Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2020 15:05 Mynd af vettvangi frá Fars fréttaveitunni í Íran. Sú er talin tengjast herafla landsins. Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Mohsen Fakhrizadeh, einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans og yfirmaður í her landsins, var myrtur í árás skammt frá Tehran, höfuðborg landsins, í dag. Svo virðist sem að bíl sem hann var í hafi orðið fyrir sprengjuárás og svo skothríð. Fakhrizadeh og aðrir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að að Fakhrizadeh hafi verið myrtur og segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Fréttaveita í eigu íranska ríkisins hefur eftir vitnum að þrír eða fjórir hafi dáið í árásinni. Fars segir að fyrst hafi sprengja sprungið og svo hafi tvö teymi hryðjuverkamanna í bílum hafið skothríð á bíl Fakhrizadeh. Lífverðir Fakhrizadeh eru sagðir vera meðal hinna látnu. Ekki er vitað hvað varð um árásarmennina. Nánar tiltekið átti árásin sér stað í bænum Absard sem er í um 40 kílómetra fjarlægð frá Tehran. Þar eru glæsihús sem notuð eru af mörgum af æðstu embættismönnum Írans, samkvæmt AP fréttaveitunni. Looks like the Mohsen Fakhrizadeh-Mahabadi, a former #IRGC brigadier general and regarded as the father of the Iranian #nuclear program, was shot and killed. pic.twitter.com/HEGLToR80T— Disclose.tv (@disclosetv) November 27, 2020 Heita hefndum Byltingarverðir Írans, her landsins, hefur heitið því að hefna fyrir dauða vísindamannsins, samkvæmt Times of Israel. Spjótin munu án efa beinast að Ísrael vegna árásarinnar og er rifjað upp í frétt TOI að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi árið 2018 sagt opinberlega að Fakhrizadeh, væri yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. Þá sagði forsætisráðherrann að yfirvöld í Íran hefðu unnið að þróun kjarnorkuvopna í leyni í langan tíma. Sjá einnig: Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Í grein Fars segir að íranskir kjarnorkuvísindamenn hafi áður verið skotmörk útsendara Ísrael. Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, segir árásina bera merki Ísrael og að hún sýni fram á örvæntingu ísraela. Terrorists murdered an eminent Iranian scientist today. This cowardice with serious indications of Israeli role shows desperate warmongering of perpetratorsIran calls on int'l community and especially EU to end their shameful double standards & condemn this act of state terror.— Javad Zarif (@JZarif) November 27, 2020 Hossein Dehghan, ráðgjafi Ali Khameini, leiðtoga Írans, tísti nýverið viðvörun sem virðist beinast að Ísrael og Donald Trump. Hann sagði að nú virtist sem að síonistarnir ætluðu sér að auka þrýstingin á Íran undir lok pólitísks lífs bandamanns þeirra. Hann sagði þar að auki að Íran myndir bregðast við og falla á morðingja Fakhrizadeh eins og elding. Þeir myndu sjá eftir aðgerðum sínum. Íran Andlát Tengdar fréttir Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Ísraelsmenn eru sagðir óttast að fá ekki nægjanlega viðvörun við mögulegum árásum Bandaríkjanna á Íran og eiga því að vera byrjaðir að undirbúa sig fyrir slíkt. Þó eiga þeir ekki að sitja á upplýsingum um mögulegar árásir. 25. nóvember 2020 15:49 Segir að árás frá Íran yrði svarað þúsundfalt Yfirvöld í Íran hafa varað Bandaríkin við því að „gera mistök“ eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði Íran á Twitter. 15. september 2020 10:49 Telur drápið á íranska hershöfðingjanum brot á alþjóðalögum Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga telur að dráp Bandaríkjastjórnar á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, hafi verið brot á alþjóðalögum. 9. júlí 2020 22:47 Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Fleiri fréttir Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Sjá meira
