Frestuðu fundinum um áhrif sóttvarnaraðgerða á íþróttastarfið í landinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2020 11:30 Perla Ruth Albertsdóttir fagnar marki hjá Framliðinu. Vísir/Daníel Þór Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var einn þeirra sem átti að ræða áhrif harðra takmarkana á íþróttastarfið í landinu en þær hafa nú staðið yfir í meira en tvo mánuði. Fundinum var frestað samdægurs. „Heilbrigð sál í hraustum líkama?“ er heiti umræðufundar á vegum „Út úr kófinu“ hópsins sem átti að fara fram í hádeginu í dag þar sem fjalla átti um afleiðingar meira en tveggja mánaða hlés á íþróttastarfið í landinu. Fundurinn átti að vera sendur út á fésbókarsíðu Sigríðar Á. Andersen en hún hefur nú tilkynnt um að honum hafi verið frestað eins og sést hér fyrir neðan. Sigríður segir að mikill áhugi sé greinilega á málinu og það sé ætlunin að koma fundarefninu fyrir á fundi sem fyrst. Fundurinn sem átti að vera hér í hádeginu í dag, um íþróttastarf á tímum sóttvarna, fellur því miður niður. Mikill áhugi...Posted by Sigríður Á. Andersen on Miðvikudagur, 2. desember 2020 Það er mikil óánægja í íþróttahreyfingunni á Íslandi um hversu mikið sóttvarnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar eru látnar bitna á íþróttastarfinu í landinu enda má ekkert æfa eða keppa á Íslandi á meðan allt er á fullu í öðrum löndum í kringum okkur. „Út úr kófinu“ er hópur fólks sem vinnur að því að bæta upplýsingagjöf um kórónuveirufaraldurinn og það var áhugavert að hann ætlaði að standa fyrir fjarfundi í beinni á netinu um áhrif sóttvarnaraðgerða á íþróttastarf á Íslandi. Fundurinn átti að fara yfir þær áskoranir sem íþróttastarf í landinu stendur nú frammi fyrir vegna takmarkana sem settar hafa verið á íþróttastarf. Fundinum átti að stýra Bjarni Th. Bjarnason, formaður Skíðasambands Íslands. Hann ræðir við Guðna Bergsson, formann KSÍ, Sólveigu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Fimleikasambands Íslands, og Dr. Jón Ívar Einarsson, lækni og prófessor við Harvard Medical School. Nú er bara að vona að Sigríður og félagar komi þessum fundi á sem fyrst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir barna Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sjá meira
„Heilbrigð sál í hraustum líkama?“ er heiti umræðufundar á vegum „Út úr kófinu“ hópsins sem átti að fara fram í hádeginu í dag þar sem fjalla átti um afleiðingar meira en tveggja mánaða hlés á íþróttastarfið í landinu. Fundurinn átti að vera sendur út á fésbókarsíðu Sigríðar Á. Andersen en hún hefur nú tilkynnt um að honum hafi verið frestað eins og sést hér fyrir neðan. Sigríður segir að mikill áhugi sé greinilega á málinu og það sé ætlunin að koma fundarefninu fyrir á fundi sem fyrst. Fundurinn sem átti að vera hér í hádeginu í dag, um íþróttastarf á tímum sóttvarna, fellur því miður niður. Mikill áhugi...Posted by Sigríður Á. Andersen on Miðvikudagur, 2. desember 2020 Það er mikil óánægja í íþróttahreyfingunni á Íslandi um hversu mikið sóttvarnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar eru látnar bitna á íþróttastarfinu í landinu enda má ekkert æfa eða keppa á Íslandi á meðan allt er á fullu í öðrum löndum í kringum okkur. „Út úr kófinu“ er hópur fólks sem vinnur að því að bæta upplýsingagjöf um kórónuveirufaraldurinn og það var áhugavert að hann ætlaði að standa fyrir fjarfundi í beinni á netinu um áhrif sóttvarnaraðgerða á íþróttastarf á Íslandi. Fundurinn átti að fara yfir þær áskoranir sem íþróttastarf í landinu stendur nú frammi fyrir vegna takmarkana sem settar hafa verið á íþróttastarf. Fundinum átti að stýra Bjarni Th. Bjarnason, formaður Skíðasambands Íslands. Hann ræðir við Guðna Bergsson, formann KSÍ, Sólveigu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Fimleikasambands Íslands, og Dr. Jón Ívar Einarsson, lækni og prófessor við Harvard Medical School. Nú er bara að vona að Sigríður og félagar komi þessum fundi á sem fyrst.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir barna Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sjá meira