„Ég vil bara fá svör og skýringar varðandi af hverju við megum ekki æfa“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. nóvember 2020 23:00 Benedikt og Finnur Freyr vilja fá leyfi til að hefja æfingar að nýju. Sérstaklega í ljósi þess hvað annað er leyfilegt í samfélaginu. Dominos Körfuboltakvöld Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, vill fá skýrari svör varðandi af hverju íslenskt íþróttafólk má ekki æfa. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir ekki hægt að þjálfa lið á tímum sem þessum. Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, vill fá skýrari svör varðandi af hverju íslenskt íþróttafólk má ekki æfa. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir ekki hægt að þjálfa lið á tímum sem þessum. Þetta kom fram í síðasta þætti af Dominos Körfuboltakvöld þar sem þeir félagar voru ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda. Sjá má innslag úr þættinum í spilaranum neðst í fréttinni. „Maður er ekkert að deyja úr bjartsýni en maður er að vona. Íþróttahreyfingin – eins og hún leggur sig - spyr bara; Af hverju megum við ekki æfa. Ég er öll kvöld að horfa á Stöð 2 Sport, horfa á þessa og hina deildina þar sem allir eru að spila. Við búum ekki í Norður-Kóreu, við vitum alveg hvað er að gerast í kringum okkur. Ef allar aðrar þjóðir fá að æfa og spila, af hverju megum við það ekki,“ spurði Benedikt hvumsa. „Við skyldum það í vor. Þá var líka stopp allstaðar en ég bara skil þetta ekki í dag,“ bætti hann svo við. Kjartan Atli tók í kjölfarið orðið og sagði að hann vildi sjá íþróttafólk Íslands geta æft. Hann sagðist hafa rætt við leikmann í Dominos deild karla sem talaði um að leikmenn væru komnir með kvíða fyrir því þegar loks má mæta aftur til æfinga. Þá nefndi hann könnun þar sem tölurnar sýna að æfingabannið er farið að hafa áhrif á andlega heilsu íþróttafólks. „Við erum með sóttvarnarlækni sem hefur það verkefni að ná þessum faraldri niður en hann má ekki búa til fullt af öðrum vandamálum í staðinn. Ég vona að hann sé að gera rétt. Maður vill heldur ekki vera með frekju og heimta eitthvað. Ég vil bara fá svör og skýringar varðandi af hverju við megum ekki æfa,“ sagði Benedikt einnig. Af hverju má starfsmaður afgreiða 100+ einstaklinga a einum degi í fataverslun en íþróttamaður ekki mæta einn a æfingu? https://t.co/eyTMgPvbkH— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) November 27, 2020 „Þú bara þjálfar það ekki, það er bara þannig. Okkar starf er að þjálfa fólkið og við höfum ekki tækifæri til þess,“ var svar Finns er Kjartan spurði hann hvernig væri að þjálfa lið í þessum aðstæðum. Spjall þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Benni Gumm vill fá skýrari svör varðandi æfingabann Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, vill fá skýrari svör varðandi af hverju íslenskt íþróttafólk má ekki æfa. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir ekki hægt að þjálfa lið á tímum sem þessum. Þetta kom fram í síðasta þætti af Dominos Körfuboltakvöld þar sem þeir félagar voru ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda. Sjá má innslag úr þættinum í spilaranum neðst í fréttinni. „Maður er ekkert að deyja úr bjartsýni en maður er að vona. Íþróttahreyfingin – eins og hún leggur sig - spyr bara; Af hverju megum við ekki æfa. Ég er öll kvöld að horfa á Stöð 2 Sport, horfa á þessa og hina deildina þar sem allir eru að spila. Við búum ekki í Norður-Kóreu, við vitum alveg hvað er að gerast í kringum okkur. Ef allar aðrar þjóðir fá að æfa og spila, af hverju megum við það ekki,“ spurði Benedikt hvumsa. „Við skyldum það í vor. Þá var líka stopp allstaðar en ég bara skil þetta ekki í dag,“ bætti hann svo við. Kjartan Atli tók í kjölfarið orðið og sagði að hann vildi sjá íþróttafólk Íslands geta æft. Hann sagðist hafa rætt við leikmann í Dominos deild karla sem talaði um að leikmenn væru komnir með kvíða fyrir því þegar loks má mæta aftur til æfinga. Þá nefndi hann könnun þar sem tölurnar sýna að æfingabannið er farið að hafa áhrif á andlega heilsu íþróttafólks. „Við erum með sóttvarnarlækni sem hefur það verkefni að ná þessum faraldri niður en hann má ekki búa til fullt af öðrum vandamálum í staðinn. Ég vona að hann sé að gera rétt. Maður vill heldur ekki vera með frekju og heimta eitthvað. Ég vil bara fá svör og skýringar varðandi af hverju við megum ekki æfa,“ sagði Benedikt einnig. Af hverju má starfsmaður afgreiða 100+ einstaklinga a einum degi í fataverslun en íþróttamaður ekki mæta einn a æfingu? https://t.co/eyTMgPvbkH— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) November 27, 2020 „Þú bara þjálfar það ekki, það er bara þannig. Okkar starf er að þjálfa fólkið og við höfum ekki tækifæri til þess,“ var svar Finns er Kjartan spurði hann hvernig væri að þjálfa lið í þessum aðstæðum. Spjall þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Benni Gumm vill fá skýrari svör varðandi æfingabann Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti