Tökum höndum saman Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar 2. desember 2020 08:01 Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft gríðarleg áhrif á fólk um allan heim og afhjúpað ýmsa veikleika, ekki síst hefur mismunandi veruleiki kynjanna afhjúpast. Þegar faraldurinn skall á okkur í upphafi ársins var aukið ofbeldi eflaust ekki það fyrsta sem fólki datt í hug. Staðreyndin er hins vegar sú að víða um heim hefur mikil aukning orðið á heimilisofbeldi. Ísland er þar svo sannarlega ekki undanskilið, því miður. Í ljósi ástandsins sem skapast hefur í samfélaginu vegna heimsfaraldursins er full ástæða til að draga fram öll þau tól og tæki sem tiltæk eru svo okkur takist að uppræta ofbeldi með samstilltu átaki. Það eru ekki eingöngu þolendur ofbeldis sem þurfa að þekkja hættumerkin heldur við öll því heimilisofbeldi er vandamál samfélagsins ekki síður en einstaklinga. Stjórnvöld brugðust við strax í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi og lögðu aukið fjármagn í málaflokkinn. Jafnréttisstofa fékk t.d. fjármagn í vor til þess að koma aftur í umferð vitundarvakningu um heimilisofbeldi sem unnin var undir slagorðinu Þú átt von. Um er að ræða fimm stutt myndbönd sem gefa innsýn í aðstæður þolenda og gerenda. Sýningartölur hafa gefið til kynna mikið áhorf enda þörfin fyrir upplýsingar mikil. Myndböndin eru enn aðgengileg á samfélagsmiðlum, á heimasíðu Jafnréttisstofu og á vefsíðu 112 en þar hafa verið teknar saman mikilvægar upplýsingar um ofbeldi í samböndum. Það er líka rétt að vekja athygli á netnámskeiði sem Jafnréttisstofa útbjó með það að markmiði að auka þekkingu fagfólks á heimilisofbeldi. Efnið er þó þannig upp sett að það nýtist leikum sem lærðum. Námskeiðið er aðgengilegt á vefsíðu Jafnréttisstofu og samanstendur af þrettán myndböndum þar sem fagfólk á ýmsum sviðum sem tengjast kynbundnu ofbeldi fjallar um efnið. Leitast er við að svara spurningum á borð við: Hvernig berum við kennsl á þolendur og gerendur? Hvernig skal bregðast við? Hvaða úrræði eru fyrir hendi? Hverju þarf að huga að við vinnslu á málum er varða fatlað fólk, barnshafandi, fólk af erlendum uppruna, hinsegin fólk og einstaklinga af öðrum minnihlutahópum? Við þurfum öll að taka höndum saman og gera okkur grein fyrir því að kynbundið ofbeldi varðar okkur sem samfélag. Eftir því sem við kynnum okkur málin betur, öflum okkur þekkingar og þekkjum úrræðin betur þeim mun betur gengur okkur að standa saman við að uppræta kynbundið ofbeldi. Höfundur er framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft gríðarleg áhrif á fólk um allan heim og afhjúpað ýmsa veikleika, ekki síst hefur mismunandi veruleiki kynjanna afhjúpast. Þegar faraldurinn skall á okkur í upphafi ársins var aukið ofbeldi eflaust ekki það fyrsta sem fólki datt í hug. Staðreyndin er hins vegar sú að víða um heim hefur mikil aukning orðið á heimilisofbeldi. Ísland er þar svo sannarlega ekki undanskilið, því miður. Í ljósi ástandsins sem skapast hefur í samfélaginu vegna heimsfaraldursins er full ástæða til að draga fram öll þau tól og tæki sem tiltæk eru svo okkur takist að uppræta ofbeldi með samstilltu átaki. Það eru ekki eingöngu þolendur ofbeldis sem þurfa að þekkja hættumerkin heldur við öll því heimilisofbeldi er vandamál samfélagsins ekki síður en einstaklinga. Stjórnvöld brugðust við strax í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi og lögðu aukið fjármagn í málaflokkinn. Jafnréttisstofa fékk t.d. fjármagn í vor til þess að koma aftur í umferð vitundarvakningu um heimilisofbeldi sem unnin var undir slagorðinu Þú átt von. Um er að ræða fimm stutt myndbönd sem gefa innsýn í aðstæður þolenda og gerenda. Sýningartölur hafa gefið til kynna mikið áhorf enda þörfin fyrir upplýsingar mikil. Myndböndin eru enn aðgengileg á samfélagsmiðlum, á heimasíðu Jafnréttisstofu og á vefsíðu 112 en þar hafa verið teknar saman mikilvægar upplýsingar um ofbeldi í samböndum. Það er líka rétt að vekja athygli á netnámskeiði sem Jafnréttisstofa útbjó með það að markmiði að auka þekkingu fagfólks á heimilisofbeldi. Efnið er þó þannig upp sett að það nýtist leikum sem lærðum. Námskeiðið er aðgengilegt á vefsíðu Jafnréttisstofu og samanstendur af þrettán myndböndum þar sem fagfólk á ýmsum sviðum sem tengjast kynbundnu ofbeldi fjallar um efnið. Leitast er við að svara spurningum á borð við: Hvernig berum við kennsl á þolendur og gerendur? Hvernig skal bregðast við? Hvaða úrræði eru fyrir hendi? Hverju þarf að huga að við vinnslu á málum er varða fatlað fólk, barnshafandi, fólk af erlendum uppruna, hinsegin fólk og einstaklinga af öðrum minnihlutahópum? Við þurfum öll að taka höndum saman og gera okkur grein fyrir því að kynbundið ofbeldi varðar okkur sem samfélag. Eftir því sem við kynnum okkur málin betur, öflum okkur þekkingar og þekkjum úrræðin betur þeim mun betur gengur okkur að standa saman við að uppræta kynbundið ofbeldi. Höfundur er framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun