(fag)Mennskan Einar Hermannsson skrifar 1. desember 2020 18:40 Allt frá því að hópur frumkvöðla stofnaði SÁÁ hefur verið haft að leiðarljósi að veita þeim stuðnig sem orðið hafa fíkn að bráð. Segja má að stofnun SÁÁ hafi verið kraftaverk enda ekki nokkur maður sem í upphafi leiddi hugann að rekstrahagnaði eða eygðu von um að selja sinn hlut í samtökunum. Mennskan réð för og frumkvöðlarnir geta í dag litið aftur og verið með réttu mjög stoltir yfir sínum verkum. Í dag er SÁÁ mikilvæg stoð í heilbrigðiskerfinu. Árlega hafa innlagnir á Vog verið um 2.200, heimsóknir á göngudeild okkar í Efstaleiti og á Akureyri 25.000 og 600 innlagnir á Vík eftirmeðferðarstöð okkar á Kjalarnesi. Síðast en ekki síst er í boði búsetuúræðið Vin sem rúmar 20 karlmenn og vantar sárlega samskonar úrræði fyrir konur. Afar mikilvægt er að geta boðið langtíma búsetuúrræði með slíku sniði þar sem menntaður heilbrigðisstarfsmaður og starfsmenn göngudeildar koma sameiginlega að bataferlinu og virkja einstaklinginn á ný. Með tímanum hafa kröfur samfélagsins til heilbrigðiskerfsins breyst og gerðar eru auknar kröfur til þeirra sem vinna með sjúklingum. Við hjá SÁÁ höfum svo sannarlega staðið undir þeim kröfum en tæplega 90% starfsfólksins er með heilbrigðismenntun. Í okkar röðum er að finna lækna, hjúkrunarfræðinga, áfengis og vímuefnaráðgjafa, sálfræðinga, sjúkraliða og lýðheilsufræðinga. Fagmennskan er ávallt í fyrirrúmi og stöðugt unnið að því að þróa og starfa samkvæmt nýjustu kröfum í fræðunum með mennskuna að leiðarljósi líkt og frumkvöðlarnir lögðu hornstein að. Ríkið greiðir um 90 % af rekstri SÁÁ og það sem uppá vantar kemur af sjálfsaflafé sem fyrirtæki og einstaklingar hafa látið af hendi rakna svo starfsemi SÁÁ geti keyrt á fullu afli og þróað ný úrræði. Fyrir það erum við mjög þakklát. Þar sem við glímum við illvígan sjukdóm er félagslegi þátturinn mikilvægur, sumir þurfa meiri og lengri þjónustu til að ná bata og virkni, það þarf að hlúa betur að þeim hópi. Þvi miður var álfasala ekki möguleg í ár í ljósi aðstæðna en þess í stað verðum við með söfnunarþátt á RÚV þann 4. desember. Við biðlum til þjóðarinnar að styðja við bakið á okkar sjúklingum og aðstendum þeirra á þessum skrýtnu og erfiðum tímum. Það er hægt að taka margt frá okkur, en mennskan er alltaf til staðar og það að rétta öðrum hjálparhönd. Með fyrirfram þökkum og ósk um gleðileg jól Höfundur er formaður SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Allt frá því að hópur frumkvöðla stofnaði SÁÁ hefur verið haft að leiðarljósi að veita þeim stuðnig sem orðið hafa fíkn að bráð. Segja má að stofnun SÁÁ hafi verið kraftaverk enda ekki nokkur maður sem í upphafi leiddi hugann að rekstrahagnaði eða eygðu von um að selja sinn hlut í samtökunum. Mennskan réð för og frumkvöðlarnir geta í dag litið aftur og verið með réttu mjög stoltir yfir sínum verkum. Í dag er SÁÁ mikilvæg stoð í heilbrigðiskerfinu. Árlega hafa innlagnir á Vog verið um 2.200, heimsóknir á göngudeild okkar í Efstaleiti og á Akureyri 25.000 og 600 innlagnir á Vík eftirmeðferðarstöð okkar á Kjalarnesi. Síðast en ekki síst er í boði búsetuúræðið Vin sem rúmar 20 karlmenn og vantar sárlega samskonar úrræði fyrir konur. Afar mikilvægt er að geta boðið langtíma búsetuúrræði með slíku sniði þar sem menntaður heilbrigðisstarfsmaður og starfsmenn göngudeildar koma sameiginlega að bataferlinu og virkja einstaklinginn á ný. Með tímanum hafa kröfur samfélagsins til heilbrigðiskerfsins breyst og gerðar eru auknar kröfur til þeirra sem vinna með sjúklingum. Við hjá SÁÁ höfum svo sannarlega staðið undir þeim kröfum en tæplega 90% starfsfólksins er með heilbrigðismenntun. Í okkar röðum er að finna lækna, hjúkrunarfræðinga, áfengis og vímuefnaráðgjafa, sálfræðinga, sjúkraliða og lýðheilsufræðinga. Fagmennskan er ávallt í fyrirrúmi og stöðugt unnið að því að þróa og starfa samkvæmt nýjustu kröfum í fræðunum með mennskuna að leiðarljósi líkt og frumkvöðlarnir lögðu hornstein að. Ríkið greiðir um 90 % af rekstri SÁÁ og það sem uppá vantar kemur af sjálfsaflafé sem fyrirtæki og einstaklingar hafa látið af hendi rakna svo starfsemi SÁÁ geti keyrt á fullu afli og þróað ný úrræði. Fyrir það erum við mjög þakklát. Þar sem við glímum við illvígan sjukdóm er félagslegi þátturinn mikilvægur, sumir þurfa meiri og lengri þjónustu til að ná bata og virkni, það þarf að hlúa betur að þeim hópi. Þvi miður var álfasala ekki möguleg í ár í ljósi aðstæðna en þess í stað verðum við með söfnunarþátt á RÚV þann 4. desember. Við biðlum til þjóðarinnar að styðja við bakið á okkar sjúklingum og aðstendum þeirra á þessum skrýtnu og erfiðum tímum. Það er hægt að taka margt frá okkur, en mennskan er alltaf til staðar og það að rétta öðrum hjálparhönd. Með fyrirfram þökkum og ósk um gleðileg jól Höfundur er formaður SÁÁ.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar