Þórólfur gaf grænt ljós á sundlaugar og afreksíþróttir fyrir bakslagið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2020 13:55 Margir gætu hugsað sér að skreppa í sundlaugarnar sem hafa verið lokaðar stóran hluta af árinu. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þann 25. nóvember að á morgun, 2. desember, yrðu sund- og baðstaðir opnaðir að nýju með leyfi fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda. Þá yrðu íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í efstu deildum heimilar. Líkamsræktarstöðvar áttu áfram að vera lokaðar. Verslanir fengju leyfi fyrir 50 viðskiptavinum og fleiri í tilfelli stórra verslana. Þá lagði hann til að heimila æfingar í sviðslistum fyrir 30 manns og leyfa fimmtíu áhorfendur í hverju hólfi. Samkomubann í landinu myndi miða við 20 en ekki 10 eins og nú er. Þetta kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra sem fréttastofa kallaði eftir. Þórólfur lagði þó áherslu á það í minnisblaði sínu að tillögurnar væru gerðar með þeim fyrirvara að faraldurinn breyttist ekki fram til þess tíma að ný reglugerð tæki gildi 2. desember. Ljóst er að margir hefðu fagnað tillögum Þórólfs hefðu þær orðið að veruleika. Uppgangur veirunnar varð til þess að hann endurskoðaði tillögurnar og verður óbreytt ástand í eina viku til viðbótar.Vísir/Vilhelm Þórólfur skilaði tillögunum þann 25. nóvember. Í framhaldinu fór smituðum að fjölga á nýjan leik í samfélaginu og fór svo að Þórólfur skilaði nýjum tillögum til ráðherra og lagði til óbreytt ástand í eina til tvær vikur í viðbót. Minnisblöðin tvö má sjá í PDf-skjölum neðst í fréttinni. Ráðherra tilkynnti í dag að ástandið yrði óbreytt til 9. desember. Í minnisblaðinu 25. nóvember kemur fram að faraldurinn hafi verið á niðurleið hér á landi og smit sem greinist daglega séu á bilinu þrjú til sjö. Flestir sem greinist séu í sóttkví. „Hins vegar er fólk enn að greinast utan sóttkvíar sem segir okkur að veiran er til staðar í samfélaginu þó í litlum mæli sé,“ segir Þórólfur í minnisblaðinu sem aldrei varð grundvöllur að reglugerð enda varð kippur í fjölda smitaðra hér á landi. Þórólfur fullyrti þó í minnisblaðinu að á þeirri viku, frá 18. nóvember til 25. nóvember, hefðu aðgerðir skilað umtalsverðum árangri í fækkun á nýgengi smita og sömuleiðis minna álagi á sjúkrastofnanir. Ekki stóð til að heimila líkamsræktarstöðvum að opna.Vísir/Vilhelm „Á sama tíma hefur töluverður fjöldi verið að greinast á landamærunum sem segir okkur að enn er sú hætta fyrir hendi að annar faraldur geti blossað hér upp ef ekki verður farið með gát,“ segir Þórólfur. Tillögur hans voru eftirfarandi: 1. Þær takmarkanir sem taki gildi 2. desember 2020 muni gilda í 2 vikur. 2. Almennar fjöldatakmarkanir verði miðaðar við 20 manns með ákveðnum undantekningum sem tilgreindar verða sérstaklega hér að neðan. Börn fædd 2005 og síðar verði undanþegin. 3. Nándarregla verði áfram tveir metrar með ákveðnum undantekningum sem tilgreindar eru hér að neðan. Börn fædd 2005 og síðar verði undanþegin. 4. Sund- og baðstaðir megi opna fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Börn fædd 2005 og síðar teljist ekki með. 5. Íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ verði heimilar í efstu deildum. Hámarksfjöldi í hverju hólfi verði 25 manns. Æfingar afreksmanna í einstaklingsbundnum íþróttum verði heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta verði ekki heimilar. Sameiginleg búningsaðstaða verði lokuð. Sameiginleg áhöld verði sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag. Íþróttakeppni verði óheimil. 6. Líkamsræktarstöðvar verði áfram lokaðar. 7. Sviðslistir: a. Æfingar með snertingu verði leyfðar fyrir allt að 30 starfsmenn á sviði. Grímur verði notaðar þegar því verður við komið nema þegar listflutningur fer fram. Leitast verði við að viðhafa tveggja metra nándarreglu. Gætt verði að handhreinsun og sótthreinsun sameiginlegs búnaðar a.m.k. tvisvar á dag. b. Heimilt verði að taka á móti allt að 50 sitjandi gestum í hverju hólfi og þeim gert skylt að nota grímu. Hlé og áfengissala á sýningum verði ekki leyfð. c. Skylt verði að selja í númeruð sæti og skrá haldin yfir gesti. d. Heimilt verði að taka á móti grunn- og leikskólabörnum á sýningar með sömu takmörkunum og gilda í skólastarfi. 8. Verslanir megi taka á móti 50 manns í hverju hólfi (börn teljast ekki með). Fyrir hverja 10 m2 má bæta við einum viðskiptavini að hámarki 200 manns. Gæta skal að tveggja metra nálægðarreglu og grímuskyldu eins og áður. 9. Veitingahús megi taka á móti 20 viðskiptavinum í hverju rými. Gætt verði að tveggja metra reglunni. Opnunartími verði til kl. 21. 10. Krár og spilasalir verði áfram lokaðir 11. Grímuskylda verði óbreytt. Tengd skjöl FyrriTillogurSottvarnalaeknisPDF451KBSækja skjal SeinniTillogurSottvarnalaeknisPDF453KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Þá yrðu íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í efstu deildum heimilar. Líkamsræktarstöðvar áttu áfram að vera lokaðar. Verslanir fengju leyfi fyrir 50 viðskiptavinum og fleiri í tilfelli stórra verslana. Þá lagði hann til að heimila æfingar í sviðslistum fyrir 30 manns og leyfa fimmtíu áhorfendur í hverju hólfi. Samkomubann í landinu myndi miða við 20 en ekki 10 eins og nú er. Þetta kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra sem fréttastofa kallaði eftir. Þórólfur lagði þó áherslu á það í minnisblaði sínu að tillögurnar væru gerðar með þeim fyrirvara að faraldurinn breyttist ekki fram til þess tíma að ný reglugerð tæki gildi 2. desember. Ljóst er að margir hefðu fagnað tillögum Þórólfs hefðu þær orðið að veruleika. Uppgangur veirunnar varð til þess að hann endurskoðaði tillögurnar og verður óbreytt ástand í eina viku til viðbótar.Vísir/Vilhelm Þórólfur skilaði tillögunum þann 25. nóvember. Í framhaldinu fór smituðum að fjölga á nýjan leik í samfélaginu og fór svo að Þórólfur skilaði nýjum tillögum til ráðherra og lagði til óbreytt ástand í eina til tvær vikur í viðbót. Minnisblöðin tvö má sjá í PDf-skjölum neðst í fréttinni. Ráðherra tilkynnti í dag að ástandið yrði óbreytt til 9. desember. Í minnisblaðinu 25. nóvember kemur fram að faraldurinn hafi verið á niðurleið hér á landi og smit sem greinist daglega séu á bilinu þrjú til sjö. Flestir sem greinist séu í sóttkví. „Hins vegar er fólk enn að greinast utan sóttkvíar sem segir okkur að veiran er til staðar í samfélaginu þó í litlum mæli sé,“ segir Þórólfur í minnisblaðinu sem aldrei varð grundvöllur að reglugerð enda varð kippur í fjölda smitaðra hér á landi. Þórólfur fullyrti þó í minnisblaðinu að á þeirri viku, frá 18. nóvember til 25. nóvember, hefðu aðgerðir skilað umtalsverðum árangri í fækkun á nýgengi smita og sömuleiðis minna álagi á sjúkrastofnanir. Ekki stóð til að heimila líkamsræktarstöðvum að opna.Vísir/Vilhelm „Á sama tíma hefur töluverður fjöldi verið að greinast á landamærunum sem segir okkur að enn er sú hætta fyrir hendi að annar faraldur geti blossað hér upp ef ekki verður farið með gát,“ segir Þórólfur. Tillögur hans voru eftirfarandi: 1. Þær takmarkanir sem taki gildi 2. desember 2020 muni gilda í 2 vikur. 2. Almennar fjöldatakmarkanir verði miðaðar við 20 manns með ákveðnum undantekningum sem tilgreindar verða sérstaklega hér að neðan. Börn fædd 2005 og síðar verði undanþegin. 3. Nándarregla verði áfram tveir metrar með ákveðnum undantekningum sem tilgreindar eru hér að neðan. Börn fædd 2005 og síðar verði undanþegin. 4. Sund- og baðstaðir megi opna fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Börn fædd 2005 og síðar teljist ekki með. 5. Íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ verði heimilar í efstu deildum. Hámarksfjöldi í hverju hólfi verði 25 manns. Æfingar afreksmanna í einstaklingsbundnum íþróttum verði heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta verði ekki heimilar. Sameiginleg búningsaðstaða verði lokuð. Sameiginleg áhöld verði sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag. Íþróttakeppni verði óheimil. 6. Líkamsræktarstöðvar verði áfram lokaðar. 7. Sviðslistir: a. Æfingar með snertingu verði leyfðar fyrir allt að 30 starfsmenn á sviði. Grímur verði notaðar þegar því verður við komið nema þegar listflutningur fer fram. Leitast verði við að viðhafa tveggja metra nándarreglu. Gætt verði að handhreinsun og sótthreinsun sameiginlegs búnaðar a.m.k. tvisvar á dag. b. Heimilt verði að taka á móti allt að 50 sitjandi gestum í hverju hólfi og þeim gert skylt að nota grímu. Hlé og áfengissala á sýningum verði ekki leyfð. c. Skylt verði að selja í númeruð sæti og skrá haldin yfir gesti. d. Heimilt verði að taka á móti grunn- og leikskólabörnum á sýningar með sömu takmörkunum og gilda í skólastarfi. 8. Verslanir megi taka á móti 50 manns í hverju hólfi (börn teljast ekki með). Fyrir hverja 10 m2 má bæta við einum viðskiptavini að hámarki 200 manns. Gæta skal að tveggja metra nálægðarreglu og grímuskyldu eins og áður. 9. Veitingahús megi taka á móti 20 viðskiptavinum í hverju rými. Gætt verði að tveggja metra reglunni. Opnunartími verði til kl. 21. 10. Krár og spilasalir verði áfram lokaðir 11. Grímuskylda verði óbreytt. Tengd skjöl FyrriTillogurSottvarnalaeknisPDF451KBSækja skjal SeinniTillogurSottvarnalaeknisPDF453KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira