Körfubolti

Rifjuðu upp blómaskeið körfuboltans í Blómabænum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Skarðhéðinn Ingason og Pétur Ingvarsson glaðir í bragði eftir sigur Hamars á Haukum haustið 2001.
Skarðhéðinn Ingason og Pétur Ingvarsson glaðir í bragði eftir sigur Hamars á Haukum haustið 2001. stöð 2 sport

Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi rifjuðu upp þegar Hamar átti lið í efstu deild og sýndu frá frægum leik liðsins gegn Haukum fyrir nítján árum.

Á fyrstu árum þessarar aldar átti Hamar fast sæti í efstu deild karla í körfubolta og náði eftirtektarverðum árangri undir stjórn Péturs Ingvarssonar.

Í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn var þetta blómaskeið Hamars rifjað upp og sérstaklega eftirminnilegur endurkomusigur liðsins á Haukum haustið 2001. 

Hvergerðingar lentu 28 stigum undir í leiknum en komu til baka og unnu góðan sigur. Mögnuð troðsla Skarphéðins Ingasonar kveikti heldur betur í Hamarsmönnum.

„Þetta var einn erfiðasti útivöllur sem þú gast farið á. Það var alltaf ógeðslega erfitt að spila á móti þeim,“ sagði Benedikt Guðmundsson í Domino's Körfuboltakvöldi og átti þar við Frystikistuna í Hveragerði.

Finnur Freyr Stefánsson sagði að áðurnefndur Skarphéðinn hafi gert mikið fyrir KR þegar hann kom til liðsins á sínum tíma.

„Skarpi var kallaður Michael Jordan æfinganna. Hann átti aldrei lélega æfingu. Yfirleitt skemmdi hann æfingarnar undir lokin en þetta er geggjuð týpa,“ sagði Finnur Freyr.

Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Blómaskeið Hamars

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×