Sögð ætla að nýta áhrifavalda í herferð fyrir bóluefni Sylvía Hall skrifar 29. nóvember 2020 23:09 Þróun bóluefnis við kórónuveirunni hefur farið fram úr björtustu spám. Yfirvöld í Bretlandi óttast þó að ekki nógu margir verði viljugir til þess að láta bólusetja sig. Getty/David Talukdar Bresk heilbrigðisyfirvöld ætla að semja við stórstjörnur og áhrifavalda með stærri fylgjendahópa í því skyni að hvetja fólk til þess að láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Samkvæmt heimildum The Guardian verður einblínt á fólk sem nýtur trausts meðal almennings. Fullyrt er að ríkisstjórnin vinni að herferðinni í samráði við heilbrigðisyfirvöld. Þau telji nauðsynlegt að velja fólk sem komi því greinilega til skila að fólki sé óhætt að láta bólusetja sig og treysta skilaboðum yfirvalda. Bent hefur verið á að stærri hópur fólks gæti haft efasemdir um bóluefni gegn kórónuveirunni miðað við aðrar bólusetningar. Er það sagt vera vegna þess hversu stuttan tíma tók að þróa það og fólk óttist jafnvel langtímaafleiðingar sem enn gætu komið í ljós. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, benti þó á í samtali við Kompás að öllum eftirlitsferlum væri fylgt. Það væri allra hagur að bóluefnið væri öruggt og enginn afsláttur yrði gefin í þeim efnum. Traust almennings á bóluefnum hefur aukist undanfarin ár í Evrópu og bentu niðurstöður yfirgripsmikillar könnunar til þess að aðeins sjö prósent Breta myndu ekki kjósa að láta bólusetja sig. Sú könnun var þó framkvæmd í mars, en nýrri kannanir frá því í sumar sýna að allt að fjórtán prósent myndu ekki láta bólusetja sig. Herferð yfirvalda verður umfangsmikil ef marka má heimildir The Guardian. Auk áhrifavalda munu yfirvöld leita til þekktra lækna, trúarleiðtoga og annarra sem njóta virðingar í sínu nærumhverfi í því skyni að láta þau miðla skilaboðum til sinna fylgjenda. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bylting ef bóluefnið lukkast vel: „Þetta er algjörlega ný nálgun“ Tæknin við þróun mRNA-bóluefnisins, sem þau fyrirtæki sem standa hvað fremst við þróun bóluefnis gegn covid-19 eru að nota, er byltingarkennd ef vel tekst til. Þetta segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Hann kveðst fullviss um að þrátt fyrir að þróun bóluefnis hafi gengið afar hratt fyrir sig að ekkert verði slegið af kröfum um gæði bóluefnisins áður en það fer í umferð. Aðferðin sem notuð er við prófun bóluefnis sé hugsuð til þess að hámarka árangur og lágmarka áhættu. 29. nóvember 2020 13:32 Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48 Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira
Fullyrt er að ríkisstjórnin vinni að herferðinni í samráði við heilbrigðisyfirvöld. Þau telji nauðsynlegt að velja fólk sem komi því greinilega til skila að fólki sé óhætt að láta bólusetja sig og treysta skilaboðum yfirvalda. Bent hefur verið á að stærri hópur fólks gæti haft efasemdir um bóluefni gegn kórónuveirunni miðað við aðrar bólusetningar. Er það sagt vera vegna þess hversu stuttan tíma tók að þróa það og fólk óttist jafnvel langtímaafleiðingar sem enn gætu komið í ljós. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, benti þó á í samtali við Kompás að öllum eftirlitsferlum væri fylgt. Það væri allra hagur að bóluefnið væri öruggt og enginn afsláttur yrði gefin í þeim efnum. Traust almennings á bóluefnum hefur aukist undanfarin ár í Evrópu og bentu niðurstöður yfirgripsmikillar könnunar til þess að aðeins sjö prósent Breta myndu ekki kjósa að láta bólusetja sig. Sú könnun var þó framkvæmd í mars, en nýrri kannanir frá því í sumar sýna að allt að fjórtán prósent myndu ekki láta bólusetja sig. Herferð yfirvalda verður umfangsmikil ef marka má heimildir The Guardian. Auk áhrifavalda munu yfirvöld leita til þekktra lækna, trúarleiðtoga og annarra sem njóta virðingar í sínu nærumhverfi í því skyni að láta þau miðla skilaboðum til sinna fylgjenda.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bylting ef bóluefnið lukkast vel: „Þetta er algjörlega ný nálgun“ Tæknin við þróun mRNA-bóluefnisins, sem þau fyrirtæki sem standa hvað fremst við þróun bóluefnis gegn covid-19 eru að nota, er byltingarkennd ef vel tekst til. Þetta segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Hann kveðst fullviss um að þrátt fyrir að þróun bóluefnis hafi gengið afar hratt fyrir sig að ekkert verði slegið af kröfum um gæði bóluefnisins áður en það fer í umferð. Aðferðin sem notuð er við prófun bóluefnis sé hugsuð til þess að hámarka árangur og lágmarka áhættu. 29. nóvember 2020 13:32 Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48 Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira
Bylting ef bóluefnið lukkast vel: „Þetta er algjörlega ný nálgun“ Tæknin við þróun mRNA-bóluefnisins, sem þau fyrirtæki sem standa hvað fremst við þróun bóluefnis gegn covid-19 eru að nota, er byltingarkennd ef vel tekst til. Þetta segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Hann kveðst fullviss um að þrátt fyrir að þróun bóluefnis hafi gengið afar hratt fyrir sig að ekkert verði slegið af kröfum um gæði bóluefnisins áður en það fer í umferð. Aðferðin sem notuð er við prófun bóluefnis sé hugsuð til þess að hámarka árangur og lágmarka áhættu. 29. nóvember 2020 13:32
Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48
Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56