Takmarkanir nauðsynlegar svo sjúkrahúsin ráði við faraldurinn Sylvía Hall skrifar 28. nóvember 2020 23:29 Michael Gove segir ekki mögulegt að slaka á takmörkunum. Getty/Leon Neal Breski ráðherrann Michael Gove hefur varað við því að án áframhaldandi takmarkana gæti álagið á sjúkrahús landsins orðið þeim ofviða. Núverandi takmarkanir eru í gildi til 2. desember, en hertar svæðisbundnar aðgerðir taka þá gildi sem hugnast ekki öllum þingmönnum Íhaldsflokksins. Aðgerðir á landsvísu tóku síðast gildi þann 5. nóvember síðastliðinn, og sagði Boris Johnson forsætisráðherra það vera gert til þess að afstýra stórslysi í heilbrigðiskerfinu. Verslunum, líkamsræktarstöðvum, börum og veitingastöðum var lokað, flestar samkomur voru bannaðar en skólastarf hélt áfram. Þær svæðisbundnu aðgerðir sem taka við um mánaðamótin skiptast í þrjú þrep eftir stöðu faraldursins. Þau svæði þar sem faraldurinn er í hvað mestum vexti þurfa að búa við mestu takmarkanirnar, en þar er miðað við sex manna samkomubann á opinberum svæðum og veitingastöðum gert að loka nema fyrir heimsendingar eða sóttan mat. Þá er fólk ráðið frá ferðalögum til og frá svæðinu og fólk sem deilir ekki heimili má hvorki hittast innan né utandyra samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Þau svæði með „miðlungs“ áhættumat, sem er lægsta þrepið, búa við þónokkuð minni hömlur en þar er þó einnig sex manna samkomubann. Veitingastaðir og öldurhús mega hafa opið til klukkan 23 en fólk er hvatt til þess að takmarka ferðalög og vinna heiman frá sér. Þá eru áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum og tónleikum á þeim svæðum, en þó með takmörkunum. Faraldurinn í Bretlandi er á niðurleið en þó er staðan ekki góð. Síðasta sólarhringinn greindist 15.871 með kórónuveirusmit og 479 létust. Alls hafa því rétt rúmlega 58 þúsund látið lífið af völdum veirunnar frá því að faraldurinn hófst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“ Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman. 24. nóvember 2020 23:31 Samdráttur ekki meiri í 300 ár: Segir efnahagslegt neyðarástand Bretlands rétt að hefjast Fjármálaráðherra Bretlands ræddi ríkisreksturinn á þingi í dag og sagði hann meðal annars að efnahagslegt neyðarástand Bretlands væri rétt að hefjast. 25. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Aðgerðir á landsvísu tóku síðast gildi þann 5. nóvember síðastliðinn, og sagði Boris Johnson forsætisráðherra það vera gert til þess að afstýra stórslysi í heilbrigðiskerfinu. Verslunum, líkamsræktarstöðvum, börum og veitingastöðum var lokað, flestar samkomur voru bannaðar en skólastarf hélt áfram. Þær svæðisbundnu aðgerðir sem taka við um mánaðamótin skiptast í þrjú þrep eftir stöðu faraldursins. Þau svæði þar sem faraldurinn er í hvað mestum vexti þurfa að búa við mestu takmarkanirnar, en þar er miðað við sex manna samkomubann á opinberum svæðum og veitingastöðum gert að loka nema fyrir heimsendingar eða sóttan mat. Þá er fólk ráðið frá ferðalögum til og frá svæðinu og fólk sem deilir ekki heimili má hvorki hittast innan né utandyra samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Þau svæði með „miðlungs“ áhættumat, sem er lægsta þrepið, búa við þónokkuð minni hömlur en þar er þó einnig sex manna samkomubann. Veitingastaðir og öldurhús mega hafa opið til klukkan 23 en fólk er hvatt til þess að takmarka ferðalög og vinna heiman frá sér. Þá eru áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum og tónleikum á þeim svæðum, en þó með takmörkunum. Faraldurinn í Bretlandi er á niðurleið en þó er staðan ekki góð. Síðasta sólarhringinn greindist 15.871 með kórónuveirusmit og 479 létust. Alls hafa því rétt rúmlega 58 þúsund látið lífið af völdum veirunnar frá því að faraldurinn hófst.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“ Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman. 24. nóvember 2020 23:31 Samdráttur ekki meiri í 300 ár: Segir efnahagslegt neyðarástand Bretlands rétt að hefjast Fjármálaráðherra Bretlands ræddi ríkisreksturinn á þingi í dag og sagði hann meðal annars að efnahagslegt neyðarástand Bretlands væri rétt að hefjast. 25. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“ Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman. 24. nóvember 2020 23:31
Samdráttur ekki meiri í 300 ár: Segir efnahagslegt neyðarástand Bretlands rétt að hefjast Fjármálaráðherra Bretlands ræddi ríkisreksturinn á þingi í dag og sagði hann meðal annars að efnahagslegt neyðarástand Bretlands væri rétt að hefjast. 25. nóvember 2020 14:50