Þekking, fræðsla og verklag innan skóla varðandi forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum Guðrún Helga Bjarnadóttir skrifar 30. nóvember 2020 16:01 Dagana 19.-26. október 2020 gerðu Barnaheill netathugun innan leik- og grunnskóla landsins á þekkingu og fræðslu fyrir starfsfólk og nemendur og verklag varðandi forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum. Athugunin náði til 404 leik- og grunnskóla, en skólastjórnendum var sendur spurningalisti með sex spurningum. Alls svöruðu 189 skólar listanum eða 46,8%. Helstu niðurstöður athugunarinnar sýna að í 61% skóla hafa kennarar, annað starfsfólk og nemendur fengið forvarnafræðslu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Það er áberandi í svörum skólastjórnenda um forvarnafræðslu að flestir nefndu fræðslu frá Blátt áfram, en forvarnasamtökin Blátt áfram voru stofnuð 2004 og sameinuðust Barnaheillum 2019. Það er afar jákvætt að sjá að skólar sem fengið hafa fræðslu fyrir starfsfólk sitt hafa einnig séð mikilvægi þess að bjóða nemendum upp á forvarnafræðslu. Að auki er hér tækifæri fyrir 25% skóla sem svöruðu „Nei“ við þessum spurningum að fá forvarnafræðslu fyrir starfsfólk sitt og nemendur. Í spurningunni „Treysta kennarar sér til að sinna forvarnafræðslu“, svöruðu 50% játandi, 6% neitandi en 43% voru ekki viss. Það liggur fyrir að ekki er lögð áhersla á þessa fræðslu hjá t.d. Menntavísindasviði Háskóla Íslands eða í öðru kennaranámi. Hér er augljóst tækifæri fyrir skóla til að efla fræðslu um mikilvægi forvarna hjá kennurum og öðru starfsfólki. Fræðsla um forvarnir þarf að innihalda leiðbeiningar og dæmi um lausnir sem fólk á auðvelt með að tileinka sér. Tvær spurningar listans varða verkferla innan skólans. Spurt er hvort verkferlar séu til staðar í skólanum ef grunur um kynferðisofbeldi gegn barni kemur upp. 86% svarenda svöruðu þessari spurningu játandi. Einnig er spurt hvort kennarar séu upplýstir um verkferlana en því svöruðu 76,5% játandi. Hér er áberandi og er það vel, hve margir skólar eru með skýra verkferla er kemur að tilkynningum um kynferðisofbeldi á börnum. Viðbrögð skólastjórnenda við þessari netathugun sýnir hve mikilvægar forvarnir gegn kynferðisofbeldi eru í huga þeirra. Það er afar gott að sjá stóran hluta svarenda sinna forvörnum vel, en í skriflegum svörum er kallað eftir meira stuðningsefni og reglulegu samtali um forvarnir. Það er hvatning fyrir samtök eins og Barnaheill sem bjóða reglulega upp á fræðslu og samtal með einhverjum hætti að halda áfram að efla stofnanir í að fyrirbyggja ofbeldi á börnum. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna Barnaheilla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Dagana 19.-26. október 2020 gerðu Barnaheill netathugun innan leik- og grunnskóla landsins á þekkingu og fræðslu fyrir starfsfólk og nemendur og verklag varðandi forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum. Athugunin náði til 404 leik- og grunnskóla, en skólastjórnendum var sendur spurningalisti með sex spurningum. Alls svöruðu 189 skólar listanum eða 46,8%. Helstu niðurstöður athugunarinnar sýna að í 61% skóla hafa kennarar, annað starfsfólk og nemendur fengið forvarnafræðslu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Það er áberandi í svörum skólastjórnenda um forvarnafræðslu að flestir nefndu fræðslu frá Blátt áfram, en forvarnasamtökin Blátt áfram voru stofnuð 2004 og sameinuðust Barnaheillum 2019. Það er afar jákvætt að sjá að skólar sem fengið hafa fræðslu fyrir starfsfólk sitt hafa einnig séð mikilvægi þess að bjóða nemendum upp á forvarnafræðslu. Að auki er hér tækifæri fyrir 25% skóla sem svöruðu „Nei“ við þessum spurningum að fá forvarnafræðslu fyrir starfsfólk sitt og nemendur. Í spurningunni „Treysta kennarar sér til að sinna forvarnafræðslu“, svöruðu 50% játandi, 6% neitandi en 43% voru ekki viss. Það liggur fyrir að ekki er lögð áhersla á þessa fræðslu hjá t.d. Menntavísindasviði Háskóla Íslands eða í öðru kennaranámi. Hér er augljóst tækifæri fyrir skóla til að efla fræðslu um mikilvægi forvarna hjá kennurum og öðru starfsfólki. Fræðsla um forvarnir þarf að innihalda leiðbeiningar og dæmi um lausnir sem fólk á auðvelt með að tileinka sér. Tvær spurningar listans varða verkferla innan skólans. Spurt er hvort verkferlar séu til staðar í skólanum ef grunur um kynferðisofbeldi gegn barni kemur upp. 86% svarenda svöruðu þessari spurningu játandi. Einnig er spurt hvort kennarar séu upplýstir um verkferlana en því svöruðu 76,5% játandi. Hér er áberandi og er það vel, hve margir skólar eru með skýra verkferla er kemur að tilkynningum um kynferðisofbeldi á börnum. Viðbrögð skólastjórnenda við þessari netathugun sýnir hve mikilvægar forvarnir gegn kynferðisofbeldi eru í huga þeirra. Það er afar gott að sjá stóran hluta svarenda sinna forvörnum vel, en í skriflegum svörum er kallað eftir meira stuðningsefni og reglulegu samtali um forvarnir. Það er hvatning fyrir samtök eins og Barnaheill sem bjóða reglulega upp á fræðslu og samtal með einhverjum hætti að halda áfram að efla stofnanir í að fyrirbyggja ofbeldi á börnum. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna Barnaheilla
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun