Ný lög um Endurupptökudóm geta liðkað fyrir endurupptöku mála Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. desember 2020 16:23 Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Vísir Nú þegar yfirdeild Mannréttindadómstólsins hefur staðfest dóm réttarins, vakna eflaust margar spurningar um hugsanlegar afleiðingar er varða mál þeirra aðila þar sem umræddir fjórmenningar, sem ekki voru skipaðir með lögmætum hætti, dæmdu í. Lög um sérstakan endurupptökudómstól tóku gildi í dag, 1. desember. Málsaðilar munu þannig geta borið mál sín undir Endurupptökudóminn, telji þeir ástæðu til. Það kemur síðan til kasta Endurupptökudóms að meta hvort málin uppfylli skilyrði um endurupptöku. Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að umgjörð dómsins sé tilbúin. Nú eigi aðeins eftir að skipa í dóminn. Hún kveðst binda vonir við að hann geti tekið til starfa fljótlega á nýju ári þegar hann hefur verið fullskipaður. Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfesti í morgun dóm réttarins í Landsréttarmálinu svokallaða.Vísir/EPA Niðurstöður alþjóðlegra dómstóla geta talist ný gögn Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild háskóla Íslands, segir að engin skylda hvíli á íslenska ríkinu til að endurupptaka málin. Hún segir margt benda til þess að ný lög um Endurupptökudóm muni liðka fyrir þeim skilyrðum sem uppfylla verður til að aðilar málanna fái í gegn endurupptöku mála sinna. „Það er aðeins búið að breyta skilyrðunum frá því sem var áður þegar endurupptökunefnd var með þetta og svo Hæstiréttur og dómstólarnir áður. Nú er gefið í skyn að niðurstöður alþjóðlegra dómstóla geti talist ný gögn eða nýjar upplýsingar. Og það er náttúrulega skilyrði að það séu ný gögn eða upplýsingar sem bendi til þess að málsatvikin hafi verið önnur. Lykilatriðið er að það geti haft þær afleiðingar að þær breyti niðurstöðunni“. Áttu von á holskeflu mála sem munu koma til kasta Endurupptökudóms eða er erfitt að spá fyrir um framhaldið? „Það er óskaplega erfitt að meta þetta. Þetta eru alls ekki mörg mál í sjálfu sér, alls ekki. Væntanlega eru sumir sáttir við sína niðurstöðu. Það er ómögulegt að segja. […] Ég efast um að þetta verði einhver holskefla, ég get ekki ímyndað mér það.“ Dómstólar Tengdar fréttir Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22 Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. 1. desember 2020 13:08 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira
Lög um sérstakan endurupptökudómstól tóku gildi í dag, 1. desember. Málsaðilar munu þannig geta borið mál sín undir Endurupptökudóminn, telji þeir ástæðu til. Það kemur síðan til kasta Endurupptökudóms að meta hvort málin uppfylli skilyrði um endurupptöku. Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að umgjörð dómsins sé tilbúin. Nú eigi aðeins eftir að skipa í dóminn. Hún kveðst binda vonir við að hann geti tekið til starfa fljótlega á nýju ári þegar hann hefur verið fullskipaður. Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfesti í morgun dóm réttarins í Landsréttarmálinu svokallaða.Vísir/EPA Niðurstöður alþjóðlegra dómstóla geta talist ný gögn Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild háskóla Íslands, segir að engin skylda hvíli á íslenska ríkinu til að endurupptaka málin. Hún segir margt benda til þess að ný lög um Endurupptökudóm muni liðka fyrir þeim skilyrðum sem uppfylla verður til að aðilar málanna fái í gegn endurupptöku mála sinna. „Það er aðeins búið að breyta skilyrðunum frá því sem var áður þegar endurupptökunefnd var með þetta og svo Hæstiréttur og dómstólarnir áður. Nú er gefið í skyn að niðurstöður alþjóðlegra dómstóla geti talist ný gögn eða nýjar upplýsingar. Og það er náttúrulega skilyrði að það séu ný gögn eða upplýsingar sem bendi til þess að málsatvikin hafi verið önnur. Lykilatriðið er að það geti haft þær afleiðingar að þær breyti niðurstöðunni“. Áttu von á holskeflu mála sem munu koma til kasta Endurupptökudóms eða er erfitt að spá fyrir um framhaldið? „Það er óskaplega erfitt að meta þetta. Þetta eru alls ekki mörg mál í sjálfu sér, alls ekki. Væntanlega eru sumir sáttir við sína niðurstöðu. Það er ómögulegt að segja. […] Ég efast um að þetta verði einhver holskefla, ég get ekki ímyndað mér það.“
Dómstólar Tengdar fréttir Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22 Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. 1. desember 2020 13:08 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira
Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21
Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22
Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04
Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. 1. desember 2020 13:08