Þetta staðfestir Valdimar Víðisson skólastjóri í samtali við Vísi. Málið hafi komið upp í gærkvöldi.
Valdimar segir að um sé að ræða börn í þremur bekkjum í tveimur sóttvarnahólfum skólans. Eru bekkirnir sem um ræðir í 2., 3. og 5. bekk.
Valdimar segir skólann hafa unnið með smitrakningarteyminu og að smitrakningu innan skólans sé nú lokið. Þó sé áfram unnið að smitrakningu utan hans.
Alls eru um 610 nemendur í skólanum og segir Valdimar að um 550 nemendur geti áfram mætt í skólann.