Mohsen Fakhrizadeh, einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans og yfirmaður í her landsins, var myrtur í árás skammt frá Tehran, höfuðborg landsins, í dag. Svo virðist sem að bíl sem hann var í hafi orðið fyrir sprengjuárás og svo skothríð. Fakhrizadeh og aðrir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að að Fakhrizadeh hafi verið myrtur og segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Fréttaveita í eigu íranska ríkisins hefur eftir vitnum að þrír eða fjórir hafi dáið í árásinni. Fars segir að fyrst hafi sprengja sprungið og svo hafi tvö teymi hryðjuverkamanna í bílum hafið skothríð á bíl Fakhrizadeh. Lífverðir Fakhrizadeh eru sagðir vera meðal hinna látnu. Ekki er vitað hvað varð um árásarmennina. Nánar tiltekið átti árásin sér stað í bænum Absard sem er í um 40 kílómetra fjarlægð frá Tehran. Þar eru glæsihús sem notuð eru af mörgum af æðstu embættismönnum Írans, samkvæmt AP fréttaveitunni. Looks like the Mohsen Fakhrizadeh-Mahabadi, a former #IRGC brigadier general and regarded as the father of the Iranian #nuclear program, was shot and killed. pic.twitter.com/HEGLToR80T— Disclose.tv (@disclosetv) November 27, 2020 Heita hefndum Byltingarverðir Írans, her landsins, hefur heitið því að hefna fyrir dauða vísindamannsins, samkvæmt Times of Israel. Spjótin munu án efa beinast að Ísrael vegna árásarinnar og er rifjað upp í frétt TOI að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi árið 2018 sagt opinberlega að Fakhrizadeh, væri yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. Þá sagði forsætisráðherrann að yfirvöld í Íran hefðu unnið að þróun kjarnorkuvopna í leyni í langan tíma. Sjá einnig: Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Í grein Fars segir að íranskir kjarnorkuvísindamenn hafi áður verið skotmörk útsendara Ísrael. Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, segir árásina bera merki Ísrael og að hún sýni fram á örvæntingu ísraela. Terrorists murdered an eminent Iranian scientist today. This cowardice with serious indications of Israeli role shows desperate warmongering of perpetratorsIran calls on int'l community and especially EU to end their shameful double standards & condemn this act of state terror.— Javad Zarif (@JZarif) November 27, 2020 Hossein Dehghan, ráðgjafi Ali Khameini, leiðtoga Írans, tísti nýverið viðvörun sem virðist beinast að Ísrael og Donald Trump. Hann sagði að nú virtist sem að síonistarnir ætluðu sér að auka þrýstingin á Íran undir lok pólitísks lífs bandamanns þeirra. Hann sagði þar að auki að Íran myndir bregðast við og falla á morðingja Fakhrizadeh eins og elding. Þeir myndu sjá eftir aðgerðum sínum.
Íran Andlát Tengdar fréttir Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Ísraelsmenn eru sagðir óttast að fá ekki nægjanlega viðvörun við mögulegum árásum Bandaríkjanna á Íran og eiga því að vera byrjaðir að undirbúa sig fyrir slíkt. Þó eiga þeir ekki að sitja á upplýsingum um mögulegar árásir. 25. nóvember 2020 15:49 Segir að árás frá Íran yrði svarað þúsundfalt Yfirvöld í Íran hafa varað Bandaríkin við því að „gera mistök“ eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði Íran á Twitter. 15. september 2020 10:49 Telur drápið á íranska hershöfðingjanum brot á alþjóðalögum Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga telur að dráp Bandaríkjastjórnar á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, hafi verið brot á alþjóðalögum. 9. júlí 2020 22:47 Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Fleiri fréttir Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Sjá meira
Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Ísraelsmenn eru sagðir óttast að fá ekki nægjanlega viðvörun við mögulegum árásum Bandaríkjanna á Íran og eiga því að vera byrjaðir að undirbúa sig fyrir slíkt. Þó eiga þeir ekki að sitja á upplýsingum um mögulegar árásir. 25. nóvember 2020 15:49
Segir að árás frá Íran yrði svarað þúsundfalt Yfirvöld í Íran hafa varað Bandaríkin við því að „gera mistök“ eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði Íran á Twitter. 15. september 2020 10:49
Telur drápið á íranska hershöfðingjanum brot á alþjóðalögum Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga telur að dráp Bandaríkjastjórnar á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, hafi verið brot á alþjóðalögum. 9. júlí 2020 22:47