinni Á undanförnum árum hefur bráðaheilbrigðisþjónusta verið markvisst skorin niður á landsbyggðinni en á sama tíma efld í Reykjavík. Þeir einstaklingar sem þurfa sérhæfða bráðaheilbrigðisþjónustu er því vísað í auknum mæli á Landspítala háskólasjúkrahús. Þetta fyrirkomulag hefur kallað á verulega aukningu á sjúkraflugi og hafa björgunarþyrlur sinnt þeim tilfellum þegar veður hamlar för flugvéla. Aðgangur allra að heilbrigðisþjónustu Á sama tíma og veruleg aukning er á sjúkraflutningum af landsbyggðinni eru skipulagsyfirvöld höfuðborgarinnar, aftur mannanna verk, að reyna leynt og ljóst að loka Reykjavíkurflugvelli. Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er lokun flugbrauta í Vatnsmýrinni enn á áætlun og verður þeirri næstu lokað innan 13 mánaða. Reykjavíkurflugvöllur þjónar mikilvægu hlutverki sem miðstöð innanlandsflugs og með uppbyggingu nýs Landspítala háskólasjúkrahúss við Hringbraut var nauðsyn tilvistar Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri fyrir landsmenn alla fest í sessi. Væri Reykjavíkurflugvelli lokað líkt og vilji borgaryfirvalda stendur til yrði viðbragðstími sjúkraflutninga af landsbyggðinni aukinn verulega og þar með aðgengi íbúa landsbyggðarinnar og ferðalanga að sérhæfðri bráðaheilbrigðisþjónustu skert. Það væri einnig fullkomlega óboðlegt, enda er nýr Landspítali nýtt þjóðarsjúkrahús, sjúkrahús allra landsmanna en ekki bara borgarbúa. Brýn nauðsyn sérhæfðrar sjúkraþyrlu Öryggisleysið sem við búum við þessa daga sýnir okkur svo um munar hversu mikilvægt það er að öryggi íbúa sé ávallt í fyrirrúmi. Það sýnir okkur að við þurfum að læra af reynslunni og koma í veg fyrir að sambærilegar aðstæður komi upp aftur. Því þarf að tryggja sérútbúna sjúkraþyrlu með staðarvakt á Suðurlandi. Slík þyrla hefði margvíslega kosti i för með sér. Bráðaviðbragð fyrir íbúa og ferðafólk á Suðurlandi væri mun öruggara og hraðara og það myndi draga úr álagi á sjúkravélinni sem sinnir öllu sjúkraflugi á landinu frá Akureyri og þannig stytta viðbragðstíma vegna sjúkraflutninga annarra landshluta. Tryggja þarf fjármögnun sjúkraþyrlunnar Í desember á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin tillögu heilbrigðisráðherra sem felur í sér undirbúning tilraunaverkefnis um notkun sérhæfðrar sjúkraþyrlu til að styrkja sjúkraflutninga í landinu en lítið hefur heyrst af verkefninu síðan. Afar mikilvægt er að fjármögnun sjúkraþyrluverkefnisins verði tryggð og það komi til framkvæmda sem allra fyrst. Staðan í dag minnir okkur jafnframt á mikilvægi staðsetningar Reykjavíkurflugvallar, því áður en við vitum af munu svipaðar aðstæður blasa við okkur varðandi sjúkraflugið. Ríkisvaldið þarf með afgerandi hætti að tryggja að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni fari ekkert, amk. þar til annar sambærilegur eða betri kostur finnst því ef fram heldur sem horfir mun Reykjavíkurborg loka flugvellinum í Vatnsmýri. Samkvæmt lögum eiga allir landsmenn að eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Við skorum á stjórnvöld að bregðast við og tryggja þann lögbundna rétt landsmanna kirfilega svo þessi staða komi aldrei upp aftur. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Hafdís Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun