Bylting ef bóluefnið lukkast vel: „Þetta er algjörlega ný nálgun“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. nóvember 2020 13:32 Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum. Vísir/Sigurjón Tæknin við þróun mRNA-bóluefnisins, sem þau fyrirtæki sem standa hvað fremst við þróun bóluefnis gegn covid-19 eru að nota, er byltingarkennd ef vel tekst til. Þetta segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Hann kveðst fullviss um að þrátt fyrir að þróun bóluefnis hafi gengið afar hratt fyrir sig að ekkert verði slegið af kröfum um gæði bóluefnisins áður en það fer í umferð. Aðferðin sem notuð er við prófun bóluefnis sé hugsuð til þess að hámarka árangur og lágmarka áhættu. „Þetta er mikil nýung og áhugaverð og ef hún reynist vel þá held ég að það sé alveg hægt að segja að þarna sé um byltingu að ræða. En það á auðvitað eftir að afla frekari gagna og fara vel yfir þær niðurstöður sem að hafa verið að myndast núna á síðustu mánuðum,“ sagði Magnús í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Í þættinum fór Magnús ýtarlega yfir þá tækni sem nokkur þeirra fyrirtækja sem eru komin hvað lengst á veg við þróun bóluefnis eru að nota. Umrædd aðferð aldrei áður verið samþykkt „Þetta er í sjálfu sér afskaplega einföld hugmynd og hún er búin að vera til býsna lengi en það hafa bara verið tæknilegir örðuleikar sem hafa gert það af verkum að þetta hefur ekki verið framkvæmanlegt fyrr en núna. Það hefur hrjáð allar tilraunir um langan aldur að bæði var efnið svo óstöðugt og það olli heilmiklum bólgusvörunum þegar því var sprautað hreinu í vöðva og svo framvegis og þetta eru allt saman atriði sem hafa verið betrumbætt,“ sagði Magnús. „Síðan hefur núna tekist að pakka þessu mRNA inn í svona fituhjúp, nano-agnir, sem að vernda bóluefnið gegn niðurbroti. Þannig að þetta eru svona nokkur skref sem hafa í raun og veru gert það kleift að ná þessu fram og mótefnasvarið sem hefur verið tilkynnt um er náttúrlega alveg gríðarlega gott við fyrstu skoðun og betra heldur en menn áttu von á.“ „Þetta er algjörlega ný nálgun. Hugmyndin er ekki alveg glæný og reyndar hafa fyrirtæki á þessu sviði verið að rannsaka þessa tækni í öðrum tilgangi, til dæmis eins og við meðferð krabbameina,“ segir Magnús. „Það er talað um að hlutirnir gerist á miklum hraða. Það er vissulega rétt en undirbúningurinn hefur staðið mjög lengi og núna skapast tækifæri til þess að nýta öll þessi tæki sem að menn hafa verið að þróa í baráttunni gegn þessum sjúkdómum og öðrum smitsjúkdómum sem hafa verið að herja á okkur undanfarna áratugi,“ segir Magnús. Umrædd aðferð hefur aldrei áður verið samþykkt til nota í mannfólki. Þetta yrði þannig í fyrsta skiptið sem það yrði gert. „Það er eðlilegt að menn spyrji sig og það er jú ástæðan fyrir því að þegar leyfi er veitt að þá eru gerðar mjög ríkar kröfur um það að menn sýni fram á öryggi þeirra bóluefna sem að verða fyrir valinu á endanum. Það er náttúrlega gert annars vegar með því að rannsaka þessi bóluefni í gríðarlegum fjölda einstaklinga og í öðru lagi á mörgum stöðum og í þriðja lagi með því að fylgja þátttakandanum eftir býsna lengi,“ segir Magnús. Í þessu tilfelli sé um að ræða rannsóknir sem taki til fleiri tuga þúsunda þátttakenda og með þessu móti sé reynt að lágmarka áhættuna. „Auðvitað er það alveg laukrétt að það eru ófyrirséðir sjaldgæfir atburðir sem að geta vissulega alltaf gerst og það er vandinn sem að við stöndum alltaf frami fyrir þegar um er að ræða ný lyf eða nýjar meðferðir. Við getum ekki séð alla hluti fyrir, en þessi aðferðafræði sem að ég var að lýsa, þessi framkvæmd á þessum stóru rannsóknum, hún er beinlínis hugsuð þannig að við reynum okkar ítrasta til þess að hámarka árangurinn og lágmarka áhættuna fyrir alla sem taka þátt,“ segir Magnús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
