Van Basten ráðleggur Ajax strákunum að „ráðast á“ Liverpool liðið í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2020 11:31 Það hefur vantað marga lykilmenn í Liverpool liðið að undanförnu og Marco van Basten veit það vel. Getty/samsett Liverpool má ekki misstíga sig aftur í Meistaradeildinni í kvöld þegar Ajax liðið kemur í heimsókn á Anfield. Hollenska goðsögnin Marco van Basten sér sóknarfæri fyrir sína menn í Ajax á móti Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Varnarmenn Liverpool eru mistækir þessa dagana á mati eins besta sóknarmanns allra tíma og hann sér tækifæri fyrir sína menn til að nýta sér það á Anfield í kvöld. Liverpool vann fyrstu þrjá leiki sína í Meistaradeildinni þar af 1-0 sigur á Ajax í Hollandi. Eftir tap Liverpool á móti Atalanta í síðasta leik þá er komin meiri spenna í riðilinn. Liverpool er með 9 stig en bæði Ajax og Atalanta eru með 7 stig. Marco van Basten | They really make mistakes Ajax legend tells club to attack Liverpool youngsters in CL clash.https://t.co/L1o9lhtoNW #lfc— Sport Witness (@Sport_Witness) November 30, 2020 Marco van Basten mætti í viðtal í þættinum Rondo en þar ræddi þessi 56 ára gamla lifandi goðsögn möguleika Ajax á móti Liverpool liðinu. Liverpool hefur misst miðverðina Joe Gomez og Virgil Van Dijk í langtíma meiðsli og þá er Trent Alexander-Arnold einnig óleikfær vegna kálfameiðsla. Jürgen Klopp þarf því að treysta á yngri og óreyndari leikmenn í vörninni og það finnst Marco van Basten að Ajax liðið eigi að nýta sér. Van Basten nefndi sérstaklega þá Neco Williams og Rhys Williams sem hafa komið við sögu í síðustu leikjum. Liverpool gerði 1-1 jafntefli á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni um helgina en þar áður tapaði liðið 2-0 á heimavelli á móti Atalanta í Meistaradeildinni. „Þeir eru núna komnir með allt aðra menn í vörnina og þessir menn eru að gera sig seka um mistök,“ sagði Van Basten „Ef Ajax spilar á móti þessum strákum þá þurfa þeir að ráðast á þá. Varnarleikurinn er ekki sterkasti hluti leiks Liverpool þessa stundina,“ sagði Marco van Basten. Neco Williams og Rhys Williams eru báðir aðeins nítján ára gamlir og þetta er fyrsta tímabilið þeirra í alvöru hlutverkum. Það hjálpar auðvitað ekki að Klopp er á fleygiferð með vörnina sína og er að gera breytingu á henni í hverjum leik. Leikur Liverpool og Ajax verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan frá klukkan 19.50 í kvöld en að auki verða þrír aðrir leikir sýndir beint eða Shakhtar Donetsk-Real Madrid (Stöð 2 Sport 4 kl. 17.55), Atlético Madrid-Bayern München (Stöð 2 Sport 3 kl. 20.00) og Porto-Manchester City (Stöð 2 Sport 5 kl. 20.00). Meistaradeildarmessan verður á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.30. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjá meira
Hollenska goðsögnin Marco van Basten sér sóknarfæri fyrir sína menn í Ajax á móti Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Varnarmenn Liverpool eru mistækir þessa dagana á mati eins besta sóknarmanns allra tíma og hann sér tækifæri fyrir sína menn til að nýta sér það á Anfield í kvöld. Liverpool vann fyrstu þrjá leiki sína í Meistaradeildinni þar af 1-0 sigur á Ajax í Hollandi. Eftir tap Liverpool á móti Atalanta í síðasta leik þá er komin meiri spenna í riðilinn. Liverpool er með 9 stig en bæði Ajax og Atalanta eru með 7 stig. Marco van Basten | They really make mistakes Ajax legend tells club to attack Liverpool youngsters in CL clash.https://t.co/L1o9lhtoNW #lfc— Sport Witness (@Sport_Witness) November 30, 2020 Marco van Basten mætti í viðtal í þættinum Rondo en þar ræddi þessi 56 ára gamla lifandi goðsögn möguleika Ajax á móti Liverpool liðinu. Liverpool hefur misst miðverðina Joe Gomez og Virgil Van Dijk í langtíma meiðsli og þá er Trent Alexander-Arnold einnig óleikfær vegna kálfameiðsla. Jürgen Klopp þarf því að treysta á yngri og óreyndari leikmenn í vörninni og það finnst Marco van Basten að Ajax liðið eigi að nýta sér. Van Basten nefndi sérstaklega þá Neco Williams og Rhys Williams sem hafa komið við sögu í síðustu leikjum. Liverpool gerði 1-1 jafntefli á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni um helgina en þar áður tapaði liðið 2-0 á heimavelli á móti Atalanta í Meistaradeildinni. „Þeir eru núna komnir með allt aðra menn í vörnina og þessir menn eru að gera sig seka um mistök,“ sagði Van Basten „Ef Ajax spilar á móti þessum strákum þá þurfa þeir að ráðast á þá. Varnarleikurinn er ekki sterkasti hluti leiks Liverpool þessa stundina,“ sagði Marco van Basten. Neco Williams og Rhys Williams eru báðir aðeins nítján ára gamlir og þetta er fyrsta tímabilið þeirra í alvöru hlutverkum. Það hjálpar auðvitað ekki að Klopp er á fleygiferð með vörnina sína og er að gera breytingu á henni í hverjum leik. Leikur Liverpool og Ajax verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan frá klukkan 19.50 í kvöld en að auki verða þrír aðrir leikir sýndir beint eða Shakhtar Donetsk-Real Madrid (Stöð 2 Sport 4 kl. 17.55), Atlético Madrid-Bayern München (Stöð 2 Sport 3 kl. 20.00) og Porto-Manchester City (Stöð 2 Sport 5 kl. 20.00). Meistaradeildarmessan verður á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 19.30. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjá meira