Tóku myndir af sér brosandi við lík Maradonas Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2020 13:30 Kista Diegos Maradona var til sýnis í forsetahöllinni í Búenos Aíres. EPA-EFE/PRESIDENCY OF ARGENTINA Argentínumenn eru æfir vegna afar ósmekklegra mynda sem voru teknar við lík Diegos Maradona. Þrír starfsmenn sem voru ráðnir til að hjálpa við útför Diegos Maradona hafa verið fordæmdir fyrir að taka myndir af sér með líki argentínska snillingsins. Á tveimur myndum sjást mennirnir brosandi og með þumal á lofti við hlið kistu Maradonas þegar hún stóð opin í forsetahöllinni í Búenos Aíres. Matías Picón, forstjóri útfararstofunnar sem sá um útför Maradonas, sagðist vera miður sín vegna myndanna sem mennirnir tóku. Þeir voru ekki starfsmenn útfararstofunnar en voru ráðnir inn tímabundið til að hjálpa til við útförina. Picón sagði að fyrrverandi eiginkona Maradonas, Claudia Villafane, hafi verið bálreið þegar hann greindi henni frá myndunum. Ekki er vitað hvort fjölskylda Maradonas ætlar í mál vegna myndanna. Kista Maradonas var til sýnis í forsetahöllinni í Búenos Aíres í hálfan sólarhring en þúsundir manna gerðu sér ferð þangað til að votta honum virðingu sína. Ekki komust allir að og það sló í brýnu milli aðdáenda Maradonas og lögreglunnar sem beitti m.a. táragasi og plastkúlum. Maradona var svo jarðaður við hlið foreldra sinna í Jardin Bella Vista kirkjugarðinum í Búenos Aíres í gær. Aðeins fjölskylda og nánustu vinir voru viðstödd útförina. Maradona lést af völdum hjartaáfalls á miðvikudaginn, sextugur að aldri. Í kjölfarið var þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í Argentínu. Andlát Diegos Maradona Argentína Tengdar fréttir Shilton enn bitur út í Maradona og segir hann aldrei hafa beðist afsökunar á „hönd Guðs“ Þrátt fyrir að rúmlega þrír áratugir séu liðnir frá leik Argentínu og Englands á HM 1986 er Peter Shilton enn sár út í Diego Maradona fyrir að hafa skorað með „hönd Guðs“. 27. nóvember 2020 12:00 Maradona dúxaði á matskýrslu Barcelona Hversu góður var táningurinn Diego Maradona? Matskýrsla njósnara Barcelona segir sína sögu. 27. nóvember 2020 10:31 Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira
Þrír starfsmenn sem voru ráðnir til að hjálpa við útför Diegos Maradona hafa verið fordæmdir fyrir að taka myndir af sér með líki argentínska snillingsins. Á tveimur myndum sjást mennirnir brosandi og með þumal á lofti við hlið kistu Maradonas þegar hún stóð opin í forsetahöllinni í Búenos Aíres. Matías Picón, forstjóri útfararstofunnar sem sá um útför Maradonas, sagðist vera miður sín vegna myndanna sem mennirnir tóku. Þeir voru ekki starfsmenn útfararstofunnar en voru ráðnir inn tímabundið til að hjálpa til við útförina. Picón sagði að fyrrverandi eiginkona Maradonas, Claudia Villafane, hafi verið bálreið þegar hann greindi henni frá myndunum. Ekki er vitað hvort fjölskylda Maradonas ætlar í mál vegna myndanna. Kista Maradonas var til sýnis í forsetahöllinni í Búenos Aíres í hálfan sólarhring en þúsundir manna gerðu sér ferð þangað til að votta honum virðingu sína. Ekki komust allir að og það sló í brýnu milli aðdáenda Maradonas og lögreglunnar sem beitti m.a. táragasi og plastkúlum. Maradona var svo jarðaður við hlið foreldra sinna í Jardin Bella Vista kirkjugarðinum í Búenos Aíres í gær. Aðeins fjölskylda og nánustu vinir voru viðstödd útförina. Maradona lést af völdum hjartaáfalls á miðvikudaginn, sextugur að aldri. Í kjölfarið var þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í Argentínu.
Andlát Diegos Maradona Argentína Tengdar fréttir Shilton enn bitur út í Maradona og segir hann aldrei hafa beðist afsökunar á „hönd Guðs“ Þrátt fyrir að rúmlega þrír áratugir séu liðnir frá leik Argentínu og Englands á HM 1986 er Peter Shilton enn sár út í Diego Maradona fyrir að hafa skorað með „hönd Guðs“. 27. nóvember 2020 12:00 Maradona dúxaði á matskýrslu Barcelona Hversu góður var táningurinn Diego Maradona? Matskýrsla njósnara Barcelona segir sína sögu. 27. nóvember 2020 10:31 Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira
Shilton enn bitur út í Maradona og segir hann aldrei hafa beðist afsökunar á „hönd Guðs“ Þrátt fyrir að rúmlega þrír áratugir séu liðnir frá leik Argentínu og Englands á HM 1986 er Peter Shilton enn sár út í Diego Maradona fyrir að hafa skorað með „hönd Guðs“. 27. nóvember 2020 12:00
Maradona dúxaði á matskýrslu Barcelona Hversu góður var táningurinn Diego Maradona? Matskýrsla njósnara Barcelona segir sína sögu. 27. nóvember 2020 10:31
Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00