„Þetta er mikil nýung og áhugaverð og ef hún reynist vel þá held ég að það sé alveg hægt að segja að þarna sé um byltingu að ræða. En það á auðvitað eftir að afla frekari gagna og fara vel yfir þær niðurstöður sem að hafa verið að myndast núna á síðustu mánuðum,“ sagði Magnús í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Í þættinum fór Magnús ýtarlega yfir þá tækni sem nokkur þeirra fyrirtækja sem eru komin hvað lengst á veg við þróun bóluefnis eru að nota. Umrædd aðferð aldrei áður verið samþykkt „Þetta er í sjálfu sér afskaplega einföld hugmynd og hún er búin að vera til býsna lengi en það hafa bara verið tæknilegir örðuleikar sem hafa gert það af verkum að þetta hefur ekki verið framkvæmanlegt fyrr en núna. Það hefur hrjáð allar tilraunir um langan aldur að bæði var efnið svo óstöðugt og það olli heilmiklum bólgusvörunum þegar því var sprautað hreinu í vöðva og svo framvegis og þetta eru allt saman atriði sem hafa verið betrumbætt,“ sagði Magnús. „Síðan hefur núna tekist að pakka þessu mRNA inn í svona fituhjúp, nano-agnir, sem að vernda bóluefnið gegn niðurbroti. Þannig að þetta eru svona nokkur skref sem hafa í raun og veru gert það kleift að ná þessu fram og mótefnasvarið sem hefur verið tilkynnt um er náttúrlega alveg gríðarlega gott við fyrstu skoðun og betra heldur en menn áttu von á.“ „Þetta er algjörlega ný nálgun. Hugmyndin er ekki alveg glæný og reyndar hafa fyrirtæki á þessu sviði verið að rannsaka þessa tækni í öðrum tilgangi, til dæmis eins og við meðferð krabbameina,“ segir Magnús. „Það er talað um að hlutirnir gerist á miklum hraða. Það er vissulega rétt en undirbúningurinn hefur staðið mjög lengi og núna skapast tækifæri til þess að nýta öll þessi tæki sem að menn hafa verið að þróa í baráttunni gegn þessum sjúkdómum og öðrum smitsjúkdómum sem hafa verið að herja á okkur undanfarna áratugi,“ segir Magnús. Umrædd aðferð hefur aldrei áður verið samþykkt til nota í mannfólki. Þetta yrði þannig í fyrsta skiptið sem það yrði gert. „Það er eðlilegt að menn spyrji sig og það er jú ástæðan fyrir því að þegar leyfi er veitt að þá eru gerðar mjög ríkar kröfur um það að menn sýni fram á öryggi þeirra bóluefna sem að verða fyrir valinu á endanum. Það er náttúrlega gert annars vegar með því að rannsaka þessi bóluefni í gríðarlegum fjölda einstaklinga og í öðru lagi á mörgum stöðum og í þriðja lagi með því að fylgja þátttakandanum eftir býsna lengi,“ segir Magnús. Í þessu tilfelli sé um að ræða rannsóknir sem taki til fleiri tuga þúsunda þátttakenda og með þessu móti sé reynt að lágmarka áhættuna. „Auðvitað er það alveg laukrétt að það eru ófyrirséðir sjaldgæfir atburðir sem að geta vissulega alltaf gerst og það er vandinn sem að við stöndum alltaf frami fyrir þegar um er að ræða ný lyf eða nýjar meðferðir. Við getum ekki séð alla hluti fyrir, en þessi aðferðafræði sem að ég var að lýsa, þessi framkvæmd á þessum stóru rannsóknum, hún er beinlínis hugsuð þannig að við reynum okkar ítrasta til þess að hámarka árangurinn og lágmarka áhættuna fyrir alla sem taka þátt,“ segir Magnús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira